Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 46

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 46
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Nýr iPad Mini Snilld í hendi iJól í Kringlunni Góð þjónusta og góð verð istore.is 566 8000 iPad Fjórða kynslóðin. Tvöfalt hraðari og ótrúlega skarpur Apple TV Snilldin í stofunni iPod Í öllum regnbogans litum Nýr iMac Þynnri, öflugri og fallegri. Væntanleg iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Foreldrar lítillar stúlku með taugahrörnunarsjúkdóm-inn SMA1 sendu mér tölvu- póst, í nóvember 2010 og spurðu mig hvort spjaldtölva gæti nýst lamaðri dóttur þeirra og hvort ég vissi um eitthvert forrit sem gæti hentað henni. Ég fór að leita mér upplýsinga á netinu og fann sögu af dreng í Bandaríkjunum sem stríddi við sömu fötlun og stúlk- an. Hann hafði fengið spjaldtölvu í hendurnar fyrir rælni og hafði strax farið að nota skjáinn,“ út- skýrir Sigurður Helgason, eigandi iStore í Kringlunni en kynni hans af litlu stúlkunni urðu til þess að hann hefur gefið fötluðum börn- um spjaldtölvur undanfarin tvö ár. „Ég hafði séð viðtöl við foreldra stúlkunnar en þekkti ekkert til þeirra annars. Ég fann forritið sem hafði hjálpað bandaríska drengn- um, keypti það og fann einnig fleiri forrit og bækur fyrir spjald- tölvur sem hentaði aldri stúlkunn- ar. Ég fór svo til fjölskyldunnar og leyfði litlu stúlkunni að prófa. Eftir fimm mínútur var hún farin að nota skjáinn og fletta bók í spjald- tölvunni en það var í fyrsta skipti á sem hún gat haft einhverja stjórn á umhverfinu. Sex mánuðum síðar var hún farin að keyra hjólastól.“ Sigurður segir upplifunina hafa verið ljúfa að fylgjast með stúlk- unni nota spjaldtölvuna í fyrsta sinnið. „Það var ótrúlegt að upp- lifa þetta með þeim. Foreldrarn- ir felldu hreinlega tár þegar þeir- sáu hvað dóttir þeirra gat gert. Þá ákvað ég að gefa henni spjaldtölv- una. Þar með kviknaði einhver neisti þegar ég sá að hægt var að hafa áhrif á líf þessara barna.“ Alls hafa nú fimmtán börn feng- ið spjaldtölvu að gjöf frá Istore síð- astliðin tvö ár og verður ekkert lát þar á að sögn Sigurðar. „Við ætlum að reyna að gera þetta í hverjum mánuði. Þetta hefur gert kraftaverk. Foreldrar, vinir og vandamenn fatlaðra barna senda okkur ábendingar um börn sem gætu haft not fyrir spjaldtölvu á iborn@istore.is. Ég skoða ábend- ingarnar með fagfólki hvar þörfin er og hvar spjaldtölva gæti hjálpað. Börnin sem hafa fengið spjald- tölvur frá okkur eiga við mismun- andi fötlun að stríða, sum eru mikið fötluð og önnur eru á ein- hverfu rófi. Ég man eftir einum dreng sem vildi ekki sjá spjald- tölvuna til að byrja með en eftir nokkra mánuði var hann farinn að nota hana til að tjá sig og leika sér en foreldrarnir höfðu aldrei gert ráð fyrir þeirri getu hjá honum.“ Sigurður fær gjarnan lýsing- ar frá foreldrum barnanna á því hvernig spjaldtölvan hefur nýst þeim í daglegu lífi. Hann segir spjaldtölvurnar í mörgum tilvik- um hafa gerbreytt lífi fjölskyld- unnar. „Ég hef fengið sögur af börnum sem hafa ekkert getað tjáð sig fyrr en með spjaldtölvunni og foreldrarnir hafa þá í raun verið að kynnast þeim upp á nýtt. Þetta er orðin ástríða hjá mér, það er svo gaman og gott að láta gott af sér leiða,“ segir Sigurður. Í hóp sem heitir iBörn á Face- book skiptast foreldrar á upp- lýsingum um heppileg forrit og hugbúnað og deila reynslu sinni. Þannig hefur verkefnið undið upp á sig og Sigurður stefnir á að það stækki enn frekar. „Ég fékk Krumma Björgvins og Legend til að semja fyrir mig lag og útsetja það algerlega á spjaldtölvu. Það verður gefið út til styrktar mál- efni tengdu fötluðum börnum. Svo er einnig á prjónunum að setja upp styrktartónleika á næstunni, en ekki komin dagsetning á þá enn þá.“ segir Sigurður. Spjaldtölvurnar geta gert kraftaverk Sigurður Helgason opnaði nýja iStore verslun í Kringlunni í síðasta mánuði en hann stofnaði verslunina upphaflega í Tryggvagötu 17 fyrir tveimur árum undir nafninu iphone.is. Sigurður hefur gefið fötluðum börnum spjaldtölvu að gjöf allt frá stofnun verslunarinnar en hann segir ákveðna upplifun hafa kveikt með honum þá hugmynd að verkefninu iBörn. Hjá Istore tölvuverslun fást allar vörur Apple en verslunin var opnuð í Kringlunni í síðasta mánuði. Sigurður Helgason, eigandi Istore, hefur gefið spjaldtölvur til fatlaðra barna. MYND7GVA VINSÆLASTA TASKAN HJÁ ISTORE Mest selda taskan er ZooGue-taskan en hún býður upp á frábæra notkunarmöguleika. Hægt er að festa töskuna á höfuðpúðana í bílnum og bjóða þannig farþegunum upp á afþreyingu á langferðum. Taskan er einnig gott statíf á borði og einnig hægt að sitja með hana í fanginu. Stamt efni er undir töskunni svo hún er mjög stöðug á borði og hefur einnig viðnám við fatnaði svo hún rennur ekki úr fangi notandans. Hægt er að stilla hallann á spjaldtölvunni í töskunni eftir því hvaða aðstöðu er þörf. Taskan er úr ekta leðri og fæst í þremur litum, svörtum, gráum og bleikum. Verð 8.990 krónur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.