Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 26

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 26
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Tveir aðskildir hópar En hvernig leið þér með að flytjast til Íslands? „Ég vildi ekkert flytja hingað, fylgdi bara með foreldrum mínum eins og eitthvert viðhengi. Og fyrsta sumarið var mjög erfitt. Við komum hingað í júní en það var samt alveg hræðilega kalt. Ég vildi bara fá að fara heim aftur. En svo lagað- ist það auðvitað þegar maður fór að venjast veðrinu og kynnast fólki.“ Er mikil samheldni í filippseyska samfélaginu á Íslandi? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er dálít- il togstreita þar. Það eru alveg tveir aðskildir hópar með tvo ólíka stjórn- endur. Ég veit ekki hvers vegna, en það er einhver rígur á milli þessara stjórnenda og fólk tilheyrir bara öðrum hvorum hópnum og umgengst ekki þá sem eru í hinum hópnum. Innan hvors hóps um sig er hins vegar mikil samheldni og fólk styð- ur hvert annað.“ Eitt af því sem veldur átökunum í Pressu er að fólk þarf að borga ein- hverjum Filippseyingi helling af peningum til að komast til Íslands, eða vinna hjá honum upp í fargjaldið. Er það þannig í veruleikanum? „Ég þekki engan sem hefur komið þannig til landsins, en ég hef heyrt að það sé eitthvað svoleiðis í gangi. Það er líka orðið miklu erfiðara að komast inn í landið þannig að maður hefur heyrt af því að fólk sé látið giftast einhverjum sem býr hér til að fá að koma. Og þá er auðvitað einhver sem sér um að koma því í kring. En, eins og ég sagði, þá er þetta ekki minn veruleiki og ég veit ekkert mikið um þetta.“ Allt annar heimur Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk Alvins í Pressu? „Einn dag- inn fékk ég símtal frá frænku minni og hún sagði mér að það vantaði fólk sem talaði filippseysku til að leika í sjónvarpsþætti og spurði hvort ég væri ekki til í það. Ég sagði strax já og daginn eftir var hringt í mig frá Saga Film. Ég fór í prufu og fékk Ha? Ertu ekki að hringja í vitlaust númer?“ segir Nick alveg gáttaður þegar blaðamaður ræsir hann eldsnemma morg-uns með beiðni um við- tal. „Af hverju viltu tala við mig?“ Hann fellst þó á að segja lesendum undan og ofan af sögu sinni og byrjar á upprunanum. „Ég fæddist á Filippseyjum í sept- ember 1987. Við bjuggum á næst- stærstu eyjunni Cebu. Mamma var kennari og pabbi vann verktakavinnu. Svo gerðist það að systir mömmu sem var gift íslenskum manni bauð okkur að flytja hingað. Undirbúningurinn tók þrjú ár en við fluttum hingað árið 2000. Ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því að við komum hingað en ég held að ástæðan hafi einfaldlega verið vonin um betra líf. Við vorum ekkert fátæk heima á Filippseyjum, bara svona mitt á milli, en það er samt mun auðveldara að lifa hér.“ Bara steinhissa Fjölskyldan, Nick, foreldrar hans og tveir yngri bræður, settist að í Kópa- vogi og hann byrjaði sína íslensku skólagöngu í Hjallaskóla. Hvernig gekk það? „Fyrst byrjaði ég reyndar í sumarskóla fyrir krakka sem töl- uðu ekki íslensku, en strax um haust- ið byrjaði ég í Hjallaskóla og var þar þangað til ég útskrifaðist úr tíunda bekk. Þetta var auðvitað alveg nýtt fyrir mér, ég þekkti engan, talaði ekki málið og var eiginlega bara steinhissa á því að vera kominn til annars lands. Það var dálítið erfitt að komast inn í samfélagið en krakkarnir og kennar- arnir voru allir voða næs, buðu mann velkominn og vildu hjálpa manni. Þarna voru nokkrir krakkar frá Fil- ippseyjum, Taílandi og Víetnam sem voru á svipuðu róli og ég og við vorum sett saman í hóp til að læra íslensk- una. Það var mjög fínt að kynnast krökkum sem voru svipað stödd og ég en vera líka með íslensku krökkunum í tímum og kynnast þeim.“ Einhver misskilningur Plottið í Pressu snýst að sumu leyti um kynþáttahatur og erfiðleika inn- flytjenda við að aðlagast. Lentirðu í einhverju slíku í skólanum? „Nei, ég hef aldrei lent í neinu svoleiðis. Það hefur aldrei neinn gengið til mín og sagt: „Þú þarna Asíubúi, drullaðu þér heim!“ Og ég þekki heldur ekki neinn sem hefur lent í því. Ég held þetta sé einhver misskilningur hjá fólki.“ Það eru samt einhver gengi sem eiga í stríði í innflytjendasamfélag- inu, er það ekki? „Það hef ég aldrei orðið var við. Það er alltaf verið að tala um gengi í Breiðholtinu en ég fer þangað í hverri viku að æfa körfu- bolta með vinum mínum og hef aldrei orðið var við neitt svoleiðis. Ég held það geti varla verið að ég sé bara svona heppinn að rekast aldrei á neitt. Held þetta sé bara algjör kjaftagang- ur.“ Rasisminn er ekki minn veruleiki Nick Andrew Torres La-Um fluttist með fjölskyldu sinni til Íslands frá Filippseyjum 12 ára gamall. Hann er nú 25 ára, er að læra til kokks og vinnur á Fiskmarkaðnum. Nick hefur verið gestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin sunnudags- kvöld í hlutverki Alvins í Pressu. Hann kom þó alveg af fjöllum þegar falast var eftir viðtali við hann. ÞEKKIR EKKI EINELTI „Það hefur aldrei neinn gengið til mín og sagt: „Þú þarna Asíubúi, drullaðu þér heim!“ Ég held þetta sé einhver misskilningur hjá fólki.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is Þegar ég er með Filippseyingum er ég Filippseyingur og með Íslending- um Íslendingur. Það er ekkert vandamál. STEMNING Í ELDHÚSINU Það er fjölþjóðlegur hópur sem sér um elda- mennskuna á Fiskmarkaðnum. Frá vinstri: Kirill Ter-Martirosov frá Rússlandi, Axel B. Clausen hálfur Íslendingur og að hálfu frá Grænhöfðaeyjum, Nick frá Filippseyjum, Hjalti Rafn Guðmundsson frá Íslandi, Iva Slovabic frá Tékklandi og eigandinn Hrefna Rósa Sætran frá Íslandi. FJÖLMENNING Á FISKMARKAÐNUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.