Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 78

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 78
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 „Goodfellas er uppáhaldsmyndin mín. Hún er svo mikið stórvirki, hröð, ofbeldisfull og svo er hún líka fyndin. Svo er frábært að sjá períóduna í gegnum myndina, Robert de Niro er ungur og flottur í upphafi myndarinnar á sjötta áratugnum og lúinn og hallærislegur í lok hennar sem gerist á þeim níunda. Tónlistin í myndinni er líka ótrúlega góð. Ég veit ekki hvort myndin er hápunkturinn á ferli Scorsese en mér finnst hún óaðfinnanlega gerð, þvílík leik- stjórn. Ég hef séð hana nokkrum sinnum og mér finnst hún besta mynd hans,“ segir Ari Eldjárn grínisti. ➜ Goodfellas „Taxi Driver er flottasta mynd Scorsese að mínu mati, aðrar myndir sem hann hefur gert komast ekki með tærnar þar sem hún og Raging Bull hafa hælana. Taxi Driver tekst á áhugaverðan hátt á við ofbeldishyggju og félagsleg vandmál í Bandaríkjunum á 8. áratugnum. Robert De Niro er töfrum líkastur í myndinni og stíltilraunir eru dæmi um þá grósku sem ríkti í bandarískri kvikmyndagerð á þessum tíma. Af þeim myndum sem Scorsese hefur gert nýlega er reyndar ein sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér– það er No Direction Home, heimildarmynd um persónuleika, tónlist og feril Bobs Dylan. Leiðarþráðurinn í myndinni er ríkulegt viðtal við Dylan sjálfan þar sem hann rifjar upp feril sinn og talar meðal annars um áhrifavalda, sem Scorsese setur síðan í víðtækara samhengi svo úr verður mósaíkmynd af einum helsta snillingi 20. aldar tónlistarsögu og því menningarumhverfi sem mótaði hann,“ segir Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndafræðingur. ➜ Taxi Driver (og No Direction Home) „Ég held svo mikið upp á Robert De Niro. Hann er fáránlega góður í myndum Scorsese og sérstaklega í Raging Bull. Hann gengur mjög langt sem leikari og bætti á sig 30 kílóum fyrir hlut- verkið, byrjaði á því að massa sig mikið upp til að geta verið boxari í góðu formi. Í sömu mynd kemur hann einnig fram akfeitur þegar ferillinn hans og lífið eru komin í vaskinn. Annars finnst mér mjög erfitt að velja á milli þriggja mynda, Raging Bull, Taxi Driver og Mean Streets, þær eru allar frábærar,“ segir Vera Sölvadóttir þáttagerðarmaður. ➜ Raging Bull GÓÐIR GÆJAR OG NAUT Í FLAGI Bestu myndir Scorsese skarta Robert de Niro í aðalhlutverki Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese fagnar sjötugsafmæli í dag. Ferill Scorsese, sem er einn áhrifamesti leikstjóri kvikmyndasögunnar, hófst í heimaborginni New York árið 1967. Síðan þá hefur hann leikstýrt meistaraverkum á borð við Raging Bull, Taxi Driver, Goodfellas og The Departed auk þess að gera nokkrar heimildarmyndir. Hér er stiklað á stóru yfir feril Scorsese. 72 ÓSKARSTILNEFNINGAR Myndir Scorsese hafa fengið 72 Óskarstilnefningar og hlotið 24 Ósk- ara. Scorsese hefur sjö sinnum verið tilnefndur fyrir bestu leikstjórn en aðeins unnið einu sinni fyrir myndina The Departed. Myndirnar sem hann var tilnefndur fyrir eru Hugo, The Aviator, Gangs of New York, Goodfellas, The Last Temptation of Christ og Raging Bull. 133 MÍNÚTUR Meðallengd kvikmynda Scorsese er 133 mínútur. Stysta myndin er Boxcar Bertha sem er 88 mínútur en sú lengsta er George Harrison: Living in the Material World sem er 208 mínútur að lengd. Lengsta leikna myndin er Casino sem er 178 mínútur. BESTU MYNDIRNAR Scorsese hefur leikstýrt fjölmörgum frábærum myndum, meðaltalsein- kunn mynda hans á kvikmyndavefjunum IMDb og Rotten Tomatoes (RT) endurspeglar það. Myndir Scorsese fá 7,5 að meðaltali á IMDb og 84% á RT. Ef mark er takandi á meðaltali einkunna mynda hans á vefjunum tveimur þá eru myndirnar hér fyrir neðan bestu myndir leikstjórans. TÓNLISTIN Notkun Scorsese á tónlist hefur í gegnum tíðina verið einstaklega vel heppnuð. Hljómsveitin Rolling Stones hefur verið sérstaklega áberandi í lagavali leikstjórans allt frá því að hann notaði uppáhalds Rolling Stones lagið sitt, Jumpin‘ Jack Flash, í myndinni Mean Streets árið 1973. Árið 2008 kom út heimildarmynd Scorsese, Shine a Light, sem fjallar um hljómsveitina. VERÐLAUNALEIKUR Sautján leikarar hafa verið tilnefndir til óskars- verðlauna fyrir besta leik í aðal- eða aukahlutverki fyrir leik sinn í Scorsese-mynd. Fimm þeirra unnu óskarsverðlaun, þau Ellen Burstyn, Robert De Niro, Paul Newman, Joe Pesci og Cate Blanchett. Scorsese hefur leikstýrt tuttugu og fimm myndum í fullri lengd. Fyrsta myndin var frumsýnd árið 1967, hún hét upprunalega I Call First en nafni hennar var síðar breytt í Who‘s That Knocking at My Door. Myndin er 90 mínútur og fær 6,8 á IMDb. Mynd Frumsýnd Meðaltal einkunna IMDb og RT Goodfellas 1990 92,5% Taxi Driver 1976 91,5% Raging Bull 1980 91% The Last Waltz 1978 89% The Departed 2006 89% Mean Streets 1973 86,5% Hugo 2011 85,5% The King of Comedy 1983 85% 19 67 Fastagestir í myndum Scorsese Robert De Niro hefur leikið í átta af myndum Scorsese. Leonardo DiCaprio hefur leikið í fjórum af síðustu fimm leiknu myndum Scorsese.8 4 Mean Streets Taxi Driver New York, New York Raging Bull The King of Comedy Goodfellas Cape Fear Casino Gangs of New York The Aviator The Departed Shutter Island Scorsese hefur ítrekað notað sömu leikara í aðalhlutverk mynda sinna. Tvo hef- ur hann notað í ríkari mæli en aðra, þá Robert De Niro og Leonardo DiCaprio. $129.730.175 Meðaltalsinnkoma miðasölu De Niro mynda Scorsese í Bandaríkjunum. * Meðaltalsinnkoma miðasölu DiCaprio mynda Scorsese í Bandaríkjunum. * $78.918.314 Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Kyrrðardagar verða haldnir 15.-22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræði- prófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum sjá um Kyrrðardaga. Verð frá 9.900 kr. pr. dag. Kyrrðardagar eru fyrir þá sem vilja sinna andlegri og líkam- legri heilsu og fá skjól til að rækta sinn innri mann. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kyrrðardagar í Hveragerði Brynjar Guðnason brynjarg@frettabladid.is Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is * LEIÐRÉTT FYRIR VERÐBÓLGU MIÐAVERÐS.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.