Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 17. nóvember 2012 | HELGIN | 27 hlutverk Alvins.“ Hefurðu eitt- hvað leikið áður? „Nei, aldrei. Það eina sem ég hef gert fyrir fram- an myndavélar eru matreiðslu- myndbönd fyrir vefinn hjá okkur á Fiskmarkaðnum. Þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta myndi ganga.“ Hvernig upplifun var það að taka þátt í sjónvarpsþætti? „Það var alveg ólýsanlegt að kynnast og vera með þessu fólki. Þau leið- beindu manni og voru alveg ótrú- lega næs og þolinmóð. Þetta er alveg allt annar heimur en maður er vanur.“ Þig langar ekki að hætta bara í kokknum og fara að læra leiklist eftir þessa reynslu? „Nei, en ef ég fengi boð um að leika í einhverju myndi ég ekki segja nei. En, nei, mig langar ekki að verða leikari að atvinnu. Ég er að verða búinn með kokkanámið og langar bara að ein- beita mér að því.“ Hefur þetta breytt einhverju fyrir þig? Þekkir fólk þig á götu til dæmis? „Nei, ég held ekki. Ég hef heldur ekkert verið að auglýsa það að ég sé að leika. Það eru samt nokkrir sem hafa spurt fólkið sem ég er að vinna með hvort þetta sé ég í þáttunum, en ekkert mikið og enginn hefur talað neitt um þetta við mig.“ Er Alvin líkur þér? „Nehei. Við erum alveg gjörólíkir. Ég þurfti bara að vera hann þarna í smá tíma, en við eigum ekkert sameig- inlegt og hann er heldur ekki líkur neinum sem ég umgengst.“ Helmingur af hvoru þjóðerni Hvort finnst þér þú frekar vera Íslendingur eða Filippseyingur? „Úff, þessu er erfitt að svara. Eig- inlega bara jafn mikið. Það fer alveg eftir því hvar ég er. Ef ég er með filippseysku vinum mínum í heimahúsi þá líður okkur eins og við séum bara heima á Filippseyj- um en ef við förum út þá þurfum við auðvitað að haga okkur eins og hinir. Ég breytist líka eftir því hvaða fólki ég er með, ef ég er með Filippseyingum er ég alveg eins og þeir og breytist svo í Íslending þegar ég er með íslensku vinum mínum. Ég fell alltaf inn í þann hóp sem ég er með í það skiptið. Þegar ég er með Filippseyingum er ég Filippseyingur og með Íslend- ingum Íslendingur. Það er ekkert vandamál.“ Eru þetta mjög ólíkar þjóðir? „Bæði já og nei. Við Filippseying- ar erum ekkert allir eins og ekki Íslendingar heldur. Fólk er bara ólíkt. Það fer ekkert bara eftir upp- runanum.“ En er ekki strangara uppeldi hjá Filippseyingunum? „Jú, það var mjög strangt, en það hefur verið að breytast mikið undanfar- ið. Ég tók einmitt eftir því þegar ég fór heim seinast að krakkarnir voru miklu frjálslegri en þegar ég var lítill.“ Þú segir enn þá „heima á Fil- ippseyjum“. Langar þig að flytja þangað aftur? „Nei, en ég fæ oft heimþrá samt. Það er aðallega út af fólkinu sem ég þekki þar. Ég sakna þess og þá fæ ég heimþrá.“ Ástralía draumalandið Áttu kærustu? „Úff, ætlarðu að fara að tala um það í blaðinu? Ég er ekki tilbúinn til þess.“ Hvað langar þig að gera þegar þú ert búinn með skólann og orð- inn kokkur? Ætlarðu að búa áfram á Íslandi? „Nei, ég held ekki. Ég hef eiginlega ekkert plan eins og er. Annaðhvort flyt ég til einhvers annars lands og fer að vinna þar eða verð bara hér áfram. Mig lang- ar mest að fara til Ástralíu og opna kannski veitingahús þar.“ Hvers vegna Ástralíu? „Ég veit það ekki alveg. Hún hefur bara alltaf heillað mig. Svo er hún líka nálægt Filippseyjum og stutt fyrir mann að fara heim.“ Hugsarðu einhvern tíma um það hvernig líf þitt væri ef þú hefðir ekki flutt til Íslands? „Nei, eigin- lega ekki, en auðvitað væri það allt öðruvísi. Þótt ég hafi verið mjög ósáttur við að flytja hingað þegar ég var tólf ára þá vandist maður því mjög fljótt að búa hér og mér finnst ég alveg vera Íslendingur, á bara svolítið annan bakgrunn en flestir.“ ALVIN Í PRESSU „Við erum alveg gjörólíkir. Við eigum ekkert sameiginlegt og hann er heldur ekki líkur neinum sem ég umgengst.,“ segir Nick um Alvin. Hann segir þó upplifun- ina af því að taka þátt í gerð þáttanna ólýsanlega. „Þetta er allt annar heimur en maður er vanur. En, nei, mig langar ekki að verða leikari að atvinnu.“ ÓLÝSANLEG UPPLIFUN AÐ FÁ AÐ TAKA ÞÁTT Í PRESSU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.