Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 6
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 VG í SV-kjördæmi 1 Árni Múli Jónas son sem látið hefur af störfum bæjarstjóra á Akranesi fær bæjarstjóralaun í sjö mánuði til viðbótar. Fram að áramótum á Árni að ljúka verkefnum sem hann hafði unnið að. Í fi mm mánuði eft ir áramót fær hann hins vegar laun án þess að þurfa að vinna. Hættur og fær sjö mánaða laun 2 Eignanefnd Fjarða-byggðar hefur áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt hjúkrunar heimili á Eski- fi rði eru átta vikum á eft ir áætlun þrátt fyrir að bætt hafi verið við mönn- um. Gera á verktakanum að fj ölga enn mannskap og vinna upp tapaðan tíma. Kappkostað er að ljúka allri steypuvinnu á meðan veður gefur og byrja að loka húsunum fyrir veðri og vindum svo vinna geti hafi st innandyra. Reka á eftir hjúkrunarheimili 3 „Full ástæða er til að gleðjast þegar svo góður árangur næst,“ segir bæjarráð Hveragerðis sem óskar nemend- um, kennurum og öðrum sem tengjast grunnskólanum í bænum til hamingju með „afb urða árangur“ á samræmdum prófum í grunnskólum í haust. Sem dæmi má nefna að meðaleinkunn fj órðu bekkinga í Hveragerði í íslensku var 8,05 en landsmeðal- talið var 6,9. Grunnskólabörn fá mikið hrós LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER Ráðhúsgangur kl. 13:00 Litfríður – Heklað, prjónað og endurskapað Sigríður Ásta Árnadóttir kynnir bók sína. Stóra prjónabókin Herborg Sigtryggsdóttir kynnir. Ráðhúsgangur kl. 14:00 – 15:00 Súpur allt árið Sigurveig Káradóttir kynnir bók sína og kitlar bragðlauka gesta með smakki. Setustofa, 2. hæð 14:00 – 15:00 Fjölskyldustund fyrir unga sem aldna með barna- og unglingabókahöfundum. Frá Sölku: Anna Heiða Pálsdóttir: Mitt eigið Harmagedón Iðunn Steinsdóttir: Varið ykkur á Valahelli Ráðhúsgangur kl. 16:00 – 18:00 Hárið Theodóra Mjöll, höfundur bókarinnar sýnir gestum og gangandi snjallar greiðslur. Höfundaspjall á Kaffihúsi Ráðhússins kl. 13:30 Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn Sjón ræðir við bandaríska höfundinn Ransom Riggs um bók hans sem setið hefur á metsölulistum. Í þessari óvenjulegu bók gerast óvæntir og óhugnanlegir atburðir sem halda lesandanum í spennu frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Kaffihús kl. 17:00 Ljóðin í bænum Rúsínan í pylsuendanum á Bókamessu er ljóðadagskrá með nokkrum ljóðskáldum. Frá Sölku: Guðrún Hannesdóttir: Teikn SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER STJÓRNMÁL Mikið hefur verið um nýskráningar í Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði í Suðvest- urkjördæmi. Forval fer fram í kjör- dæminu 24. nóvember, en kjörskrá var lokað á miðnætti á miðvikudag. Til að kjósa í forvalinu þarf að vera skráður félagi í flokknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stuðningsmenn Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi og varaþingmanns, hafi verið duglegir að fá fólk til að skrá sig í flokkinn. Ólafur sækist eftir því að leiða listann, en hann skipaði þriðja sæti hans árið 2009. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra vill einnig leiða listann, en hann skipaði annað sætið síðast. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem var í efsta sæti 2009, gefur ekki kost á sér. Samkvæmt upplýsingum frá flokksskrifstofunni voru tæplega 900 á kjörskrá í Kraganum áður en ákvörðun um forval var tekin. Síðan hafa um 300 bæst við og félögum því fjölgað um þriðjung. Alls tóku 738 þátt í forvali flokks- ins árið 2009. Nýskráðir nú eru um 40% af þeim sem tóku þátt í því for- vali. Athygli vekur að mun meira er um nýskráningar í Kraganum en í Reykjavík, þar sem um 200 nýir hafa skráð sig í flokkinn. - kóp Flokksfélögum Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fjölgar um þriðjung: Hart sótt að Ögmundi í Kraganum ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON ÖGMUNDUR JÓNASSON 2009 2012 738 900 1.200 alls 300 Fjöldi sem greiddi atkvæði árið 2009 Nýir Á kjörskrá STJÓRNMÁL Máta þarf við drög að nýrri stjórnarskrá hver yrðu afdrif mála í nýju umhverfi henn- ar. Á málþingi sem deildir laga, stjórnsýslu og stjórnmála í öllum háskólum landsins stóðu fyrir í gær kom fram að framkvæma þyrfti „álagspróf“ á stjórnar- skrárdrögunum sem leiddu í ljós afleiðingar einstakra ákvæða og verkferla sem drögin gera ráð fyrir, auk þess sem Alþingi þyrfti að taka á pólitískum álitamálum. Á fundinum, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík, var rakin vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðingahópsins, sem skilaði niðurstöðum sínum í byrjun vikunnar, og rædd næstu skref. Fram kom í máli Kristrúnar Heimisdóttur, lektors við Háskól- ann á Akureyri, að hún teldi til- lögurnar vega að þingræðinu. „Verið er að blanda saman sviss- nesku beinu lýðræði við einhvers konar bandarískt forsetaræði, að viðbættu einhverju þingræði að þýskri eða sænskri fyrirmynd, sem ég tel ekki vera þingræði,“ sagði hún og lýsti því hvernig hún hefði í vikunni lagt fyrir nemend- ur að finna út hvað gerðist ef fram kæmi frumvarp frá 10 prósentum kosningabærra manna um upp- töku Kanadadollars sem lögeyris hér, líkt og drögin heimiluðu. Sagði hún vanta allar ráðlegg- ingar um hvernig haga ætti þing- legri meðferð málsins og gagnrýni um leið á ákvæði um að Alþingi skyldi leggja fram frumvarp til málamiðlunar, yrði hinu hafnað. „Alþingi er þverskurður þjóðar- innar og gæti aldrei komið fram sem heild um átakamál.“ Niðurstaðan hafi verið að engin af stærri álitamálum almennrar þjóðmálaumræðu síðustu miss- era gætu á grunni stjórnarskrár- draganna ratað í gegnum íslenskt stjórnkerfi. „Þetta yrðu endaleys- ur og óskiljanlegir völundarhúsa- gangar sem tækju við ef þetta nýja kerfi yrði að veruleika.“ Álagsprófa þyrfti kerfið líkt og stjórnlaganefnd hefði raunar farið fram á við Alþingi, án þess að því hefði verið komið í verk. Undir þetta tók Bryndís Hlöð- versdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, sem um leið kvað nauð- synlegt að alþingismenn tækju á pólitískum álitamálum í drögun- um. „Við hljótum öll að vilja átta okkur á hvað þessar breyting- ar hafa í för með sér áður en við keyrum þær í gegn,“ sagði hún og fagnaði því um leið að ákveð- ið hefði verið að leita umsagnar Feneyjanefndarinnar svokölluðu á frumvarpsdrögunum. Frumvarp- ið var afgreitt úr nefnd á fimmtu- dag og verður tekið til umræðu á Alþingi næsta þriðjudag. olikr@frettabladid.is Álagsprófa þarf nýju stjórnarskrárdrögin Enn er langt í land við að sníða vankanta af drögum að nýrri stjórnarskrá að því er fram kom á málþingi sem háskólarnir stóðu fyrir í gær. Kanna þyrfti hvernig málum myndi reiða af í umhverfi nýrrar stjórnarskrár og ljúka pólitískri umræðu. HÚSFYLLIR Páll Þórhallsson, talsmaður sérfræðingahóps sem fór yfir drög að stjórnarskrá, var málshefjandi á þingi um næstu skref í HR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 2 3 LANDIÐ Alþingi er þverskurður þjóðarinnar og gæti aldrei komið fram sem heild um átakamál. Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.