Fréttablaðið - 07.11.2012, Side 25

Fréttablaðið - 07.11.2012, Side 25
| FÓLK | 5FERÐIR Viðurstyggileg kynni af hrikalegum skepnum freista margra. Lonely Planet tók saman lista yfir fimm goðsagnakenndar ófreskjur í Evrópu. ■ Á Íslandi er auðvelt að halda á fund álfa sem búa undir hverjum steini. Ætíð skal umgangast álfa af virðingu. Þeir eru auðreittir til reiði og valda hiklaust slysum og ólukku ef móðgaðir eða særðir. Af sömu ástæðu er tillit til þeirra í framkvæmdum. ■ Varúlfar eru hálfir menn og hálf dýr. Í Lozère í Frakklandi hefur enginn gleymt grimmri og úlfslegri ófreskju sem kölluð var Skepnan frá Gévaudan og hrelldi íbúa Massif Central í Langue- doc-Roussillon-héraði um 1760. Þá sendi Lúðvík XV veiðimann til að fella skepnuna og færa sér til Versala en sendiförin mistókst þegar skyttan gleymdi silfurkúlunum. En ku afkomendur Skepnunnar frá Gévaudan traðka um jarðir í Massif Central. ■ Allir þekkja nornir með beyglað nef en litháíska nornin er sérlega ótuktarleg, stelur hvítvoðungum og leggur banvæna bölvun á fólk. Nornin leynist á Nornahæð (Raganu Kalnas) nærri bænum Juodkrante í Litháen. Í afskekktum skógi er undraland tréútskurðar heiðingja og heyra má gaggandi hlátursrokur norna. ■ Elstu heimildir um blóðsugur eiga sér uppruna í Grikklandi. Þar fer um óheilög hjörð blóðsvolgrandi anda og afturgangna sem bráðnar ekki við sólarupprás heldur hressist allur við. Finna má hættulegan skrílinn í grafreit blóðsuga á Santorini á Grikklandi. ■ Eldspúandi drekar eru nú fáheyrðir í Evrópu en þó býr þar agnarsmár dreki, kallaður Olm. Hans er fyrst getið í feneyskum steinristum sem sýna snáka með vængi, langan búk og fjaðurleg tálkn. Vegna föls litar- hafts er Olm kallaður stundum kallaður mannfiskurinn. Olm-dreka má auðveldlega sjá friðaða í Postojna-hellum Slóveníu. SKRÍMSLA- VEIÐAR ÓGNVEKJANDI Viltu hitta álf, norn, blóðsugu eða dreka? Í Evrópu er enginn hörgull á yfirnáttúru- legum skepnum, svo lengi sem þú veist hvar á að leita. Í fimmtíu ár hefur þessi tilbúni njósnari, gerður eftir bókum Sir Ians Fleming, ferðast um allan heim, meira að segja tvisvar til Ís- lands í kvikmyndunum A View to a Kill og Die Another Day. Sagt er að hann hafi heimsótt fimmtíu lönd og komið nokkrum sinnum til margra þeirra. Í fyrstu myndinni, Dr. No, fer Bond til Jamaíku en höfundurinn, Fleming, dvaldist þar mikið. Bond fer síðan til S-Afríku í Diamonds Are Forever og til Svalbarða í Die Another Day. Hann hefur því ferðast frá suðri til norðurs í þessum frægu myndum. Sagt er að miðað við þau fimmtíu lönd sem Bond hefur heimsótt, sum oftar en önnur, sé vegalengdin komin hálfa leið til tunglsins og nokkrar ferðir umhverfis jörðina. Samkvæmt þessu ætti hann því að vera öflugur vildarpunktasafnari. Mjög skemmtileg landakort hefur verið gert um ferðalög njósnarans um allan heim en það má skoða á vefsíðunni Huffingtonpost.ca. Þar má einnig sjá verðmæti þeirra bíla sem James Bond ekur og hversu marga Martini-drykki hann hefur sett ofan í sig. Í nýjustu myndinni, Skyfall, fer Bond til Istanbúl, Sjanghæ og Glencoe í Skotlandi. Hann kemur að sjálfsögðu líka við í London, enda í þjónustu drottningar. Margir þeirra staða sem Bond hefur komið til í myndunum hafa orðið frægir ferða- mannastaðir. ■ elin@365.is FERÐAGARPURINN JAMES BOND UM ALLAN HEIM James Bond er án efa frægasti njósnari í heimi. Hann er jafnframt einhver mesti ferðagarpur sem sögur fara af. VÍÐREIST James Bond (Daniel Craig) við upp- tökur á Skyfall í Istanbul með leik konunum Naomie Harris og Bere- nice Marlohe. Hours: Monday, Tuesday, Wednesday, Friday, 17:30 – 21:50 Registration@ : rektorinn@gmail.com Please send your full name, ID-no and mobile number Course in English for Icelandic Commercial driving licence Duration 24 Oktober 2012 Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur og Júlía Björnsdóttir stjórnmálafræðingur standa fyrir gönguferð um Kreuzberg- hverfið í Berlín miðvikudaginn 14. nóvember. Þar eru söguslóðir skáldsagnanna Jójó og Fyrir Lísu eftir Steinunni. Jójó kom út fyrir síðustu jól og hlaut tilnefningu til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Bókin Fyrir Lísu er nýkomin út og er sjálfstætt framhald hinnar en á Facebook- síðu viðburðarins segir að ekki þurfi að hafa lesið fyrri bókina til að hafa gaman af göngunni. Fyrir Lísu fjallar um Martin Montag. Hann kynntist ungri stúlku, Lísu, þegar hann var læknanemi á geð- deild og hefur aldrei getað gleymt sögu hennar síðan. Dag einn ákveður hann að taka af skarið og hafa uppi á henni en það hrindir af stað atburðarás sem hann missir alla stjórn á. Úr verður reyfari, farsi og harmleikur. Nánar má kynna sér göngu- ferðina og dagskrá hennar á Facebook-síðunni Gönguferð um söguslóðir skáldsagnanna Jójó og Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðar- dóttur og á www.turisti.is. SÖGUSLÓÐIR Í BERLÍN Skáldsögurnar Jójó og Fyrir Lísu gerast í Berlín. Höfundurinn leiðir gönguhóp um sögusvið bókanna á miðvikudaginn kemur. SÖGUR Í BERLÍN Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir gönguferð um söguslóðir tveggja skáldsagna sinna. MYND/HARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.