Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 03.10.2012, Qupperneq 34
3. október 2012 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is DOMINOS-DEILD KVENNA Í KÖRFUBOLTA fer af stað í kvöld en þá fara fram fjórir leikir sem hefjast klukkan 19.15: KR (spáð 4. sæti í árlegri spá fyrirliða og þjálfara)-Grindavík (7. sæti) í DHL-höllinni, Haukar (5.-6.)-Keflavík (1.) í Schenker-höllinni á Ásvöllum, Fjölnir (8.)-Njarðvík (5.-6.) í Grafarvogi og Valur (3.)-Snæfell (2.) í Vodafone-höllinni en í þeim síðastnefnda munu Valskonur safna fyrir og styrkja átak Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufuna. FÓTBOLTI Sumir leikmenn verða bara betri og betri með aldrinum og það á vel við hinn 35 ára gamla Frey Bjarnason sem átti stórkost- legt sumar með FH-ingum. Þegar Tommy Nielsen lagði skóna á hill- una síðasta haust var meiri ábyrgð sett á Frey og hann brást ekki þjálfara sínum Heimi Guðjónssyni. FH-liðinu tókst líka að betrumbæta varnarleikinn og flestir eru sam- mála um að það hafi verið vörnin sem öðru fremur lagði grunninn að því að FH-ingar endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn. Gerðist síðast á fjórða áratugnum FH-ingar hafa nú verið í efstu tveimur sætum deildarinnar í heilan áratug og það er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað með liðinu allan þennan tíma; umrædd- ur Freyr Bjarnason. Þetta hefur enginn leikmaður afrekað eftir seinni heimsstyrjöld og það þarf að fara alla leið aftur til leikmanna í KR-liðinu frá 1926-1937 og Valslið- inu frá 1927-1938 til þess að finna aðra eins velgengni hjá einum leikmanni á Íslandsmótinu. Þegar Freyr kom í FH fyrir þrettán árum var FH-liðið í b- deildinni og hafði ekki spilað úrvalsdeildarleik í fjögur ár. FH-liðið vann 1. deildina af öryggi á hans fyrsta tíma- bili þar sem hann lék 16 af 18 leikjum. Freysáhrifin á FH-liðið Freyr hefur ekki misst úr marga leiki á þessum ára- tugi en það eru þó einkum tvö tímabil þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Freyr spilaði þannig aðeins átta fyrstu leikina 2006 en meiðsli á hné í júní þýddu að hann var ekki meira með. Freyr missti líka af 10 leikjum sumarið 2009, flestum vegna meiðsla. Mikilvægi Freys sést vel í töl- fræðinni um gengi liðsins enda FH-liðið öll árin búið að ná í hærra hlutfall stiga í þeim leikjum sem hann spilaði en í þeim leikjum sem hann hefur misst af. Hér er reyndar undanskilið tímabilið 2005 þar sem Freyr lék alla leikina en það er einnig langbesta tíma- bil liðsins hvað varðar hlut- fall stiga í húsi því FH- ingar náðu í 48 af 54 mögulegum stigum (89 prósent) á því sumri sem Freyr missti ekki úr leik. Það er meira um magnaða tölfræði þegar kemur að Freysáhrifunum á FH-liðið. Freyr er nefnilega búinn að spila 72 prósent leikja FH-liðs- ins síðan Heimir Guðjónsson tók við liðinu fyrir sumarið 2008 og FH-ingar hafa samt tapað fleiri leikjum án hans (10) en með hann inn á vellinum (9). Erfitt að leika þetta eftir Það er erfitt að sjá fyrir sér leikmann leika afrek Freys eftir. Að vera lykilmaður í besta liði landsins í heilan áratug er afrek út af fyrir sig en annað er að taka þátt í því að halda liðinu við toppinn á tíu tímabilum í röð. Hér fyrir neða n má sjá yfirl it yfir þessi tíu tímabil hjá Frey og þar sést gengi FH-liðsins með eða án hans. ooj@frettabladid.is Tíu peningar á tíu sumrum FH-ingar hafa verið í tveimur efstu sætunum á undanförnum tíu Íslandsmótum og Freyr Bjarnason er eini leikmaðurinn sem hefur verið með FH á þeim öllum. Freyr átti frábært tímabil og sá til þess að enginn saknaði Tommys Nielsen. 2003 FH í 2. sæti 16 leikir (12 í byrjunarliði) FH með Frey: 60% stiga í húsi þegar Freyr spilar. FH án Freys: 17% stiga stiga í húsi án hans. 2004 FH Íslandsmeistari 17 leikir (17), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 33% stiga 2005 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 89% stiga FH án Freys: 0 leikir 2006 FH Íslandsmeistari 8 leikir (8), 1 mark FH með Frey: 83% stiga FH án Freys: 53% stiga 2007 FH í 2. sæti 14 leikir (14), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 58% stiga 2008 FH Íslandsmeistari 14 leikir (14) FH með Frey: 81% stiga FH án Freys: 54% stiga 2009 FH Íslandsmeistari 12 leikir (7) FH með Frey: 86% stiga FH án Freys: 67% stiga 2010 FH í 2. sæti 15 leikir (13), 2 mörk FH með Frey: 80% stiga FH án Freys: 38% stiga 2011 FH í 2. sæti 20 leikir (20), 1 mark FH með Frey: 73% stiga FH án Freys: 0% stiga 2012 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 76% stiga FH án Freys: 67% stiga Samantekt 2003-12 FH 6 sinnum Íslandsmeistari og 4 sinnum í 2. sæti 152 leikir (141), 8 mörk FH með Frey: 77% stiga í húsi þegar Freyr spilar. FH án Freys: 51% stiga í húsi þegar Freyr spilar ekki. Ert þú fædd/fæddur 1952? gekkst þú í Lækjarskóla og/eða Flensborg? Ef svarið er já, þá átt þú heima í hópnum okkar. Við ætlum að hittast í Skútunni 19. október kl. 20.30 og fagna 60 ára afmælisárinu okkar. Léttar veitingar. Aðgangur kr. 3.000. - sem greiðast inn á reikning nr. 0545-14-403712, kt. 230452-2029. Steinunn. Makar velkomnir - sami aðgangseyrir. Nánari upplýsingar gefa Lilja í síma 6640631, Steinunn í síma 8972045 og Þórdís í síma 5552469 Hlökkum til að sjá ykkur. Undirbúningsnefndin. HENSON LAGERSALA Aðeins í fimm daga. fimmtudag 4. o kt. kl. 11-18 - f östudag 5. okt kl. 11-18 - laug ardag 6. okt. k l. 11-16 sunnudag 7. ok t. kl. 13-16 - m ánudag 8. okt. kl. 11-18. Staðsetning: B rautarholti 24 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS HEFST Í KVÖLD KL. 20.55 NÝ ÞÁ TT AR ÖÐ Kvennalandsl. í handbolta Svíþjóð-Ísland 23-16 (13-9) Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 3, Stella Sigurðardóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Ramune Pekarskyte 1 og Hanna G. Stefánsdóttir 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 15 bolta. Meistaradeildin í fótbolta E: Nordsjælland - Chelsea 0-4 0-1 Juan Manuel Mata (33.), 0-2 David Luiz (79.), 0-3 Juan Manuel Mata (82.), 0-4 Ramires (89.) E: Juventus - Shakhtar Donetsk 1-1 Stigin: Chelsea 4, Shakhtar Donetsk 4, Juventus 2, Nordsjælland 0. F: BATE Borisov - Bayern München 3-1 1-0 Aleksandr Pavlov (23.), 2-0 Vitaliy Rodionov (78.), 2-1 Franck Ribery (90.+1), 3-1 Renan (90.+5) F: Valencia - Lille 2-0 1-0 Jonas (38.), 2-0 Jonas (75.) Stigin: BATE 6, Bayern 3, Valencia 3, Lille 0. G: Benfica - Barcelona 0-2 0-1 Alexis Sánchez (6.), 0-2 Cesc Fabregas (56.) G: Spartak Moskva - Celtic 2-3 Stigin: Barcelona 6, Celtic 4, Benfica 1, Spartak 0. H: CFR Cluj - Manchester United 1-2 1-0 Pantelis Kapetanos (14.), 1-1 Robin van Persie (29.), 1-2 Robin van Persie (49.) H: Galatasaray - Braga 0-2 Stigin: United 6, Cluj 3, Braga 3, Galatasaray 0. ÚRSLITIN Í GÆR FREYR BJARNASON Sést með uppskeru síðustu tíu tímabila; sex gull og fjögur silfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Tíu tímabil í röð í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Freyr Bjarnason hefur verið í stóru hlutverki í FH-liðinu undanfarin þrettán ár og á tíu síðustu tímabilum hefur liðið endað í annaðhvort fyrsta eða öðru sæti í deildinni. GÓÐIR SAMAN Wayne Rooney lagði upp mörkin fyrir Robin van Persie. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.