Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 16
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞORSTEINN JÓHANNSSON mjólkurfræðingur, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítala miðvikudaginn 31. október. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir Rut María Pálsdóttir Sigurður Kristinn Pálsson Jóhann Ásgrímur Pálsson tengdabörn og barnabörn. Þarna verður farið í öll helstu grunnat- riði í okkar hefðbundnu ljóðlist og skoð- aðir helstu bragarhættir. Að því búnu fær fólk æfingu í að búa til vísur,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem í kvöld byrjar að kenna á bragfræðinámskeiði á vegum ABC barnahjálpar. Námskeið- ið er óvenjulegt að því leyti að náms- skeiðsgjöldin sem þátttakendur greiða renna óskert til ABC barnahjálpar í Pakistan þar sem þau verða notuð til að koma aftur á skólamáltíðum í grunn- skóla samtakanna. Ragnar Ingi er þekktur hagyrðingur og hefur margsinnis haldið slík nám- skeið áður en aldrei þó á vegum ABC. Hvernig kom það til? „Samtökin aug- lýstu í haust eftir fólki til að halda námskeið í sjálfboðavinnu til styrktar þessu góða málefni og ég stakk þá upp á því að vera með bragfræðinámskeið,“ segir hann. Bragfræðinámsskeiðið er ekki það eina sem Ragnar Ingi leggur af mörkum til fjáröflunar fyrir ABC barnahjálp því hann yrkir einnig vísur eftir pöntun gegn greiðslu sem rennur óskipt til samtakanna. „Við vorum með hagyrðingamót um síðustu helgi í húsnæði samtakanna og þar kváðust menn á og skemmtu sér og svo gátu viðstaddir keypt vísur og ákveðið sjálfir yrkisefnið. Þetta mæltist vel fyrir og ákveðið var að halda áfram með vísnasöluna. Fólk getur sem sagt pantað vísu hjá ABC um hvað sem því sýnist og við hagyrðingarnir sjáum svo um að setja hana saman. Mér finnst upplagt að fólk fari að hvíla sig á blóm- unum þegar það vill gleðja aðra og gefi vísur í staðinn til dæmis í afmælisgjöf eða af hvaða öðru tilefni sem verkast vill.“ Til að gefa fólki nasasjón af kveð- skapnum tekur Ragnar eftirfarandi dæmi sem varð til á umræddu hagyrð- ingamóti: „Hér yrkjum við ljóð og leitum að orðum, létt verður allt þetta kvæðaflan ef vísurnar enda sem brauð á borðum barnanna okkar í Pakistan.“ Námskeiðið verður haldið fjögur kvöld. Í kvöld og annað kvöld og svo aftur mánudags- og þriðjudagskvöld í næstu viku frá klukkan 20 til 21.30 í húsnæði ABC skólans, Súðarvogi 3. Enn er hægt að skrá sig í síma ABC, 419 0990 eða bara mæta á staðinn í kvöld og skrá sig til þátttöku, bretta upp ermar og byrja að yrkja. fridrikab@frettabladid.is RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON: NÁMSKEIÐ OG VÍSUR TIL STYRKTAR ABC BARNAHJÁLP Vísurnar enda sem brauð á borðum barna í Pakistan YRKIR FYRIR ABC Námskeiðssgjöldin á bragfræðinámskeiðinu renna óskipt til ABC barnahjálpar og Ragnar segist ánægður með að geta lagt þessu góða málefni lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 1906 Blaðamannaávarpið sett fram af ritstjórum sex helstu dagblaða á Íslandi. 1944 Þúsund farast þegar þýska skipið Tirpitz sekkur utan við Tromsø í Noregi. 1965 Hvassaleitisskóli er settur í fyrsta skipti. 1967 Flatey á Skjálfanda fer í eyði er síðustu 10 íbúarnir flytj- ast þaðan. Þar höfðu 100 manns búið fáum árum áður. 1991 Íslenska stálfélagið hf. er tekið til gjaldþrotaskipta. 1994 Guðmundur Árni Stefánsson biðst lausnar sem félags- málaráðherra og tekur Rannveig Guðmundsdóttir við embætt- inu. 2011 Silvio Berlusconi segir af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu. KRISTER HENRIKSSON LEIKARI Á AFMÆLI Í DAG. „Ferli mínum er lokið. Ég þarf að finna annað starf sem ögrar mér. Mér hefur dottið í hug að vera með uppistand og segja öllum frá lífi mínu. Sýna hugrekki á sviðinu.“ 66 Hausthefti Skírnis árið 2012 er komið út. Fjölbreytilegt efni er í ritinu að vanda og umfjöllunarefnin spanna ólíka tíma og rúm. Meðal efnis í þessu hefti má nefna grein Einars Kárasonar rithöfundar um höfund Njálu, þar sem hann færir bókmenntaleg rök fyrir kenningu sinni um hver skrifaði þetta meistaraverk íslenskra bókmennta. Nítjánda öldin kemur nokkuð við sögu í heftinu. Ólafur Gíslason listfræðingur varpar nýju ljósi á hina miklu Evrópuferð Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns árið 1832 og Þórir Óskarsson birtir ítar- lega rannsókn á því hvaða bókmenntir voru raunverulega lesnar í skólum á 19. öld. Björn Þorláksson rithöfundur setur gamlan íslenskan hrepparíg á Tröllaskaga í óvænt samhengi og Bryndís Björgvins- dóttir þjóðfræðingur skrifar skemmtilega grein um brandara um konur, þar sem hún fer í saumana á orðræðu og stöðluðum hugmyndum í þessu vinsæla gamanformi. Í heftinu birtist líka nýr ljóðabálkur, Almanakið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund og í mynd- listarþætti Skírnis leggur Ólafur Gíslason til atlögu við myndbandsverk Sigurðar Guðjónssonar vopnaður hugtökum úr smiðju klassískrar fagurfræði og goðsagna. Ritstjóri Skírnis er Páll Valsson og útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Skírnir komið út „Ætli það hafi ekki verið sambland af forvitni og veiði- mennsku sem fékk mig til að mynda nágranna mína,“ segir Alda Lóa Leifsdóttir sem opnaði sýninguna Fólkið á Þórs- götu í Þjóðminjasafni Íslands á laugardaginn með 99 mynd- um af fólkinu á Þórsgötu. Myndirnar eru teknar á árunum 2004 en sjálf flutti hún í götuna árið 1999. „Á árunum 2004- 2007 var ég mikið að vinna heima við hönnun og hafði þörf fyrir að komast út fyrir dyr að líta í kringum mig. Ég fékk lánaða filmuvél Mamyia 67 format og af því filmur eru svo dýrar tók ég fáar myndir af hverri manneskju. Því hafði ég ekki úr miklu að velja. Myndirnar eru bæði teknar úti og inni, að sögn Öldu Lóu. „Ég bý í miðri götunni og hafði minnst fyrir því að mynda fólkið í húsunum í kringum mig en svo dróst meira að ég næði sambandi við fólkið fjær mér,“ segir hún. „Á sýning- unni eru myndir af fólki úr öllum húsunum, þó ekki af öllum íbúum sem hafa búið hér því þær eru teknar á löngu tímabili og fólk hefur dáið eða flutt burt á þeim tíma.“ - gun Forvitni og veiðimennska Bretinn Robert Scott háði kapphlaup við Norðmanninn Roald Amundsen um að verða fyrstur til að komast á suðurpólinn. Scott hafði áður reynt að komast þangað en ekki tekist. Skip Amundsens og Scotts komu til Suður- skautslandsins í janúar 1911. Scott var með vélsleða, smáhesta og hunda til að draga sleða sína en Amundsen hafði eingöngu hunda. Eftir að hafa setið veturinn af sér hófst leiðangur Scotts á suðurpólinn í byrjun nóvember. Hann og fjórir af mönnum hans komust á pólinn 17. janúar 1912. Þar uppgötvuðu þeir sér til sárra vonbrigða að Amund- sen hafði verið á undan þeim, komið fimm vikum áður. „Það versta hefur gerst!“ skrifaði Scott í dagbók sína. Þeir hófu 1.300 kílómetra leið sína til baka tveim dögum seinna. Fyrsti maðurinn lést um miðjan febrúar og sá næsti fór burt frá hópnum í von um að það gæti bjargað þeim sem eftir voru. Scott ritaði síðast í dagbók sína 29. mars og er talinn hafa látist þann dag, síðastur sinna manna. Leitarflokkur úr sveit Scotts fann lík hans 12. nóvember. Hann var álit- inn mikil hetja í heimalandi sínu en síðar var leiðangursstjórn hans gagn- rýnd. Aðalmistök hans eru sögð vera að treysta ekki á að hundarnir einir gætu séð um að draga sleðana. ÞETTA GERÐIST: 12. NÓVEMBER 1912 Lík Roberts Scott kemur í leitirnar NÝR RISTJÓRI Haustheftið er hið fyrsta sem kemur út eftir að Páll Valsson settist í ritstjórastólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRA Sumar myndirnar voru teknar inni í þrengslum lítilla íbúða á Þórsgötunni en aðrar úti við eins og sú sem hér birtist. MYND/ALDA LÓA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.