Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 92

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 92
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurn- ingar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri „gigg“ eins og þeir kalla þetta í „bransanum“. GRÍN mitt gengur gjarnan út á að finna það sem er óvenjulegt og draga góðlátlegt dár að því, búa til dálítið klikkaðar pers- ónur sem ég mála sterkum litum, allt vel meint auðvitað. Tökum sem dæmi karakt- erinn Sarúnas: lesblindan offitusjúkling frá Litháen sem er hornreka í þjófageng- inu sem hann er í af því að öryggisverð- irnir í Kringlunni hlaupa hann alltaf uppi og hann ruglast oft á merkjavör- unni sem hann á að hnupla. Eins og þið heyrið tæpi ég á samfélagslegum málum, fjölmenningu og einelti. VIÐBRÖGÐIN voru blendin í fyrstu. Í mig hringdi fólk sem sakaði mig um fordóma og að ala á andúð á tiltekn- um hópum. Ég reyndi að benda á að þvert á móti væri ég að reyna að fá fólk til að hlæja að þessum hópum en allt kom fyrir ekki. ÉG held að það standi gríni mínu fyrir þrifum að ég er hvítur karlmaður að skríða á miðjan aldur, sem er sá minnihlutahóp- ur sem á hvað erfiðast uppdráttar nú um mundir og auðvelt er að væna um fordóma. Það sem verra er á ég enga nána vini úr minnihlutahópum sem eru í tísku. Þegar Árni Johnsen var til dæmis vændur um hommaandúð benti hann á að margir af hans bestu vinum væru hommar. Hann getur því ekki haft óbeit á hommum. Árni Johnsen á svo marga samkynhneigða vini að hann er hér um bil hommi sjálfur. NÚ voru góð ráð dýr. Mér var um það bil að falla allur ketill í eld þegar lausnin blasti skyndilega við mér. Ég bý nefnilega svo vel að eiga tvær tengdamömmur. Þið lásuð rétt. Ég er í mægðum við tvær lesbískar konur á sjötugsaldri. Fyrir grínista á tímum félags- legs rétttrúnaðar er þetta það sem kallað er „jackpot“. Enda hefur þetta reynst mér afar dýrmætt. Um leið og ég verð var við að grínið mitt þykir fara yfir strikið bæti ég við: „Þetta er allt í lagi, tengdamömmur mínar eru lesbíur“. Þá eru allir sáttir. EF eitthvað er hefur þetta gert mér fært að ganga nokkuð lengra í að gera grín að þeim sem eru öðruvísi. Það er lykilatriði þegar maður er að herma eftir öðrum að mála sérkenni þeirra nógu sterkum litum. En lengra verður þetta ekki í bili. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Þessi einleikur um Freyju Haralds skrifar sig ekki sjálfur. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA Myndasögur PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Við lesbíurnarLÁRÉTT2. létu, 6. pfn., 8. krá, 9. gogg, 11. tveir eins, 12. umstang, 14. smámjaka, 16. skóli, 17. kopar, 18. umfram, 20. grískur bókstafur, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. stjórnarumdæmis, 3. í röð, 4. flutningaskip, 5. dýrahljóð, 7. gáta, 10. rotnun, 13. gerast, 15. einsöngur, 16. skraf, 19. kvað. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. ég, 8. bar, 9. nef, 11. rr, 12. stúss, 14. rikka, 16. ma, 17. eir, 18. auk, 20. pí, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. áb, 4. farskip, 5. urr, 7. getraun, 10. fúi, 13. ske, 15. aría, 16. mas, 19. ku. Allt í lagi, leyfðu mér að kasta einu fram sem gæti hljómað undarlega en... Haltu þér fast... Ég hef aldrei hitt stuðningsmann Man. United sem er 100% heill í hausnum! Flestir eru uppfullir af göllum; haltra, skjálfa, slefa, eru alltof þungir og hirða illa um sig! Og allt þetta dregur þá í átt að Manchester United? Eða öfugt sko! Ég er að greina eitthvað munstur! Það er það sem ég meina! Þetta er rétt hjá þér! Þetta er alveg merkilegt! Ég keypti nýja skyrtu handa þér, Palli. Í alvöru? Takk, mamma. Hún er flott! Geturðu gert hana gamla og rifna snöggvast? Ég gleymdi gleraugunum mínum, stendur hér að þú hafir verið náðaður? Það sama með áhangendur Chelsea með þétt á milli augnanna... SKJALDBAKA!? Hvað varstu að hugsa? Þú veist að við erum óheppin með gæludýr! Það er ekki rétt. Og...? Meinarðu að þú sjáir eitthvert mynstur? Hvað kom fyrir halakörturnar? Fiðrildið? Kakkalakkann? Hamsturinn? Þær dóu. Það dó. Hann dó. Hann dó. Skemmtilegustu skopmyndateiknarar landsins leggja til teikningarnar – og þú semur brandarann Inniheldur 150 frábærar teikningar eftir HUGLEIK DAGSSON, HALLDÓR BALDURSSON, LÓU HLÍN HJÁLMTÝSDÓTTUR OG SIGMÚND Hlæðu af þér hausinn um jólin Einfalt og hrikalega fyndið nýtt íslenskt spil sem öll fjölskyldan mun liggja í hláturskasti yfir SKRÍPÓ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.