Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 8
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Rafmagnið á heimilinu fær nýtt og spennandi
hlutverk, laugardaginn 5. janúar, kl. 12:00.
Verðum í sambandi.
HEILBRIGÐISMÁL Fórnarlömb nauðgana eru líklegri
en aðrar verðandi mæður til að stunda áhættu-
hegðun á meðgöngu. Þær konur sem hafa leitað til
Neyðarmóttöku Landspítalans (LSH) vegna kyn-
ferðisofbeldis eru líklegri til að reykja, vera of
þungar og nota ólöglega vímugjafa á meðan þær
eru ófrískar, en slíkt er oft fylgikvilli áfallastreitu-
röskunar, þunglyndis og kvíða.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Agnesar
Gísladóttur, doktorsnema í Lýðheilsufræðum við
Háskóla Íslands. Agnes og samstarfsfólk hennar
öfluðu gagna frá Neyðarmóttöku LSH um þúsund
konur sem leitað höfðu til spítalans vegna kyn-
ferðisofbeldis á árunum 1993 til 2008 og fæddu
barn eftir ofbeldið til apríl 2011. Afar fá börn, ef
einhver, voru getin við nauðgunina. Til saman-
burðar voru um 1.700 konur valdar af handahófi,
sem fæddu barn á sama tímabili en höfðu ekki
leitað til Neyðarmóttökunnar.
Rannsóknin, Áhættuþættir og heilsa á með-
göngu hjá mæðrum sem hafa orðið fyrir kynferðis-
ofbeldi, er doktorsverkefni Agnesar. Þessir áhrifa-
þættir hafa aldrei verið skoðaðir áður svo vitað sé,
en flestar erlendar rannsóknir skoða áhrif kyn-
ferðisofbeldis á unga þolendur. Þessi rannsókn nær
til kvenna frá aldrinum þrettán ára og upp úr.
„Hér á landi er líka einstakt tækifæri til að taka
saman gögn og vinna úr þeim án þess að hafa sam-
band við konurnar og valda þeim þannig óþæg-
indum,“ segir Agnes. Hún bendir á að kynferðisof-
beldi hafi oft og tíðum langvarandi áhrif á heilsu
brotaþola og markmið rannsóknarinnar sé að
skoða hvort mæðrum sem urðu fyrir kynferðisof-
beldi á unglings- eða fullorðinsaldri sé hættara við
að vera með áhættuþætti eða lakari heilsu á með-
göngu síðar á lífsleiðinni, samanborið við mæður
sem ekki höfðu orðið fyrir slíku ofbeldi.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á
stóru málþingi um rannsóknir í líf- og heilbrigðis-
vísindum í Háskóla Íslands í gær. sunna@frettabladid.is
Fórnarlömb nauðgana taka
frekar áhættu á meðgöngu
Verðandi mæður sem hafa orðið fyrir nauðgun eru líklegri en aðrar til að reykja, vera of þungar og nota
vímuefni, samkvæmt nýrri rannsókn. Allt eru fylgifiskar áfallastreituröskunar, þunglyndis og kvíða.
Helsti munur á milli hópanna tveggja fólst í reyk-
ingum á meðgöngu og líkamsþyngd. Þær mæður
sem hafa orðið fyrir nauðgun eru frekar of þungar
og hætta síður að reykja. Vímuefnaneysla var ekki
mikil innan hópanna, en þó meiri meðal þeirra
mæðra sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi.
„Þetta bendir til þess að það þurfi að veita
konum sem hafa orðið fyrir áföllum sérstakan
stuðning á meðgöngu,“ segir Agnes. „Svo er líka vert
að benda á að það hjálpar að draga úr reykingum.
Þetta snýst ekki endilega um allt eða ekkert.“
Þurfa sérstakan stuðning
FYRSTA
SINNAR
TEGUNDAR
Doktorsverk-
efni Agnesar
er það fyrsta
sinnar teg-
undar í heim-
inum svo vitað
sé, en fram
til þessa hafa
rannsóknir
aðallega beinst
að áhrifum
kynferðisof-
beldis á unga
þolendur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
AKUREYRI Slökkvilið Akur eyrar
var kallað út 2.306 sinnum
á nýliðnu ári. Það er um 8%
fjölgun frá fyrra ári. 1.768 sinn-
um var liðið kallað út á sjúkra-
bílum á nýliðnu ári, en það er
um 13% aukning frá fyrra ári.
463 sjúkraflug voru á árinu
2012 þar sem 487 sjúklingar
voru fluttir. Þar er um að ræða
um 8% fækkun á flugum milli
ára eða 11 flug. Fjöldi sjúkra-
fluga helst nokkuð stöðugur á
milli ára, en þau hafa flest orðið
494 árið 2008. Sjúkraflutninga-
menn frá slökkviliði Akureyrar
hafa farið í 4.916 sjúkraflug frá
því 1997.
Erill á Akureyri á síðasta ári:
Slökkviliðið
kallað út
2.306 sinnum
FÆREYJAR Á nýliðnu ári fæddust
622 börn í Færeyjum, sem er
nokkuð meira en árið 2011 þegar
576 börn fæddust. Á frétta-
vefnum Portalnum kemur fram
að 596 barnanna hafi fæðst á
Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn.
Þrátt fyrir þessar jákvæðu
fréttir hefur Færeyingum hins
vegar fækkað stöðugt frá árinu
2008, úr 48.700 niður í tæp 48.100
síðasta haust, og hafa íbúar
eyjanna nokkrar áhyggjur af
þeirri þróun.
Sérstaklega er horft til brott-
flutnings ungs fólks, sem getur
haft í för með sér vítahring fólks-
fækkunar. - þj
Barnalán frænda vorra:
Fleiri nýburar í
Færeyjum 2012
FRÁ ÞÓRSHÖFN Nýburum í Færeyjum
fjölgaði milli ára.
DANMÖRK Tvítug kona slasaðist
nokkuð í Kaupmannahöfn á
nýársmorgni eftir að hafa orðið
fyrir læknabíl við Ráðhústorgið.
Í frétt Politiken segir að lækna-
bíllinn hafi fylgt sjúkrabíl á leið
til að sinna fórnarlambi hnífs-
stungu. Konan hafi stigið út á
götuna milli bílanna með fyrr-
greindum afleiðingum.
Hún var flutt á sjúkrahús þar
sem hún gekkst undir aðgerð
vegna beinbrota en var ekki talin
í lífshættu. - þj
Bílslys í Kaupmannahöfn:
Var ekin niður
af læknabíl
IÐNAÐUR Allar rannsóknir benda til þess að
Íslendingar verði olíuþjóð, segir leitarstjóri
Valiant Petroleum í Noregi. Leyfi fyrir
olíuleit á Drekasvæðinu verða undirrituð af
ráðherrum Íslands og Noregs í dag.
„Hann er mjög mikilvægur,“ segir leitar-
stjórinn Terje Hagevang um daginn í dag,
„rétt eins og þegar olíustarfsemi hófst í
Noregi 1965-66. Hún er hafin og á sér fram-
tíð á sviði olíu- og gasvinnslu á íslensku
hafsvæði. Það er ég sannfærður um. Þetta
ræsir starfsemina.“ Hagevang er jarðfræð-
ingur og stýrir olíuleitinni fyrir hönd Vali-
ant-hópsins. Stöð 2 ræddi við hann í gær.
Fyrir fjórum árum opinberaði Hage vang
það mat sitt að Jan Mayen-svæðið væri álíka
auðugt og Noregshaf, og hann segir að nýjar
rannsóknir hafi styrkt þá trú sína. „Þekk-
ing okkar byggð á endurvarpsmælingum og
sýnum sýnir að aðstæður eru fyrir hendi
fyrir olíu- og gasvinnslu og berg rannsóknir
sýna virkt jarðolíukerfi þar. Allt er þar sem
þarf til að finna olíu og gas.“
Hann segist telja að fyrsti olíuborpallur-
inn komi á Jan Mayen-svæðið eftir fimm
til sex ár, en segir skattakerfið mun betra í
Noregi fyrir olíuleit og því sé mögulegt að
borun hefjist ekki Íslandsmegin þá. - kmu
Leitarstjóri norska olíufyrirtækisins Valiant Petroleum segir allt benda til að Ísland verði olíuríki:
Leitarleyfi fyrir Drekasvæði gefin út í dag
FARIÐ YFIR MÁLIN Ola Borten Moe, olíu- og orkumála-
ráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra
funduðu um olíumálin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI