Fréttablaðið - 03.10.2012, Page 30
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
Kristof Magnusson segir að
sagnagleði íslenskra ætt-
ingja og vina hafi meðal
annars vakið áhuga sinn á
ritstörfum. Nýverið kom
nýjasta skáldsaga þessa
þýsk-íslenska höfundar
út á íslensku en auk þess
að sinna ritstörfum er
Kristof mikilvirkur þýðandi
íslenskra bóka í Þýskalandi.
Það var ekki ég er heiti bókar
Kristofs Magnussonar sem kom
nýverið út. Hún segir frá Jasper,
ungum bankamanni, bókmennta-
þýðandanum Meike og verðlauna-
höfundinum Henry sem lenda í
óvæntum ævintýrum. Inn í sög-
una fléttast efnahagskreppa sem
er merkilegt í ljósi þess að heims-
kreppan skall á eftir að ritun bók-
arinnar var að mestu lokið. „Skila-
dagur handritsins var í janúar
2009 þannig að henni var að mestu
lokið í september 2008. Og ég vann
alla rannsóknarvinnuna um vorið
og sumarið. Ég er ekki svo forspár
að ég hafi séð hrunið fyrir en það
var skemmtileg tilviljun og hjálp-
aði mikið til við kynningu bókar-
innar að heil heimskreppa skyldi
skella á eftir að ég hafði skrifað
um hana. Verst að nú þori ég alls
ekki að skrifa um náttúruham-
farir, af ótta við að allt rætist sem
ég skrifa,“ segir Kristof og hlær.
Bókin er önnur skáldsaga
Kristofs sem einnig hefur skrifað
nokkur leikrit og ferðabók um
Ísland. Hann er einnig mikil-
virkur þýðandi íslenskra bóka
yfir á þýsku en Kristof er hálfís-
lenskur. „Faðir minn settist ungur
að í Þýskalandi og er orðinn meiri
Þjóðverji en Íslendingur í dag. Og
auðvitað er ég meiri Þjóðverji en
Íslendingur. En ég hef alltaf haldið
tengslum við Ísland og haldið
íslenskunni við. Ég lagði einnig
stund á íslensku í háskólanum í
Berlín og hér á Íslandi. Svo reyni
ég að vera á Íslandi tvo mánuði á
ári að meðaltali.“
Kristof ákvað ungur að verða
rithöfundur. „Mér þótti allt-
af gaman að segja sögur og á
það sameiginlegt með mörgum
íslenskum ættingjum og vinum
pabba. Svo ég prófaði að skrifa.
Í fyrstu var ég alltaf að reyna að
vera bókmenntalegur, en það kom
bara tilgerðarlega út. En þegar ég
hætti að hugsa um stílinn og ein-
beitti mér bara að sögunum þá
fóru skrifin að ganga.“
Kristof hafði samið nokkur verk
þegar útgefandi Einars Kára sonar
í Þýskalandi hafði samband við
hann og falaðist eftir því að hann
þýddi Storm yfir á þýsku. „Honum
fannst ég hafa svipaðan tón og
Einar og því líklegt að ég næði
góðum tökum á því að þýða hann.
Það var skemmtilegt fyrir mig því
að Einar hafði mjög sterk áhrif á
mig þegar ég var unglingur og las
Djöflaeyjuþríleikinn.“
Síðan þýðingin á Stormi kom
út hefur Kristof þýtt fjöl margar
íslenskar bækur yfir á þýsku.
„Ég hef ekki getað hætt eftir að
Stormur kom út. Þýðingar eru illa
borgaðar, ég framfleyti mér með
skriftum og upplestrum en ég gæti
ekki hætt að þýða og þýðingar eru
líka góð leið til að halda tengslum
við Ísland.“
Kristof segir gaman en aðeins
stressandi að bók eftir hann sé
loks komin út á íslensku. „Ég hef
verið að telja fólki hér trú um að ég
sé höfundur í öll þessi ár, nú loks
get ég fært sönnur á það,” segir
hann að lokum.
Kristof kemur fram á höfundar-
kvöldi á Súfistanum annað kvöld
klukkan átta ásamt þeim Einari
Kárasyni og Auði Jónsdóttur en
hann hefur þýtt bækur beggja.
sigridur@frettabladid.is
Kreppan eins og sniðin
fyrir kynningarherferðina
Íslenskar bækur voru sem kunnugt er í
brennidepli á bókamessunni í Frankfurt í
fyrra. Kristof Magnusson er meðal þeirra
þýðenda sem kallaðir voru til til að þýða
bækur og listi íslenskra bóka sem kom
út í þýðingu hans á síðasta ári er ansi
flottur. Grettis saga, Íslenskur aðall eftir
Þórberg Þórðarson, Tíu ráð eftir Hall-
grím Helgason, Ofsi eftir Einar Kárason,
Konur eftir Steinar Braga, Vetrarsól
eftir Auði Jónsdóttur, Blysfarir eftir
Sigurbjörgu Þrastardóttur auk ljóða eftir
Hannes Sigfússon. Kristof segir hógvær
að útgáfan hafi verið skipulögð með svo
löngum fyrirvara að nægur tími hafi gefist
til þýðinganna. „Ég var svo mikið í lestum
árið 2010 þegar Það var ekki ég kom út í
Þýskalandi, og nýtti tímann vel. Útgáfunni
fylgdu upplestrar um land allt og langar
lestarsetur. Mér þykir mjög gott að þýða í
lestum, það er ekkert Internet sem truflar
og auðvelt að sökkva sér í verkið. Ef ég
hefði ekki haft allar þessar góðu bækur
hefði ég líklega orðið alveg hundleiður
á þessum ferðalögum,“ segir Kristof og
útskýrir að upplestrar séu ein aðal-
tekjulind þýskra höfunda sem séu því
meira en til í að fara landshorna á milli
til að kynna verk sín. „Það er mikil hefð
fyrir þeim, sérstaklega í smærri bæjum er
bóksalinn miðpunktur menningarlífsins
og vel mætt á upplestra.“
Kristof fylgdi „sínum“ höfundum á
upplestra í tengslum við bókamessuna
sem hann segir hafa hitt algjörlega í
mark í Þýskalandi. „Það eru engar ýkjur
að hún tókst afar vel og íslenskar bækur
vöktu mikla athygli.“
GÓÐ NÝTING Kynningarferðir
Kristofs á skáldsögunni Það
var ekki ég nýttust til að þýða
íslenskar bækur yfir á þýsku.
EINAR KÁRASON VAR ÁHRIFAVALDUR Önnur skáldsaga Kristofs Magnussonar er sú fyrsta sem kemur út eftir hann á íslensku.
Hann segir Einar Kárason hafa verið áhrifavald í æsku og því skemmtilegt þegar hann var beðinn um að þýða verk hans yfir á
þýsku. Einar Kárason og Auður Jónsdóttir koma fram með Kristof á höfundarkvöldi á Súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍSLENSKAR BÆKUR BJÖRGUÐU LÖNGUM LESTARFERÐUM
Bókaðu þig á wowtravel.is eða í síma 590 3000
Bókaðu þig á wowtravel.is eða í síma 590 3000
wowtravel.is
wowtravel.is
Verð á mann
í tvíbýli, frá: 99.800 kr.
Innifalið er flug með sköttum, frítt fyrir golfsettið + 1 taska (20kg), gisting
í 5 nætur með hálfu fæði (morgunverði og kvöldverði), ótakmarkað golf.
Akstur til og frá flugvelli er ekki innifalinn, ca 15-20 mín akstur.
Innifalið er flug með sköttum og gisting á Hótel Maya 4 stjörnu, með hálfu
fæði. Dagsetningar í boði 4.-9. okt., 11.-16. okt., 18.-23. okt. og 25.-30. okt.
BONALBA
Golf and Spa Resort
11. – 16. október
Alicante sólar-
paradís í 5 nætur
Verð á mann
m.v 2 fullorðna
og 2 börn, frá: 59.990 kr.
MARTIN FRÖST EINLEIKARI Einleikari á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld verður Martin Fröst,
einn fremsti klarínettuleikari heims. Tónleikarnir hefjast venju
samkvæmt klukkan 19.30.
Mér þótti alltaf gaman
að segja sögur og
átti það sameiginlegt með ís-
lenskum ættingjum og vinum
pabba.