Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 73

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 73
KYNNING − AUGLÝSING Spjaldtölvur17. NÓVEMBER 2012 LAUGARDAGUR 5 Helsti kostur spjaldtölva er að þær eru einfaldar og fljót-legar í notkun. Ekki er leng- ur nauðsynlegt að opna fartölvuna og bíða eftir langdreginni ræsingu stýrikerfis til að fá aðgang að upp- lýsingum og af- þreyingu held- ur er nóg að grípa spjaldið og smella á einn takka. Spjaldtölvur hafa þróast mjög mikið og hratt á örfáum árum. Tækin eru orðin mjög öflug og ræður við flóknari og þyngri hugbúnað en nokkur gat ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Tækin eru mörg hver með rispufría snertiskjái sem eru með fullkomna háskerpuupplausn. Mikið úrval Raftækjasalinn ELKO hefur tekið þátt í spjaldtölvuvæðingu Íslands með því að bjóða upp á það helsta sem hefur verið í gangi hverju sinni. ELKO býður nú upp á margar gerð- ir spjaldtölva í verslunum sínum í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda, Fríhöfn og vefverslun ELKO.is. Úr- valið er hægt að skoða á ELKO.is en þar er hægt að bera saman eiginleika spjaldtölva og verð. Óttar Örn Sigurbergsson, inn- kaupastjóri ELKO, segir að spjald- tölvur séu búnar að vera í gríðarleg- um vexti seinustu þrjú ár. Hann segir að spjaldtölvur séu kærkomin viðbót við raftæki heimilisins enda séu þær mjög aðgengileg og einföld upplýs- inga- og afþreyingarveita. Spjald- tölvur eru mjög þægilegar í notkun með einföldum stýrikerfum sem eru hönnuð fyrir snertiskjái. Spjaldtölv- urnar bjóða upp á allt það helsta fyrir notandann, svo sem tónlist, bækur, kvikmyndir, internetið, myndavél, leiki, útvarp, upptökutæki, sam- félagsmiðla, GPS-staðsetningu og svo öll hin ótalmörgu „öpp“ sem eru í boði. Samsung Galaxy Note 10.1 Að sögn Óttars er skemmtilegasta spjaldtölvan án efa Samsung Galaxy Note 10.1. Samsung hefur komið eins og stormsveipur inn á spjaldtölvu- markaðinn og veitt öðrum vöru- merkjum harða samkeppni. Sam- sung Galaxy Note-spjaldtölvurnar fóru fyrst í sölu á þessu ári og hafa selst mjög vel. Samsung Galaxy Note er búin Android 4.0-stýrikerfinu sem er orðið rótgróið stýrikerfi fyrir bæði spjaldtölvur og síma. Innan skamms mun Galaxy Note 10.1 fá uppfærslu í Android 4.1 JellyBean sem er það nýjasta á markaðinum. Aðalein- kenni Note er stylus-penninn, „S Pen“, sem fylgir með en með honum er hægt að skrifa niður hugmyndir eða hvaða texta sem er. Penninn veit- ir einnig möguleika á að vinna með myndir í Adobe PhotoShop Touch en sá hugbúnaður fylgir með tæk- inu. Ekki skemmir fyrir að þetta ein- tak af Galaxy Note er með 10.1“ skjá og 5 megapixla myndavél sem auð- veldar alls kyns myndvinnslu. Óttar segir að mögulega gæti þessi spjald- tölva hentað vel þeim sem eru í fjar- námi þar sem möguleiki er á að horfa á myndband á annarri hlið skjásins á meðan notandinn skrifar niður glós- ur eða athugasemdir hinum megin. Þá er einnig hægt að taka skjáskot í hvaða „appi“ sem er og skrifa eða teikna inn á það til að senda vinum. Má þar nefna athugasemdir á kort í Google Maps eða einfaldlega myndir sem hægt er að senda vinum. Samsung Galaxy Note 10.1 er með 1.9 megapixla myndavél að framan sem gerir þér kleift að tala við vini og vandamenn í gegnum Skype eða Facebook. Tækið er með 16 GB inn- byggt minni og minniskortarauf fyrir allt að 64 GB í við- bót. Örgjörvinn er ekki af verri endanum, Quad- Core 1.4Ghz sem dugar fyrir krefjandi þarfir notandans. Skjár- inn er með 10.1“ rispuvörðu gorilla- gleri og 1280x800 punkta upplausn. Tækið spilar því myndbönd í há- skerpu 1080p upplausn. Fyrir þá sem eru mikið á ferðinni er tölvan bæði með þráðlausu neti og 3G-gagnatengingu. Von bráðar verður einnig til útgáfa fyrir sófa- dýrin sem er eingöngu með WiFi. Til viðbótar er einnig GPS-stuðningur svo notendur viti nú alveg örugglega hvar þeir eru á landinu. Spjaldtölv- an er því mjög hentug í bílinn hvort sem notandinn leyfir krökkunum að horfa á teiknimyndir á hauspúðan- um eða notar tölvuna sem GPS-tæki í framrúðunni. Margvíslegir tengimöguleikar Samsung er með spjaldtölvur í stöð- ugri vöruþróun og mun ELKO fylgj- ast grannt með því næstu árin. Óttar telur að í framtíðinni muni spjald- tölvur tengjast mun meira öllum tækjum heimilisins. Þar má nefna þvottakerfið á þvottavélinni, hita- stigið í ofninum, tóngæðin í hljóm- tækjunum og lýsinguna í stofunni. Nú þegar er Samsung með margvís- lega tengimöguleika og getur not- andi til dæmis tengt Samsung-sjón- varpið sitt beint við spjaldtölvuna svo hægt sé að horfa þráðlaust hvar sem er í húsinu. Fyrir tæknifælna og óvana not- endur þá segir Óttar að þeir sem hafi prófað spjaldtölvur séu sammála um að það sé sáraeinfalt að læra á þær. Samsung Galaxy Note 10.1 spjald- tölvan henti því öllum enda er not- endaviðmótið einkar vel uppbyggt og á hvers manns færi að vinna með það. Í spjaldtölvukapphlaup- inu mælir ELKO með Samsung Ga- laxy Note 10.1. Tölvan kostar 119.995 krónur í verslunum ELKO. Spjaldtölvur í gríðarlegum vexti Spjaldtölvur hafa á stuttum tíma orðið eitt vinsælasta raftækið í verslunum landsins. Með spjaldtölvu geta neytendur á einfaldan hátt gripið í margmiðlunartæki sem svalar þörfinni fyrir internet, kvikmyndir, tónlist, bækur og margt fleira. ELKO býður mikið úrval spjaldtölva en að mati innkaupastjórans er Samsung Galaxy Note 10.1 sú allra skemmtilegasta. Óttar Örn Sigurbergsson GRANDI–L INDIR–SKE IFAN–VEFVERSLUN . 10,1” snertiskjár (800x1280) með Corning Gorilla gleri sem rispast minna. Multi touch input. 1,4 GHz Quad Core örgjörvi. 2GB RAM. Android stýrikerfi (4.0 Ice Cream Sandwich). WiFi, DLNA. 3G, Bluetooth. 5 Mpix myndavél með Geo Tagging. GPS stuðningur. Video í Full HD 1080@30fps. 16GB minni. Penni fylgir. NÁKVÆMIR ÞRÝSTISKYNJARAR Í SKJÁNUM GERA ÞÉR KLEIFT AÐ TEIKNA NÁKVÆMAR LÍNUR ADOBE PHOTOSHOP TOUCH FYLGIR UPPSETT MEÐ TÖLVUNNI S-NOTE SNIÐSKJÖL AUÐVELDA ÞÉR AÐ BÚA TIL PÓSTKORT, LÍNURIT OG ÖNNUR FORM Quad Core örgjörvi 2GB RAM Hægt að vera með 2 glugga opna í einu eða 10.690 kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 128.275 kr. 119.995 SAMN8000GREY Jelly Bean uppfærsla væntanleg BREYTTU MYNDUM, LITAÐU OG SETTU INN MINNISBLÖÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.