Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 62
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46
„Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Áka-
dóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en
sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ást-
hildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en
vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá
með upptökustjóra.“
Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers
til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna
upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrj-
uðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í bið-
stöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við
vorum í skólanum og svona.“
Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem
fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar
geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan
þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við
tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og
sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega
lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir
Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blás-
aranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir.
„Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og
hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega
að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu popp-
stússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar
vel.“ - hva
Pabbi passar Pascal Pinon
Þær Jófríður og Ásthildur Ákadætur skipa dúettinn Pascal Pinon, sem sendi
nýverið frá sér plötuna Twosomeness, en þær taka pabba með í tónleikaferðir.
PASCAL PINON Systurnar spila á
Eurosonic-hátíðinni í Hollandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er enginn hestur og engin náttúra,“ segir Helgi
Jóhannsson, en hann leikstýrir myndbandi söng-
konunnar Saint Lu við eitt þeirra fjögurra laga sem
keppa í lokaúrslitum þýsku undankeppninnar fyrir
Eurovision.
Tökur hefjast í næstu viku og verður mynd bandið
tekið í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er millistórt
tónlistarvídeó og þegar mest er telur hópurinn um
fjörutíu manns, með tökuliði og leikurum,“ segir
Helgi. Í myndbandinu fylgjast áhorfendur með vafa-
sömum ævintýrum söngkonunnar, sem kallast réttu
nafni Luise Gruber, með elskhuga sínum um dimma
Reykjavíkurnótt.
Helgi hefur leikstýrt allnokkrum íslenskum
myndböndum, meðal annars verðlaunamyndbandi
fyrir rafpopparann Berndsen og nú síðast fyrir
rokksveitina Diktu.
Þýska myndbandið er hins vegar stærsta verk-
efni Helga til þessa og ef framlag söngkonunnar ber
sigur úr býtum gæti farið svo að myndbandið fylgdi
laginu í aðalkeppnina. „Annars vil ég ekki fullyrða
neitt. Það getur vel verið að hún geri annað mynd-
band ef hún vinnur,“ segir Helgi og gefur lítið fyrir
getgátur um framtíðina. - hva
Leikstýrir þýskri poppsöngkonu
Helgi Jóhannsson gerir Eurovision-myndband fyrir söngkonuna Saint Lu.
ENGIN NÁTTÚRA Helgi og Saint Lu halda sig innan borgar-
marka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég ætla að synda einn kílómetra.
Svo ætla ég að halda upp á afmæli
dóttur minnar á sunnudaginn. Hún
verður fjórtán ára.“
Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti hjá
Listaháskóla Íslands.
HELGIN
Plötusala árið 2012 var um 8%
minni en árið áður. Þetta kemur
fram ef Tónlistinn er skoðaður.
Hann tekur saman sölutölur úr
öllum stærstu smásöluverslunum
landsins. Listinn segir ekki alla
söguna því ekki eru allar verslanir
teknar með í reikninginn en er
mjög nærri lagi.
Árið 2011 var metár í plötusölu
hérlendis og því erfitt að bera 2012
saman við það. Þá seldist plata
Mugisons, Haglél, í um þrjátíu þús-
und eintökum sem er met. Salan
2009 og 2010 markast af því að
engin plata náði álíka vinsældum
og Haglél eða Dýrð í dauðaþögn
með Ásgeiri Trausta sem seldist
í um 22 þúsund eintökum í fyrra.
Salan 2012 var sú næstbesta á
undanförnum fjórum árum hvað
varðar seld eintök. Hún var 10%
betri en 2009 og 25% betri en
2010. „Árið var frábært í nýjum
íslenskum plötum. Markaðurinn
virðist hafa brugðist vel við þeirri
staðreynd því salan var mjög góð,“
segir Eiður Arnarsson hjá Senu,
stærstu útgáfu landsins. „Ungu
listamennirnir seldu afgerandi vel.
Það er svolítið stóra fréttin, sýnist
manni.“
Þar á hann við Ásgeir Trausta,
Of Monsters and Men, Retro Stef-
son, Valdimar og fleiri flytjendur
sem nutu mikilla vinsælda á síð-
asta ári. Plata Of Monsters and
Men, My Head Is an Animal,
seldist í um tíu þúsund eintökum á
árinu en alls hefur hún selst í um
tuttugu þúsundum síðan hún kom
út 2011. Retro Stefson seldi plötu
sína í yfir fimm þúsund eintökum,
sem er gullsala.
Meðal eldri listamanna sem
seldu minna en oft áður var Bubbi
Morthens. Platan hans Þorpið, sem
kom út síðasta vor, seldist í um
3.500 eintökum á meðan Ég trúi á
þig með Bubba og Sólskuggunum
frá 2011 fór í um 5.500 eintökum.
Í erlendu deildinni seldi ensk-
írska strákabandið One Direction
plötuna Take Me Home í um 1.500
eintökum og kanadíski poppar-
inn Justin Bieber var á svipuðum
slóðum með Believe. Platan 21 með
Adele seldist einnig vel árið 2012
þrátt fyrir að hafa komið út ári
fyrr. Merry Christmas, Baby með
Rod Stewart vakti líka lukku og
seldist í um eitt þúsund eintökum.
freyr@frettabladid.is
Plötusala dróst saman um 8%
Salan árið 2012 var samt mjög góð. Ungir listamenn seldu meira en þeir eldri.
SELDU VEL 2012 Of Monsters and Men seldi plötuna sína í
um tíu þúsund eintökum árið 2012. One Direction naut einnig
vinsælda hér á landi.