Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 80

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 80
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 48 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Himinhvolfið Heilabrot Skáldin leynast víða Börn eru skáld eins og ljóðasýning í Safnahúsi Borgarfj arðar ber með sér. Sýn- ingin er sett upp í tengslum við dag íslenskrar tungu og þar eru ljóð 10 og 11 ára barna í skólum á svæðinu. Hér birtast þrjú þeirra og smá kynning á höfundunum. HRAFNHILDUR ELÍN HINRIKSDÓTTIR JÓHANN HLÍÐAR HANNESSON GUTTORMUR JÓN GÍSLASON Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 18 „Eins og ég hef oft áður sagt er ég snillingur í sudoku“ tilkynnti Róbert rogginn. „Svo ég ætla að leyfa ykkur að glíma við þessa gátu svo ég eyðileggi ekki fyrir ykkur ánægjuna með því að leysa hana á mettíma,“ svo setti hann nefið upp í loft með miklum gáfumanna svip. Það sauð á Kötu. Gorgeirinn í Róberti fór í hennar fínustu, en hún ætlaði ekki að láta það hindra sig í að leysa gátuna, öðru nær, einn daginn myndi hún vera orðin það klár í sudoku að hún gæti skorað hann á hólm. „Upp með ermarnar,“ sagði hún ákveðin. „Sýnum Róberti að við getum leyst þetta léttilega.“ 7 2 5 6 1 8 2 2 3 9 8 5 2 1 3 3 9 6 5 8 4 5 6 3 4 8 4 6 2 7 5 4 2 6 3 6 1 7 9 4 Getur þú leyst þessa gátu og hjálpað Kötu að verða klár í að leysa sudoku þrautir? Hvað heitir þú og hvar áttu heima? „Guttormur Jón Gíslason, ég á heima á Hvanneyri.“ Finnst þér gaman að yrkja ljóð? „Allt í lagi.“ Yrkir þú mikið? „Nei, en ég skrifa stundum sögur og er að búa til helgar- blað með vinum mínum.“ Áttu þér uppáhaldsljóð eftir aðra? „Veit ekki– kannski eitthvað eftir Bubba eða MC Gauta.“ Hvernig fékkst þú hugmyndina að ljóðinu sem er á sýningunni í Safna- húsi Borgarfjarðar? „Við áttum að gera ljóð um áhugamál. Ég æfi sund og var bara hugsa hvað gerist þegar ég er að synda.“ Hvar áttu heima? „Ég á heima í Borg- arnesi.“ Finnst þér gaman að yrkja ljóð? „Já.“ Yrkir þú mikið? „Já, þegar liggur vel á mér.“ Áttu þér uppáhaldsljóð eftir aðra? „Blessuð sólin elskar allt.“ Hvernig fékkst þú hugmyndina að ljóðinu sem er á sýningunni í Safna- húsi Borgarfjarðar? „Bara gott að vita af öryggi í lífinu.“ Hvar áttu heima? „Á Mýrum.“ Finnst þér gaman að yrkja ljóð? „Já.“ Yrkir þú mikið? „Já.“ Áttu þér uppáhaldsljóð eftir aðra? „Já, Lóan er komin eftir Pál Ólafsson.“ Hvernig fékkst þú hugmyndina að ljóðinu sem er á sýningunni í Safna- húsi Borgarfjarðar? „Ég var að mála vinkonu mína og það mistókst og ég gerði svart í kringum augun, eins og kom fram í ljóðinu. Maður getur ekki breytt sjálfum sér að öllu leyti.“ 1. Maður nokkur fellur frá borði og skolar á land á eyðieyju. Eyjan er um 100 kílómetra frá næsta landi. Hann kann ekki að synda, vatn- ið er um 50 metrar að dýpt og eyjan hefur ekkert sem hann getur búið til bát eða fleka úr. Án hjálpar manna né dýra tekst honum samt að komast af eyjunni. Hvernig fer hann að því? 2. Þegar vökvi lendir á mér, sogast ekki dropi inn í mig. En ef of mikið er hreyft við mér, gef ég frá mér vökva. Ef ég er lamin skipti ég lit. Og fyrir er ég til í alls konar litum. Það sem ég umlyk er ótrúlega flókið, en sjálf er ég mjög eftirgefanleg. Hver er ég? SVÖR 1. Hann bíður eftir að vatnið frjósi, og gengur yfir það. Það var enginn búinn að segja að þetta væri hitabeltiseyja! 2. Húðin. Haustinu fylgir dimma því suðurhvelið hallar sér að sólinni á þeim árstíma en tunglið og stjörnurnar lýsa upp í kring- um okkur á kvöldin og nóttunni þegar heiðskírt er. Gaman er að virða fyrir sér himin- hvolfið á stjörnubjörtum kvöldum og ekki spillir ef við þekkjum eina og eina stjörnu með nafni. Þá getum við alltaf leitað þær uppi aftur og finnst eins og við höfum hitt gamlar vinkonur þegar við komum auga á þær. Fáar stjörnur eru jafn auðþekktar og Pólstjarnan sem er nánast beint yfir Norðurpólnum. Hún er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla birni og í gömlum íslenskum ritum er hún oft kölluð leiðarstjarna enda er hún oftast sýnileg á næturhimninum. Hún er í um 820 ljósára fjarlægð. Heimild/Vísindin og www.visindavefurinn.is ÖRYGGI Öryggi er máttur sem er mikilvægur. Umhyggja er líka mikilvæg. Mamma og pabbi veita mér öryggi og umhyggju. ÉG ER BARA ÉG Ég er bara ég og vil ekki vera neinn annar. Ég segi ekki það sem ég hugsa, því ég er með saum fyrir munni og svart í kringum augu og nasir. Ég er bara ég og get ekki verið neitt annað. SUNDLJÓÐ Hendurnar ýta vatninu frá. Innan skamms ég bakkann sá. Horfi á botninn, lít til himins. Horfi á botninn, lít til himins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.