Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 24

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 24
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR Sigurður Ragnar Eyjólfs- son landsliðsþjálfari Þjálfar markmenn „Ég verð með markmanns- þjálfaranámskeið alla helgina sem er byrjunin á átta mánaða námskeiði til að efla markmannsþjálfun á Íslandi.“ HELGIN Andrea Gylfadóttir söngkona Hvíld alla helgina „Það var rosaleg törn að undirbúa tónleika Todmobile í Hörpu í gær. Nú þegar þeir eru búnir ætla ég að hvíla mig alla helgina.“ Ásgeir Kolbeinsson fjöl- miðla- og veitingamaður Fer á Fitness-keppni „Ég verð í Háskólabíói í dag að hvetja systur mína og frænku til dáða í Fitness- keppninni. Á morgun ætla ég svo jafnvel í Bláa lónið.“ Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona Spilar til styrktar Sunnu Valdísi „Ég er að fara að spila á styrktarmarkaði á Hótel Reykjavík Natura í dag klukkan eitt. Þar er verið að safna fyrir litla stelpu sem heitir Sunna Valdís og er með sjaldgæfan sjúkdóm. Á morgun er ég að spila og kynna Vögguvísna-plötuna mína á bókamessu í Ráðhúsinu. Þess á milli ætla ég að njóta lífsins og snjósins með manninum mínum og fimm mánaða dóttur.“ Fleiri karlar en konur senda frá sér skáldverk (skáldsögur, smásögur og nóvellur) í ár samkvæmt nýútkomnum Bókatíðindum. Karlar eru höfundar 63 prósenta skáldverka en konur 37 prósenta. Þegar litið er til frumortra ljóðabóka er munurinn enn meiri körlun- um í hag. Þar munar ekki síst um hversu drjúgur karlpeningurinn er í sjálfsútgáfu. Konur eru í meirihluta þeirra sem senda frá sér frumsamdar barna- og unglingabækur en munurinn er þó ekki yfirgnæfandi. Þar munar einnig mikið um sjálfsútgáfu og eru dæmi um fleiri en einn karlkyns höfund sem senda frá sér allt að þrjár frumsamdar barnasögur á árinu. Samanlagður munur milli kynja í þessum þremur flokkum eru 78 bækur eftir karla á móti 55 bókum kvenna. Það þýðir að á móti hverjum þremur karlkyns höfundum senda tvær konur frá sér bók í ár. Alls eru 842 titlar skráðir í Bókatíðindi í ár sem er metfjöldi, titlarnir voru 757 í fyrra. Munar þar mest um það að margar bækur er nú gefnar út á fleiri en einu formi. - bs Tveir kvenhöfundar á móti hverjum þremur körlum Rýnt í kynjahlutföll höfunda skáldverka í nýútkomnum Bókatíðindum. Mest hallar á konur í útgefnum ljóðabókum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frumútgefi n skáldverk (skáldsögur, smásögur, nóvellur) á árinu: Frumsamin ljóð Barna og unglingabækur Frumsamdar íslenskar Alls karlar 76 (58%) konur: 55 (42%) ➜ Karlar og konur í Bókatíðindum Bókatíðindi eru ekki tæmandi skráning fyrir útgáfu ársins. KARLAR KARLAR KARLAR KONUR KONUR KONUR 21 (37%) 5 (20%) 29 (56%) 22 (44%) 20 (80%) 36 (63%) Í fyrsta lagi Greta, er Eurovision-lagið á plötunni? Já, það er á plötunni. Okkur á alltaf eftir að þykja vænt um Never forget og frábært að fá svona stökkpall. Við nýttum okkur hann svo til að gera enn þá stærri, nýrri og ferskari hluti á þessari plötu. Þú talar um okkur? Já, okkur Þorvald Bjarna. Við unnum plöt- una alla saman en ég samdi öll lög og texta. Er platan öll í anda Never Forget? Nei, síður en svo. Við ákváðum að fara í allt aðra átt og ég lokaði mig af í lok sumars og í haust til að sökkva mér ofan í það. Það er rosalega mikil tónlist á henni ef hægt er að segja það. Hún spannar í raun allt litrófið í tónlist. Við vildum láta þetta hljóma mjúkt en á sama tíma hart. Það er smá Florence and the Machine-fílingur í henni á köflum og svo alveg yfir í minimalíska og angur- væra tónlist þar sem er jafnvel bara píanó og rödd. Færðu aðstoð við flutninginn á plötunni? Jónsi syngur auðvitað í Never Forget. Svo erum við með stúlknakór úr kórnum Hljómeyki og bakraddakór sem saman- stendur af rosalega öflugum einstakling- um, Eyþóri Inga, Pétri Erni, Ernu Hrönn og Ölmu Rut. Svo syng ég líka bakraddir. Áttu þér eitthvað uppáhaldslag á plötunni? Já, þau eru í rauninni tvö. Annars vegar er það titillagið In the Silence sem er stórt og mikið og svo lagið A Thousand more Good- byes sem er rólegt og einfalt. Þau eru rosa- lega ólík sem lýsir kannski bara andstæðun- um í mér og á plötunni. Árið hefur verið mjög ævintýralegt hjá þér og þú endar það á að syngja í Frostrósum. Bjóstu við þessu í upphafi árs? Nei, alls ekki. Þetta er er búið að vera alveg æðislegt ár og fullkomið að fá að enda það svona. Er öll Evrópa að bíða? Ég veit nú ekki með alla Evrópu en það er alveg fullt af fólki úti um allt sem fylgist með keppendunum eftir að keppninni lýkur. Það eru því einhverjir sem eru að bíða og það er alveg frábært. Platan er að mestu á ensku svo hún höfðar vissulega til fólks víðar en bara hér á landi. Og hvað er svo fram undan 2013? Það má Guð vita. Ég ætla að halda áfram að fylgja plötunni eftir og stefni á að halda útgáfutónleika eftir áramót. Svo verð ég á fullu að syngja og spila úti um allt. Lífið mitt snýst bara um tónlistina og auðvitað Cross- fit. Ég var einmitt að ljúka við æfingu rétt í þessu og er á leiðinni heim að hljómborðinu. NÆLDI MÉR Í EINN HÁVAXINN Greta Salóme Stefánsdóttir gaf út plötuna In the Silence í gær. Hún samdi sjálf öll lög og alla texta á plötunni sem hún segir spanna allt litrófið í tónlist. 2012 hefur verið viðburðaríkt ár. Greta Salóme er 26 ára gömul. Hún út- skrifaðist með mastersgráðu í tónlist frá Listaháskóla Íslands í vor og fékk 9 í einkunn fyrir lokaverkefnið sitt. Hún er í sambúð með Elvari Þór Karlssyni og eru þau búin að vera saman í tæp tvö ár. „Hann var að þjálfa mig í Boot Camp þar sem hann er meðeigandi og rekur Crossfit-stöðina svo við æfum saman á hverjum degi. Hann er rosalega duglegur að hvetja mig áfram á sama tíma og hann heldur mér á jörðinni,“ segir Greta. Greta Salóme er aðeins 1,56 metrar á hæð og segist vera af lágvöxnu fólki komin. „Systir mín er meira að segja minni en ég,“ segir hún en hún á eina yngri systur, Sunnu Rán. „Þetta er samt allt í lagi. Ég nældi mér í einn hávaxinn svo ætli þetta jafnist ekki út og börnin okkar verði í meðalhæð,“ segir hún og hlær. Hún segir smæðina þó aldrei hafa hamlað sér í lífinu. „Ég er svo risastór að innan. Ég man samt eftir einu atviki sem þetta snart mig illa. Það var þegar ég fór á fyrsta skóladaginn minn og kom grátandi heim því ég átti minnstu skóna,“ rifjar hún upp og hlær. Hún notar skó númer 35 og segist oft eiga í vandræðum með að finna sér skó sem passa. „Ég hef aldrei keypt mér jafn mikið af skóm og þegar ég fór til Kína. Þá komst ég í algjört skó-himnaríki,“ segir hún kát. - trs 1,56 METRAR Á HÆÐ OG NOTAR SKÓ NÚMER 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.