Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 30

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 30
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Vogunarsjóðir í umsjón banda-ríska sjóðstýringarfyrirtækis-ins Davidson Kempner Capital Management LLC hafa gríðar-leg ítök í íslensku viðskiptalífi. Þeir eru stærsti einstaki kröfu- hafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfu- hafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Lands- bankann, á meðal stærstu eigenda Straums og Klakka og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð. Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaup- þings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Þrettándi stærsti sjóðurinn Davidson Kempner var stofnað í New York árið 1987 og er þrettándi stærsti vogunar- sjóður Bandaríkjanna. Sjóðurinn sérhæfir sig meðal annars í að hagnast á viðskiptum með kröfur í gjaldþrota fyrirtækjum. Þess vegna var Ísland kjörinn markaður fyrir hann, enda gjaldþrot íslensku bankanna þriggja á meðal þeirra stærstu sem átt hafa sér stað í heiminum. Alls eru í stýringu hjá Davidson Kempner um 20 milljarðar dala, eða um 2.500 milljarðar íslenskra króna. Til að setja þá upphæð í samhengi má benda á að öll landsframleiðsla Íslendinga var 1.626 milljarðar króna í fyrra, eða 65 prósent af því fjármagni sem sjóðurinn stýrir. Fyrir- tækið tekur síðan gjald fyrir stýringu á fénu og hlut í öllum ágóða sem fjárfestingar þess skila. Davidson Kempner vill þó ekki láta mikið á sér bera. Til marks um það þá þarf not- andanafn og lykilorð til að komast inn á heimasíðu sjóðsins, sem birtir annars engar upplýsingar utan heimilisfangs. Fréttablað- ið komst í samband við forsvarsmenn hans í gegnum þriðja aðila sem starfað hefur óbeint fyrir sjóðinn hérlendis og óskaði eftir að ræða við þá um umsvif hans hérlendis. Þeirri ósk var hafnað, enda væri það stefna Davidson Kempner að tjá sig ekki opinber- lega um starfsemi sína. Skírteini fyrir 250 milljarða Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem stofnað var 24. apríl 2009. Írski sjóðurinn er í raun í eigu góðgerðarsamtaka en hann er fjármagnaður og honum stýrt af David- son Kempner. Eignarhaldið er því til mála- mynda. Nafnið, Burlington, hefur líkast til verið valið á sjóðinn vegna þess að skrifstofur evrópsks dótturfélags Davidson Kempner eru staðsettar á Old Burlington Street í London. Burlington-sjóðurinn virkar þannig að Davidson Kempner gefur út hlutdeildar- Skuggaeigandi Íslands Vogunarsjóðir Davidson Kempner eru á meðal stærstu kröfuhafa allra föllnu bankanna. Þræðir þeirra liggja til margra mikilvægra íslenskra fyrirtækja. Nauðasamningar bankanna munu tryggja þeim áður óþekkt eignarhald yfir íslensku atvinnulífi. Stofnendur Davidson Kempner, þeir Robert Davidson og Thomas Lenox Kempner Jr., eru enn æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Sá sem hefur þó verið fyrirferðarmestur hérlendis, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins, er hinn 38 ára gamli Jeremy Clement Lowe. Hann starfar hjá Davidson Kempner European Partners í London, sem er dótturfélag Davidson Kempner. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem sumir hverjir kölluðu hann JLo eða „Herra Ísland“, sögðu Lowe hafa verið „mjög umsvifamikinn hérlendis undan- farin misseri“. Einn þeirra sagði: „þessi Jeremy er að kaupa allt á Íslandi“. Fréttablaðið óskaði eftir því við tengilið skuldabréfaeigenda á Íslandi að fá að ræða við Lowe og var þeim óskum komið á framfæri. Hann vildi hins vegar ekki ræða við blaðið. Ljóst er að áhrif Lowe innan kröfuhafahóps stóru bankanna eru umtalsverð. Til marks um það var Lowe skipaður í sex manna nefnd sem á að velja nýja stjórn fyrir Glitni gangi nauðasamningsáætlanir búsins eftir og kröfuhafar taka það yfir. Vera hans í stjórninni er einnig merkileg fyrir þær sakir að þar situr líka Barry Russell, lögmaður hjá Bingham McCutchen lögmannsstofunni, sem hefur verið aðalráðgjafi og komið fram fyrir hönd skuldabréfaeigenda í heild. Þykir þetta merki um hversu sterk staða Davidson Kempner er innan kröfuhafaráðsins, að þeir hafi sinn eigin fulltrúa í þessari nefnd til hliðar við fulltrúa annarra skuldabréfaeigenda. Herra Ísland: Jeremy Clement LoweÁ síðasta ári upphófst mikil umræða um að vogunarsjóðir, sem oft eru kallaðir hrægammasjóðir í íslenskri umræðu, hafi keypt á bilinu 60 til 80 prósent allra almennra krafna í föllnu íslensku bönkunum. Kröfurnar áttu þeir að hafa keypt á hrakvirði og virði þeirra síðan margfaldast. Vegna þessarar umræðu gaf slita- stjórn Glitnis út yfirlýsingu í nóvember 2011 þar sem hún tiltók að um 70 prósent af lýstum kröfum í bú bankans væru enn í eigu þeirra kröfuhafa sem lýstu kröfum í búið. Um 30 prósent hefðu síðan skipt um hendur eftir að kröfulýsingarfresti lauk. Þar sem Burlington Loan Manage- ment, og aðrir sjóðir í eigu Davidson Kempner, lýstu miklum kröfum í búin teljast þeir að einhverju leyti „upp- haflegir“ kröfuhafar og þar af leiðandi hluti þeirra 70 prósenta sem slita- stjórnin vísar til. Ljóst er að sjóðir fyrir- tækisins hafa líka bætt vel við sig síðan kröfulýsingarfresti lauk í lok árs 2009. Fréttablaðið óskaði eftir því við slitastjórnir allra bankanna þriggja, Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (FME) að fá uppfærðan kröfuhafalista hjá þeim. Allir þessir aðilar höfnuðu fyrirspurninni. ➜ Hvað mun gerast? Nauðasamningar sem slitastjórnir Glitnis og Kaupþings ætluðu að klára fyrir áramót, og hefðu fært kröfuhöfum stjórnarþræðina í þessum risastóru þrotabúum, hafa verið mikið í um- ræðunni að undanförnu. Þau áform eru nú í uppnámi eftir mikinn þrýsting, jafnt úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum, um fara afar varlega í þessa aðgerð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur síðan stigið fast á bremsuna á undanförnum vikum með því að gefa skýrt til kynna að sú undanþága frá gjaldeyrishöftum sem þarf til að klára samningana, og einung- is Seðlabankinn getur veitt, fáist ekki nema gulltryggt sé að fjármálastöðug- leika sé ekki ógnað. Nauðasamningsáformin ganga í grófum dráttum út á að þrotabúum Glitnis og Kaupþings verði breytt í ís- lensk eignarhaldsfélög sem verða í eigu og undir stjórn almennra kröfuhafa bankans. Til þess að að samningarnir verði samþykktir þarf samþykki 70 prósenta allra kröfuhafa og þeirra sem halda á 60 prósentum af heildar- kröfum. ➜ Stórir verða ráðandi Ef samningarnir yrðu samþykktir myndi um helmingur allra kröfuhafa verði borgaður út, þ.e. gert yrði upp við þá með erlendu reiðufé og afskiptum þeirra af Glitni og Kaupþingi yrði þar með lokið. Um 80 prósent þeirra eru erlendir aðilar og um 20 prósent innlendir. Vert er þó að taka fram að hluti þeirra aðila sem flokkast sem innlendir eru í reynd í eigu erlendra fjárfesta. Eftir þessa útgreiðslu munu stórir kröfuhafar, sem myndað hafa kjarnann í óformlegu kröfuhafaráði bankanna, eiga þá. Hlutdeild þeirra í Glitni og Kaupþingi verður því allt að tvisvar sinnum meiri en kröfuhlutfall þeirra segir til um. Verða ráðandi í Glitni og Kaupþingi DAVIDSON KEMPNER Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Lowe er dálítill huldu- maður. Ekki tókst að fi nna mynd af honum þrátt fyrir mikla leit. ALMC SKRIFAÐ UNDIR Kröfuhafar munu eiga Arion banka og Íslandsbanka að mestu. Hér sést Steingrímur J. Sigfússon skrifa undir samkomulag þess efnis haustið 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.