Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 34
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Íslenskt afreksfólk í íþróttum hefur verið í umræðunni á undanförnum miss-erum þar sem fjármál þeim tengdum hafa verið efst á baugi. Á meðan karp-að er um slíka hluti heldur íþróttafólk-ið áfram að stunda sínar æfingar og gerir sitt allra besta í alþjóðlegri keppni. Þegar aðstæður sem afrekskonur í handbolta í Noregi og Íslandi búa við eru bornar saman kemur í ljós að helsti munurinn felst í því að landsliðskonur í Noregi geta fengið allt að 5 milljónir kr. í styrk á ári frá norska hand- boltasambandinu. Þessi styrkur er í hlutfalli við árangur liðsins og fá konurnar í Noregi um helmingi hærri upphæð en leikmenn í karlalandsliðinu. Engar slíkar greiðslur tíðk- ast á Íslandi en HSÍ fær styrk úr afrekssjóði ÍSÍ. Frá árinu 2005 hafa leikmenn norska kvennalandsliðsins gengið að því vísu að fá bónusgreiðslur í takt við árangur liðsins. Fyrir það eitt að komast á stórmót fá leik- menn 560.000 ísl. kr. í bónusgreiðslu, og fyrir gullverðlaun fá leikmenn 1,3 milljón- ir ísl. kr. Landsliðskonur í Noregi geta fengið mun hærri greiðslur fyrir þátttöku sína en leik- menn karlalandsliðsins. Og þar skiptir árangur kvennaliðsins mestu máli en karla- liðið hefur enn ekki náð að stimpla sig inn á stórmóti. Það er ekki sama uppi á teningnum hjá íslenskum landsliðskonum, sem þurfa marg- ar hverjar að taka sér launalaus leyfi til þess að komast í æfinga- og keppnisferðir. Það getur tekið allt að 90 daga á ári, og það er kostnaður sem landsliðskonurnar taka sjálf- ar á sig. Þegar lykiltölur hjá Handboltasambandi Íslands er bornar saman við það norska kemur margt fróðlegt í ljós. Ef miðað er við höfðatölu og hlutfall eru tölurnar mjög svip- aðar á mörgum sviðum, eins og sjá má hér fyrir ofan. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leið á sitt þriðja stórmót í röð í byrjun des- ember þar sem Evrópumeistaramótið fer fram í Serbíu. Vösk sveit Íslands braut ísinn þegar liðið komst í fyrsta sinn á stórmót árið 2010 þegar Evrópumeistaramótið fór fram í Danmörku. Þar náði liðið ekki að landa sigri en liðið bætti leik sinn jafnt og þétt í fram- haldinu og náði góðum árangri á heims- meistaramótinu sem fram fór í Brasilíu í desember 2011. Þar lék Ísland í 16-liða úrslitum gegn Rússum eftir að hafa endað í fjórða sæti í riðlakeppninni. Konur ráða ríkjum í Noregi þegar kemur að áhuga almennings á hand- bolta. Kvennalandslið Norðmanna hefur náð frábærum árangri á stórmótum á undanförnum tveim- ur áratugum. Frá árinu 1986 hefur norska kvennalandsliðið landað 21 verðlaunum á stórmótum, og þar af 7 gullverðlaunum. Liðið er í dag handhafi allra stóru titlanna sem í boði eru. Íslendingurinn Þórir Her- geirsson er þjálfari liðsins en frá því hann tók við liðinu árið 2009 hefur Noregur fengið gullverðlaun á þrem- ur stórmótum og bronsverðlaun á einu. KONURNAR RÁÐA RÍKJUM ÍSLAND Þórir Hergeirsson, aðalþjálfari norska kvennalands- liðsins, hefur náð frábærum árangri með liðið frá því hann tók við starfinu árið 2009. Liðið er í dag hand- hafi allra þriggja stóru titlanna sem eru í boði og hann hefur alltaf skilað liðinu í verðlaunasæti. Þórir var aðstoðarþjálfari á tímabilinu 2001-2009. Alls hefur Þórir landað 11 verðlaunum á stórmótum, sjö gull-, þremur silfur- og einum brons- verðlaunum. Frábær árangur hjá Þóri ÍBÚAR: 320.000 HANDBOLTASAM- BAND ÍSLANDS VAR MEÐ 180 milljóna kr. ársveltu rekstrarárið 2011. Það gerir um 25.400 kr. á hvern iðkanda. 3,5 eða 2028 iðkendur á hvern starfsmann. Allt að 90 dagar á ári í æfi nga- og keppnis- ferðum. ÍSLENSKIR LANDS- LIÐSMENN FÁ UM 6.000 kr. í dagpeninga í æfi nga- og keppnis- ferðum. 115 eða 940 iðkend ur á hvern starfs- mann. NORSKIR LANDSLIÐSMENN FÁ 12.000 ísl. kr. í dagpeninga í æfi nga- og keppnisferðum. BÓNUSGREIÐSLUR FYRIR HVERN LEIKMANN Á STÓRMÓTI Gull– 1,3 millj. ísl. kr. Silfur– 900.000 ísl. kr. Brons– 560.000 ísl. kr. NORSKA HAND- BOLTASAMBANDIÐ VAR MEÐ 2,8 milljarða ísl. kr. veltu rekstrarárið 2011. Það gerir um 26.000 kr. á hvern iðkanda. NOREGUR ÍBÚAR: 5 MILLJÓNIR 2,2% þjóðarinnar æfa handbolta. Samtals 7098 iðkendur. 38% af þeim sem æfa eru konur– alls 2.688. 2,15% þjóðarinnar æfa handbolta. Samtals 107.670 iðkendur. 66% af þeim sem æfa eru konur – alls 72.000. Íslenskar kvennalands- liðskonur í handbolta taka sér launalaust leyfi til þess að taka þátt á stórmótum. Í Noregi fá leikmenn allt að 5 milljónir króna á ári fyrir landsliðsverk- efni og fá þær mun hærri greiðslur en leik- menn karlalandsliðsins. Engar slíkar greiðslur tíðkast á Íslandi en leikmenn eru í allt að 90 daga á ári í æfinga- og keppnsferðum. Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is 90 DAGAR á ári í æfi nga- og keppnisferðum: Hæsta upphæð sem norsk landsliðskona getur fengið í styrki frá sambandinu á ári eru 5 milljónir ísl. kr. ➜ Aðstoðarþjálfari HM 2001 Silfur EM 2002 Silfur HM 2003 6. sæti EM 2004 Gull HM 2005 9. sæti EM 2006 Gull HM 2007 Silfur ÓL 2008 Gull EM 2008 Gull ➜ Aðalþjálfari HM 2009 Brons EM 2010 Gull HM 2011 Gull ÓL 2012 Gull
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.