Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 12
12 12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Vinnustöð fyrir hvaða skrifstofu sem er. Listaverð 179.990 kr. stk. 1-9 tölvur 119.900 kr. stk. 10+ tölvur 109.900 kr. stk. DELL Optiplex 3010 Hagkvæm og áreiðanleg Nánari upplýsingar á www.advania.is/kynningarverd í síma 440 9010 eða í tölvupósti sala@advania.is á góðu verði Öll verð eru með vsk. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Alþingi samþykkti með öllum greidd-um atkvæðum þann 20. mars síðast- liðinn stefnu um eflingu græna hagkerf- isins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrir- tæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausn- ir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líf- tækni og umhverfistækni, vistvæna hönn- un, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðu- neytis vinnur nú að forgangsröðun til- lagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hag- kerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, inn- leiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngu- máta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjár- festingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnu- starfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til „grænk- unar“ fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfis- kröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árun- um 1995 til 2007. Með eflingu græna hag- kerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverf- isvernd og sjálfbærni. Græna hagkerfið á góðri leið N ú eru fimm mánuðir til næstu alþingiskosninga. Fram- boðin eru því farin að leggja drög að atkvæðaveiðum með loforðaflaumi. Sum loforðin eru skynsamleg. Sum kjánaleg. En allt of mörg eru beinleiðis brjáluð. Skattalækkanir eru vel þekkt og aðlaðandi beita á kosningavertíð. Það vilja enda allflestir borga minna hlutfall af launum sínum í samneysluna til að geta eytt meiru í sjálfan sig og sína. Sjálfstæðisflokkurinn, einstakir frambjóðendur hans og alls- kyns fylgihnettir vilja hins vegar „vinda ofan af skattahækkunum ríkisstjórnarinnar“. Það sem vantar upp á þessar tillögur er hvern- ig það eigi þá að brúa gatið sem skapast í rekstri ríkissjóðs með raunhæfum hætti ef þessir viðbótar-tekjustofnar skila allt í einu engu. Neikvæður jöfnuður ríkissjóðs frá árinu 2008 og út næsta ár er nefnilega áætlaður samtals 600 milljarðar. Og gatið er enn að stækka. Á sama tíma kynnir ríkisstjórn- in fjárfestingaáætlun fyrir árin 2013-2015 upp á nokkra tugi millj- arða sem hún hefur ekkert umboð til að hrinda í framkvæmd. Næsta ríkisstjórn verður aldrei bundin af henni. Áætlunina á að fjármagna með veiðigjaldi, sem stærsti stjórnmálaflokkurinn vill afnema komist hann í ríkisstjórn, og sölu á bönkum sem enginn markaður er fyrir eða arðgreiðslum sem ekkert hefur verið ákveðið um hvort eða hvenær verði greiddar út. Nýjasta kosningavetursæðið snýst um mismunandi útfærslur á því að þjóðnýta eignir þrotabúa gömlu bankanna til að endurfjármagna Ísland. Rökin eru þau að við höfum komist upp með að festa fullt af fé útlendinga hérlendis með neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum og því sé okkur ekkert að vanbúnaði að hirða restina. Það verður þó að gera sér grein fyrir því að þessar hugmyndir munu hafa víð- tækar alþjóðlegar afleiðingar. Og það er nokkuð ljóst að sú erlenda fjárfesting sem þarf til að byggja hér upp þekkingarhagkerfið, sem öllum nýmóðins stjórnmálamönnum finnst svo gaman að tala um, kemur ekki hingað ef meiri líkur en minni eru á að fjárfestarnir fái ekki peningana sína til baka. En stærsti uppboðsmarkaðurinn snýst um almennar skuldaniður- fellingar. Fyrsta boð kom frá Framsóknarflokknum, sem ætlar að vaða í 20 prósenta niðurfellinguna í nýrri og dýrari útfærslu. Næsta kom frá Samstöðu sem ætlaði fyrst að búa til einhvers konar pen- ingavél til að láta skuldir hverfa, en hefur síðan tekið upp nýkrónu- stefnu sem í felst stórtæk eignaupptaka. Nýjasta, og hæsta, tilboð kom síðan frá Hægri grænum. Það felur í sér að húsnæðislán verði lækkuð um 44 prósent hið minnsta. Þá byggir Dögun tilveru sína á regnbogaloforðum um skuldaniðurfærslur og einstakir þingmenn gömlu flokkanna hafa einnig talað á svipuðuð nótum. Það minnist hins vegar enginn á hundruð milljarða óumflýjanlegan kostnað ríkis og lífeyrissjóða af þessu brjálæði. Töfralausnapólitík hefur aldrei tröllriðið landanum af jafn miklu offorsi og hún gerir um þessar mundir. Það virðist lenska að lofa undralausn á vandamálum sem er ekki hægt að leysa nema með skynsamlegri langtímanálgun. Þótt stjórnmálamenn veifi sprota og kalli „hókus pókus!“ þá hverfa vandamálin nefnilega ekki. Þvert á móti gætu töfrabrögðin skilið okkur eftir í mun verri málum fái stjórnmálamennirnir sem lofa þeim umboð. Kosningaloforð hafa aldrei verið varasamari: Hókus pókus Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Umhverfis - mál Skúli Helgason Þingmaður Samfylkingarinnar Bæjarfélagakosningin Lúðvík Geirsson lenti, eftir kynja- kvótatilfæringar í fimmta sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi, en hann sóttist eftir öðru sætinu. Lúðvík ritaði á Facebook-síðu sína að umhugsunarefni væri fyrir flokkinn í Kraganum að Hafnfirðingar ættu ekki stuðning í efstu sæti listans, heldur röðuðu sér þar Kópavogsbúar. Nú er trauðla til persónutengdari kosning en prófkjör og því veltir maður því fyrir sér hvort úrslitin hafi frekar endurspeglað hverja Samfylkingarfólk vildi sjá í efstu sætum en hreppamörk. Eflist í andstöðunni? Sigmundur Ernir Rúnarsson reið ekki feitum hesti frá prófkjöri Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi, en hann lenti í fjórða sæti. Sigmundur hefur nokkrum sinnum talað gegn stefnu ríkisstjórnar- innar á kjörtímabilinu. Ætli úrslitin efli hann í þeirri and- stöðu? Strengir stilltir saman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk rúmlega helming atkvæða í fyrsta sæti í próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Raunar mun minna fylgi, ef reikni- reglur hans sjálfs um þá sem sitja heima í kosningum eru brúkaður. Vil- hjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, var sigurvegari prófkjörsins, hreppti þriðja sætið. Það verður áhugavert að sjá þá stilla strengi sína saman eftir hvassa gagnrýni Vilhjálms á viðskiptamenn- ingu síðustu ára. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.