Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 42
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Vínbúðirnar á Íslandi hófu sölu á jólabjór á fimmtudaginn. Sala á jólabjór á síðustu vikun-um ár hvert hefur auk-ist jafnt og þétt undan- farin ár og náði hámarki í fyrra. Þá seldi ÁTVR rúmlega 500 þús- und einingar af jólabjór. Tuborg jólabjórinn frá Ölgerðinni var vin- sælastur meðal íslenskra neytenda eins og hann hefur verið undanfar- in ár. Árið 2010 seldist jólabjór- inn hreinlega upp í vínbúðunum nokkrum vikum fyrir jól. Svo virðist sem dómarar Frétta- blaðsins séu ekki sammála hinum almenna neytanda um hvaða jóla- bjór sé bestur. Giljagaur frá Borg brugghúsi er besti jólabjórinn að mati dómnefndarinnar. Það kom nokkuð á óvart fyrir þær sakir að Giljagaur inniheldur mest áfeng- ismagn af öllum þeim tegundum sem smakkaðar voru, heil tíu pró- sent. „Ég er alveg dolfallinn fyrir þessum,“ sagði Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður við hina dómar- ana eftir að hafa rannsakað Gilja- gaursglasið vel með flestum skiln- ingarvitum sínum. „Sjáið hvað þetta eru góð vinnubrögð og sjáið froðuna!“ Giljagaur fékk þrisvar sinnum hæstu einkunn og þrjá í einkunn frá Arnrúnu Magnús- dóttur sem gaf þó froðunni stór- an plús. Hinn vinsæli Tuborg jólabjór fær aðeins 2,1 í einkunn frá dóm- nefndinni en verstur þótti Doppel- bock frá Vífilfelli. „Nú mega jólin koma“ Giljagaur frá Borg brugghúsi er besti íslenski jólabjórinn í ár. Fréttablaðið fékk fjóra vel valda einstaklinga til að meta íslenska jólabruggið. 4,5 3,8 4,0 3,5 3,0 2,1 1. SÆTI GILJAGAUR (10%) Borg brugghús / Ölgerðin 3. SÆTI JÓLA GULL (5,2%) Ölgerðin 2. SÆTI JÓLABJÓR (5%) Ölvisholt 3,5 4-6. SÆTI JÓLABJÓR (5%) Gæðingur 4-6. SÆTI VÍKING JÓLABJÓR (5%) Vífilfell 3,5 4-6. SÆTI MALT JÓLABJÓR (5,6%) Ölgerðin 7. SÆTI JÓLA BOCK (6,2%) Vífilfell 2,5 8. SÆTI JÓLA KALDI (5,4%) Bruggsmiðjan 9. SÆTI TUBORG JÓLABJÓR (5,6%) Ölgerðin 1,8 10. SÆTI DOPPELBOCK (6,7%) Vífilfell „Þar kemur rauður! Þessi er bragð- mikill. Finniði orange-bragðið? Þetta er sko jólabjórinn. ÚLFAR „Nú mega jólin koma.“ HILDUR „Það er allt of mikið alkóhól fyrir minn smekk.“ ARNRÚN „Þetta er ekki partíbjór. Þetta er veislubjór.“ SÓLMUNDUR „Þessi hefur falleg- ustu froðuna sem ég hef séð hingað til.“ ARNRÚN „Mér finnst hann mýkri, það er góð fylling í honum og það er langt og gott eftirbragð.“ ARNRÚN „Maður er náttúrulega alltaf að hugsa um að para með mat. Þessi gæti gengið með ostum og fiski.“ ARNRÚN „Hann krefst ekki mikils af manni þessi en gefur manni þó talsvert. Draumasamband segi ég.“ SÓLMUNDUR „Þetta er svolítill fylleríisbjór. Ég tæki kippu af þessum.“ SÓLMUNDUR „Hann er fínn, hann truflar mann ekki, hann er ekkert eftirminni- legur, hvorki á góðan né slæman hátt.“ HILDUR „Það er enginn þröskuldur.“ ÚLFAR „Ég þykist þekkja hann; Þetta er Tuborg jólabjór.“ SÓLMUNDUR „Mér finnst þessi voða klassískur.“ ARNRÚN „Þarna kemur þessi remma aftur.“ ARNRÚN „Ég gæti drukkið nokkra svona.“ SÓLMUNDUR „Hann svona sleppur. Ég veit að hann yrði betri ef hann væri kaldari. Hann yrði aðeins frískari.“ ÚLFAR „Það er eins og hann sé að reyna aðeins meira heldur en hann er. Það vantar herslumuninn.“ HILDUR „Þetta þykir mér bara svo óskaplega lélegt. Það er ekkert við þetta.“ HILDUR „Hann er eiginlega eins og skúringavatn.“ ARNRÚN. „Þetta er bara ómerkilegur bjór, ég ætla bara að segja það.“ SÓLMUNDUR „Ég finn bragð af smákökum og það er jólalegt.“ HILDUR „Þetta finnst mér vera jólabjór.“ ARNRÚN „Ég er alveg sammála þeim um að það sé köku- og kryddkeimur. Mér finnst það bara passa vel. Ég sé ýmislegt af jólunum í þessum.“ ÚLFAR „Ég er í smá klemmu. Hann minnir mig á jólin en mér finnst hann ekkert rosalega góður.“ SÓLMUNDUR „Góðan daginn.“ ÚLFAR „Það er einhver svona skemmti- leg rist, svona kandís.“ ARNRÚN „Mér finnst ég vera aðeins merkilegri maður þegar ég drekk þennan bjór. Það eru kannski bara almenn áhrif áfengis.“ SÓLMUNDUR „Það væri mjög gott að fá sér einn svona eftir vinnu í róleg- heitum.“ HILDUR „Þetta lítur út fyrir að vera allt of dökkt fyrir minn smekk.“ HILDUR „Hann skilur ekkert eftir. Fyrst kemur eitthvað og svo kemur ekkert. Hvernig er hægt að brugga svona bjór?“ ÚLFAR „Hann er rosalega kröftugur og svo er hann búinn. Ekkert eftir- bragð.“ ARNRÚN „Hann bara hverfur úr bragðlauk- unum.“ SÓLMUNDUR „Það er rosalega góð lykt af honum.“ HILDUR „Fallegur á litinn líka.“ SÓLMUNDUR „Já, ég gæti alveg gleymt þessum bjór. Ég er ekki viss um að ég myndi kaupa hann en ég myndi taka við honum.“ SÓLMUNDUR „Ég mundi ekki klára hann.“ ARNRÚN „Þennan bjór mundi ég ekki drekka aftur og mig langar að hitta þann mann sem finnst þessi bjór góður.“ SÓLMUNDUR „Það er svo vond lykt af þessu. Þetta er eins og blaut ull eða eitt- hvað. Ég kvíði fyrir því að smakka þennan.“ HILDUR „Mér finnst þessi bara leiðinlegur. Bragðið er alveg í lagi.“ ARNRÚN „Nefið var sett fyrir ofan munninn svo maður setji ekki hvað sem er ofan í sig.“ ÚLFAR GILJAGAUR ÞYKIR BESTUR AF ÍSLENSKU JÓLABJÓRTEGUNDUNUM FYRIR JÓLIN 2012 DÓMARARNIR FJÓRIR Sólmundur Hólm Sólmundarson, eftirherma og skemmtikraftur. Sólmundur er mögulega einn vinsælasti afleysingaútvarpsmaður landsins. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínisti og starfsmaður Reykjavíkur- borgar. Arnrún Magnúsdóttir, veitingakona á veitingastaðnum Friðriki V við Laugaveg og leikskólakennari. Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum við Baldursgötu. AÐFERÐIN Smökkunin var svokallað blind- smakk; Dómar arnir vissu ekki hvaða tegund þeir voru beðnir um að dæma fyrr en allar tegundir höfðu verið smakkaðar. Röð tegundanna ofan í dómendur var handa hófskennd. Hver dómari gaf hverri tegund einkunn frá 1 upp í 5. Meðaltal einkunnanna var svo reiknað til komast að niðurstöðu. SKÁL Dómararnir skáluðu fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins þegar þeir smökkuðu Giljagaur, besta íslenska jólabjórinn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.