Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 12
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÍSRAEL, AP „Aðgerðirnar munu halda áfram þangað til markmiði okkar er náð,“ sagði talsmað- ur ísraelska hersins í viðtali við breska útvarpið BBC. Ísraelar segja markmið árás- anna vera að tryggja öryggi Ísra- ela sem búa í grennd við Gasa- strönd og hafa árum saman búið við flugskeytasendingar frá her- skáum Palestínumönnum á Gasa- strönd, sem stundum hafa valdið tjóni og kostað mannslíf. Árásir Ísraela höfðu seint í gær kostað á þriðja tug manna lífið frá því þær hófust á miðvikudag. Ell- efu þeirra eru almennir borgar- ar, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasaströnd. Síðan árásir Ísraela hófust hafa hins vegar Palestínumenn skot- ið sprengjuflaugum bæði á Tel Aviv og á Jerúsalem, og er þetta í fyrsta sinn sem þeir ná að skjóta sprengju á Jerúsalemborg. Hún kom þó niður á auðu svæði og olli engu tjóni. Þrír Ísraelar hafa látið lífið af völdum sprengjuflauga frá Gasa síðan Ísraelar hófu árásir sínar. Ísraelsher hafði kallað út 16 þúsund manna varalið og flutt mikinn herafla að landamærum Gasastrandar, í greinilegum und- irbúningi undir innrás á landi. Ísraelsher segist búinn undir langvarandi hernað, ef þörf kref- ur. Annars héldu Ísraelar áfram loftárásum sínum á Gasa í gær, og Palestínumenn héldu sömuleiðis áfram að skjóta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Hvorki Palestínumenn né Ísra- elar stóðu við áform um stutt vopnahlé meðan Heshan Kandil, forsætisráðherra Egyptalands, væri í heimsókn á Gasaströnd. Ísraelar segja að frá árinu 2000 hafi Palestínumenn á Gasaströnd skotið meira en 12 þúsundum flug- skeyta yfir landamærin til Ísra- els. Sjaldnast hitta þau í mark, enda frumstæð að gerð og yfir- leitt ekki með neinn miðunarbún- að heldur aðeins skotið í áttina að Ísrael. Þessar árásir hafa engu að síður kostað tugi manna lífið og nokkur hundruð manna hafa hlot- ið misalvarleg meiðsli. gudsteinn@frettabladid.is Aðgerðirnar munu halda áfram þangað til markmiði okkar er náð talsmaður ísraelska hersins STJÓRNMÁL Kjörstjórn Samfylking- arinnar í Reykjavík hefur ákveð- ið að 150 nýir félagar í Jafnað- armannafélaginu Rósinni skuli teknir af kjörskrá. Ekki barst staðfesting á skráningu þeirra í félagið. Úrskurðarnefnd flokks- ins hefur staðfest ákvörðun kjör- stjórnar. Kjörskráin var afhent fram- bjóðendum á mánudag og skráð- ir félagar fengu send kynningar- gögn. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjölmargar athugasemd- ir hafi hins vegar borist til kjör- stjórnar frá fólki sem kannaðist ekki við að vera skráð í félagið. „Kjörstjórn sá sig tilknúna til að taka þetta fólk af kjörskrá þar sem aðild þeirra fékkst ekki stað- fest,“ segir Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar. Birgir Dýrfjörð, formaður Rós- arinnar, segir þetta svívirðilega framkomu. Hann hafi leitað eftir því við Stefán á mánudag hvort hann þyrfti að senda inn staðfest- ingar á nýskráningunum en verið sagt að þess gerðist ekki þörf. Búið væri að samþykkja kjörskrá og senda út eftir henni. Honum hafi síðan verið gefinn nokkurra tíma frestur til þess á fimmtudag. „Ég geri engar athugasemdir við að vera krafinn um staðfest- ingar. Ég leitaði eftir upplýsingum um það á mánudag, en var sagt að þess þyrfti ekki. Það er svívirði- leg framkoma og þannig getur fólk ekki hagað sér. Það er verið að leiða okkur í gildru, hverjir sem hafa lagt á ráðin um það.“ - kóp 150 nýir félagar Rósarinnar teknir af kjörskrá fyrir prófkjör Samfylkingar: „Verið að leiða okkur í gildru“ STEFÁN BENEDIKTSSON BIRGIR DÝRFJÖRÐ Ísraelar búnir undir langvarandi hernað Ísraelar héldu loftárásum sínum áfram á Gasaströnd í gær og landherinn var í viðbragðsstöðu við landamærin. Herskáir Palestínumenn hafa í fyrsta sinn skotið sprengjuflaug á Jerúsalem, en hún kom niður á auðu svæði og olli engu tjóni. BJUGGU SIG UNDIR INNRÁS Ísraelski landherinn var kominn með stóran herafla að landamærum Gasastrandar í gær. Sextán þúsund varaliðar voru kallaðir út. NORDICPHOTOS/AFP „Það er sérlega óhugnanlegt að í svona grimmdarstríði skuli ein helsta ástæða þessara árása núna vera kosningahagsmunir Netanjahús og félaga,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður samtakanna Ísland-Palestína, og minnir á að kosningar verða haldnar í Ísrael eftir rúma tvo mánuði. „Svo virðist þetta líka snúast um að Palestína er þessar vikurnar að berjast fyrir fullveldi sínu og leita öðru sinni til Sameinuðu þjóðanna. Það eru ekki nema tvær vikur í atkvæðagreiðsluna í allsherjarþinginu. Þeir eru að vonast til að geta leikið sama leikinn og hér á landi í fyrra þegar við lýstum yfir stuðningi við sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember, alþjóð- legum samstöðudegi með Palestínu, sem er sögulegur dagur.“ Kosningahagsmunir Netanjahús í húfi VATNSENDI Deilan um eignarhald Vatnsendalandsins hefur staðið í 46 ár. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að eignarhald jarðarinnar Vatnsenda skuli ganga inn í dánarbú Sigurðar Hjaltested sem lést fyrir 46 árum. Ekkja og afkomendur Sigurðar Hjaltested hafa deilt um Vatnsenda allar götur frá því hann lést. Vatnsendi er ein verðmætasta jörð lands- ins, ekki síst vegna eignarnáms Kópavogsbæjar sem á þar mikla hags- muni með byggingarlóðir. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að þrátt fyrir að út frá því sé gengið í áður gengnum dómum Hæstaréttar að Vatnsendi hafi fylgt ábúðar- og afnotaréttinum þá hafi það ekki verið stutt rökum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir of snemmt að segja til um áhrif úrskurðarins í gær á stöðu bæjarins. - gar Ný staða eftir úrskurð héraðsdóms í deilu á Vatnsenda: Milljarðaeign gangi í dánarbú MATVÆLI Ginger innkallar allt Veitingasalan Ginger ehf. hefur, í sam- ráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði allar vörur sínar. Ástæða innköllunarinnar er sú að maturinn gæti innihaldið ómerkta ofnæmis- og óþolsvalda. JAPAN Þingið sent heim Yoshiko Noda, forsætisráðherra Japans, rauf þing í gær og boðaði til kosninga 16. desember. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarflokkur hans eigi litla möguleika á sigri. Mestar líkur virðast á veikri samsteypustjórn hægri flokka. MENNING Hannes Pétursson, ljóð- skáld og rithöfundur, var sæmdur verðlaunum Jónasar Hallgríms- sonar í gær, á degi íslenskr- ar tungu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, afhenti Hannesi verðlaun- in við athöfn í Álftanesskóla. Hannes fæddist á Sauðárkróki árið 1931. Hann gaf út sína fyrstu bók, Kvæðabók, árið 1955 og hefur verið talinn í hópi fremstu skálda þjóðarinnar. Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar eru veitt á degi íslenskr- ar tungu, 16. nóvember, ár hvert. Þau skal, reglum samkvæmt, veita „einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar“. Hannes fær í verðlaun 700 þús- und krónur, ritið Íslenska fugla eftir Benedikt Gröndal og skraut- ritað verðlaunaskjal. Íslands- banki veitir verðlaunaféð. - þj Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt á Degi íslenskrar tungu: Hannes fékk Jónasarverðlaunin VERÐLAUNAÐUR Hannes Pétursson skáld tók á móti Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr höndum Mennta- og menningarmálaráðherra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.