Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 18
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér rit um skatta- mál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?“ Eins og tit- illinn gefur til kynna þá eru áhyggjur SA af skattastefnu stjórnvalda þó nokkrar. Samt er það svo að skattar á fyrirtæki og fjármagn eru hér með lægra móti miðað við önnur lönd í Evrópu þannig að ritið og barlóm- urinn henta illa til útflutn- ings. Í ritinu er enginn skortur á hugmyndum um hvernig draga skuli úr skattlagn- ingu fyrirtækja og efnafólks. Þetta vekur spurningar um hvort Samtök atvinnulífsins geri sér takmark- aða eða alls enga grein fyrir þeim veruleika sem menn standa frammi og hafa staðið frammi fyrir í ríkis- fjármálum. Ég tel ekki vanþörf á að ræða nú áður en kosningabarátta fer í hönd fyrir alþingiskosningar hvort það sé Samtökum atvinnulífs- ins fyllilega sæmandi að fjalla um ríkisfjármál af slíkri léttúð. Ættu ekki slíkir aðilar að tala af ábyrgð, horfast í augu við að skuldir dags- ins í dag verða að sköttum morgun- dagsins? Hallinn að hverfa Fyrst nokkur orð um afkomu ríkis- sjóðs og verkefnið sem núverandi ríkisstjórn, og ekki síst undirrit- aður sem fjármálaráðherra áranna 2009-2011, stóð frammi fyrir. Eins og sést á myndinni hefur halli rík- issjóðs minnkað hröðum skrefum undanfarin ár og verður að mestu horfinn 2013. Til að ná þessum árangri hefur verið beitt blandaðri aðferð tekjuöflunar og niðurskurð- ar í umfangsmiklum aðgerðum. Ekki er allur munur á vægi tekjuöflunar og niðurskurð- ar í aðgerðunum enda vant- ar nú ekki að mörgum hafi þótt nóg um umfang niður- skurðarins. Erfitt er að ráða annað af hugmyndum SA en að niðurskurðurinn hefði átt að vera miklu meiri eða þá að honum eigi að halda áfram af fullum krafti næstu ár þannig að hægt sé að lækka aftur skatta. En ef litið er til þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum er ljóst að aðgerð- irnar eru að ná tilgangi sínum sem er að gera ríkisfjármálin sjálfbær. Frumvarp til fjárlaga fyrir 2013 gerir ráð fyrir aðeins 0,3% halla miðað við verga landsframleiðslu (VLF). Hrakspár um að skatttekjur muni ekki skila sér vegna ofskatt- lagningar hafa afsannast eins og best sést á því að tekjur ríkissjóðs eru að aukast umtalsvert á árinu frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Þessi blandaða leið hefur heldur ekki kæft hagvöxt eins og margir spáðu að myndi gerast. Eins og ekki verður um deilt er hagvöxtur meiri hér á Íslandi tvö ár í röð en í vel- flestum Evrópu- eða OECD-löndum þrátt fyrir efnahagshrun hér árið 2008 sem á sér vart fordæmi. Ábyrg ríkisfjármál Í ljósi tillagna SA er ekki úr vegi að spyrja: ● Eru SA ekki sammála því að það sé lífsspursmál fyrir Ísland að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og helst fara að reka ríkissjóð með nokkr- um og vaxandi afgangi eftir 2014 til að grynnka á skuldum? ● Eru SA ekki sammála því að þetta sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta? ● Eru SA ekki sammála því að þetta sé nauðsynlegt til að láns- hæfismat landsins fari batnandi og aðgangur fleiri aðila en ríkis- sjóðs að erlendum lánamörkuð- um komist í eðlilegt horf? ● Óttast SA ekki eins og undirrit- aður hættuna á óábyrgum yfir- boðum í kosningabaráttunni? ● Eru SA ekki sammála því að sjálfbær ríkisfjármál séu ein af mikilvægum forsendum batn- andi lífskjara og betri framtíðar fyrir landsmenn? Mitt svar er já við öllum spurn- ingunum. Það væri hreint óráð að setja þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum í hættu og því verður ekki trúað að það verði gert. Nægar fórnir hefur það kost- að að komast þangað sem við erum komin þó það bætist ekki við að þær verði til einskis á altari þröngra sér- hagsmuna eða pólitísks lýðskrums. ➜ Hrakspár um að skatt- tekjur muni ekki skila sér vegna ofskattlagningar hafa afsannast … Ábyrgð eða óráð! SKATTAR Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra Hernámsveldið hefur opnað gáttir eigin vítis.“ Essedine el Kassam-herdeild Hamas-sam- takanna í Palestínu hótaði grimmilegum hefndum eft ir að Ísraelsher gerði tugi loft árása á Gasa á miðvikudag. „Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri ætlar ekki að láta slitastjórnir föllnu bankanna komast upp með neitt múður við nauðasamninga. „Ég gerði þetta af minni eigin sannfæringu um að þetta yrði skemmtilegt.“ Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur legið undir ámæli í vikunni fyrir rasisma vegna Tongs Monitor, asísks hugarfósturs síns. Halli ríkissjóðs í milljörðum króna 2008 2009 2010 2011 2012E 216,0 139,3 123,3 89,4 26,0 Heimild: Ríkisreikningur, Fjárlög 2012 UMMÆLI VIKUNNAR ORÐ VIKUNNAR 10.11.2012 ➜ 16.11.2012 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orkusviðs Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs. Hilton Reykjavík Nordica 21.11. kl. 14-16 Arður í orku framtíðar Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum ræðum við framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar. Skráning á www.landsvirkjun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.