Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 16
17. nóvember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S veitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suð- vesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári. Þannig hefur Seltjarnarnes samþykkt fjárhagsáætlun sem kveður á um að útsvar íbúanna lækki úr 14,18% í 13,66%. Í Grindavík á að lækka útsvarið úr 14,48%, sem er leyfilegt hámarksútsvar, í 14,38%. Í Kópavogi hefur meirihluti bæjar- stjórnar tilkynnt áform um að lækka fasteignagjöld, vatns- skatt og sorphirðugjald. Í flestum tilvikum munar skattgreiðendur ekki stórkost- lega um þessar gjaldalækk- anir, en þær eru samt mikil- vægt fagnaðarefni, vegna þess að þær eru til merkis um að nú sjái hugsanlega fyrir endann á þeirri skattahækkanahrinu ríkis og sveitarfélaga, sem hefur verið samfelld frá hruni. Þannig lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, áherzlu á það í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að sleginn væri nýr tónn. Frekari skattalækkana væri að vænta á næstu árum. Seltjarnarnes og Grindavík standa vel miðað við mörg önnur sveitarfélög og skulda ekki mikið. Kópavogur skuldar á þessu ári nærri 2,5-faldar rekstrartekjurnar, en stefnir í að koma skuldunum í rúmlega 200% af tekjunum á næsta ári. Auðvelda leiðin í þeirri stöðu er að skrúfa skattana í botn og láta íbúana súpa seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ára. Það er þess vegna virðingarvert að meirihluti bæjarstjórnarinnar skuli fremur kjósa aðhald í rekstrinum. Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs segir það „sýndar- lækkun“ að lækka fasteignaskatta, af því að fasteignamat hafi hækkað og því fórni bærinn í raun ekki tekjum. Það er rétt eins langt og það nær, en þá ber líka að hafa í huga að mörg sveitarfélög, þar sem fasteignamat hefur hækkað, breyta ekki skattprósentunni og þiggja bara að fleiri krónur komi í kassann. Svo er það áhugaverð umræða hvort tekjur tapist með skattalækkunum. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grinda- víkur, sagði í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunni frá því að hann nýtti skattalækkunaráformin til að reyna að fjölga íbúum í bænum. Hann gengi til dæmis á milli báta í höfninni og kynnti bæinn fyrir sjómönnum. Það hefði þegar borið þann árangur að nokkrir hefðu flutt heimili sitt til Grindavíkur. Í ljósi þess að sjómenn eru meira en meðalmenn í launum, er það heilmikil búbót fyrir lítið sveitarfélag. Heilbrigð skattasamkeppni á milli sveitarfélaga er af hinu góða. Vonandi leiðir þessi viðleitni þriggja sveitarfélaga til þess að önnur sjái sér líka hag í því að lækka skatta og vanda sig við reksturinn. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Áhugaleysi er það sem lesa má úr stöðunni eftir prófkjör Sjálfstæðis-flokksins og Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi um síðustu helgi. Það rímar við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrármálið þar sem hvor- ugum flokknum tókst að höfða til meirihluta kjósenda. Ríkisstjórn- in hefur brugðist vonum kjósenda og stjórnarandstaðan hefur ekki náð að vekja nýjar vonir. Athyglisvert er að þátttakan í prófkjöri Samfylkingarinnar er til muna lakari en hjá Sjálfstæð- isflokknum þrátt fyrir skarpari hugmyndafræðileg átök sem þar áttu sér stað og lutu að fram- tíðar forystu hennar. Þau átök stafa af því að Samfylking- in hefur breyst býsna hratt í vinstri sósíal- istaflokk. Jóhanna Sigurðardóttir hafði afl til að víkja tveimur af þremur frjálslyndum ráðherrum flokks- ins úr ríkisstjórn og nýtti sér það. Hitt er að óhyggilegt getur verið að beita meirihlutavaldi með þess- um hætti. Prófkjörið sýndi að oft er það svo að skamma stund verð- ur hönd höggi fegin. Margt bendir til að ósveigjan- leiki Jóhönnu Sigurðardóttur hafi hjálpað frjálslyndari armi flokks- ins, undir forystu Árna Páls Árna- sonar, að ná vopnum sínum á ný. Frambjóðendur hans urðu einnig hlutskarpari í Norðausturkjör- dæmi. Það gæti þýtt að Samfylk- ingin sveigðist aftur inn á braut nútímalegrar jafnaðarstefnu. Fari svo er ekki útilokað að ná megi betra jafnvægi í pólitíkina á nýju kjörtímabili. Hugmyndabar- áttunni innan Samfylkingarinnar er þó ekki lokið og eftir á að koma í ljós hversu víðsýna afstöðu Sjálf- stæðisflokkurinn tekur. Skamma stund verður hönd höggi fegin Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var ekki með sama hætti tek-ist á um hugmyndafræði. Eigi að síður má lesa ákveðin skilaboð úr niðurstöðum þess. Sérstaklega á það við átökin um annað sætið þar sem Ragnheiður Ríkharðs- dóttir fór með sigur af hólmi. Það er ekki rétt að eigna Evr- ópusinnum þann árangur. En hitt er athyglisvert að afstaða hennar í þeim efnum skemmdi ekki fyrir. Það sem máli skiptir í þessu samhengi er að Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir hefur tekið við merki Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur sem fulltrúi þeirra sem standa næst miðjunni. Eðlilegt er því að túlka það traust sem hún fékk sem ósk stuðningsmanna flokksins um breidd og víðsýni. Því má segja að í Sjálfstæðis- flokknum eins og Samfylking- unni hafi þau sjónarmið verið sterkust sem kalla á breiðara pólitískt samstarf. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með eigin árangur. Enginn formaður hefur tekið við jafn erfiðu verkefni. Örlög hans voru að axla þungann af uppgjöri kjósenda við arfleifð langrar stjórnarsetu. Pólitískar rætur vonbrigð- anna virðast þó einkum liggja í tveimur atvikum. Annað er að landsfundur ákvað með hlátra- sköllum að henda út í hafsauga endurreisnarskýrslunni sem Geir Haarde lét vinna. Hún var alvöru tilraun til að gera upp við fortíðina og leggja grunn að framtíðarsýn. Það hefur háð nýjum formanni að hafa ekki þá málefnaundirstöðu. Hitt er að ýmsir samherjar for- mannsins brugðu fyrir hann fæti þegar hann beitti sér fyrir lausn Icesave-málsins. Niðurstaða þess er enn í uppnámi. Einmitt það sýnir að sú varfærnisleið sem formaðurinn vildi var skyn- samleg og ábyrg út frá íslensk- um hagsmunum. Um leið bar hún vott um raunverulega sáttahæfi- leika. Krafa um meiri breidd Í Silfri Egils var á það bent að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hafi þeir náð bestum árangri sem mest lögðu af mörkum í málefnalegri hug- myndasmíð með greinaskrifum og jafnvel bókaútgáfu. Vissulega má segja að pólitísk rökræða hafi þar verið virt að verðleikum. Í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík má einnig greina átakalínur af þessu tagi þótt með öðrum hætti sé. Þetta er eink- um áberandi í einvíginu um fyrsta sætið. Illugi Gunnarsson, sem er í fyrsta sæti í Reykjavík norður, hefur gert meir en aðrir þing- menn flokksins í því að brjóta mál til mergjar á hugmyndafræðileg- um grundvelli í greinum og fyr- irlestrum, hvort heldur er á sviði menntunar eða efnahagsstjórn- unar. Hanna Birna Kristjánsdótt- ir, fyrrum borgarstjóri, er algjör andstæða. Hún stendur fyrir ein- föld skilaboð fremur en djúpar rökræður. Eigi að síður var það mat manna í Silfri Egils að hún stæði best að vígi. Hún á til að mynda enga aðra erfiða fortíð í pólitík en að hafa skil- ið skuldavanda Orkuveitunnar eftir til úrlausnar fyrir Besta flokkinn. Stefna Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar er að sönnu ólík. En fróðlegt verður að sjá hvort flokkarnir lúta einnig að þessu leyti mismunandi lögmálum. Hvaða gildi hefur pólitísk rökræða? Sjálfstæðismenn! Verið velkomnir á opnun kosninga- skrifstofu Sigríðar Á. Andersen, laugar- daginn 17. nóv. kl. 15 við Síðumúla 28. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK 24. NÓVEMBER 2012 Sigríður Á. Andersen 3.–4. sæti www.sigridur.is Þrjú sveitarfélög ætla að lækka skatta: Sér fyrir enda skattahækkana?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.