Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 4. janúar 2013 | SKOÐUN | 17 Þann 29. desember síðast- liðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson land- lækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættis- ins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri hátt- að ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar emb- ættið gjarnan í sama stíl og fyrr- nefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrif- um um lög landlæknis og að emb- ættið vinni „ítarlega og faglega“. Flestar hinna efnislegu athuga- semda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoð- um þessa grein nánar. Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu emb- ættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúninga- taktík embættisins. Úrskurð- inum var hnekkt af velferðar- ráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrð- inga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagn- araðilinn var meðeigandi Lækna- stöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki mann- dóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó að æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagn- araðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrð- ing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættis- ins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grund- vallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur feng- ið tækifæri til að svara en hunsað með öllu. Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættis- ins um vinnubrögð sín mega telj- ast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðis- athugun á stjórnsýslu landlæknis- embættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvört- unarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef til- efni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verð- ur í frumkvæðisathugun á stjórn- sýslu landlæknis“. Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögð- um landlæknisembættisins. ➜ Úrskurðinum var hnekkt af velferðar- ráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rang- færslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlut- leysis umsagnar aðila. HEILBRIGÐIS- MÁL Árni Richard Árnason verkfræðingur Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, framhjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíó- myndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. En allt í lagi. Ég ætla ekki að hefja nýja árið með heljarinnar skeifu og auðvitað er ég massa- þakklátur öllum þeim sem skipu- lögðu hlaupið, sérstaklega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem klöppuðu fyrir manni á leiðinni í veðri sem var margfalt erfið- ara þeim sem stóðu en þeim sem hlupu. Ég er bara að segja: Reykjavík getur boðið betur. Gamlárshlaupið var þar til fyrir ári hlaupið eftir svipaðri leið og 10 kílómetrarnir í Reykjavíkur- maraþoninu, hringinn í kringum Vesturbæ Reykjavíkur og Sel- tjarnarnes. Í fyrra var gerð breyt- ing þar á og rás- og endamarkið flutt í Hörpu og hlaupið meðfram sjó. Harpan hentar reyndar vel þegar hýsa á margmenni en ég veit ekki með það að láta fólk hlaupa svo langt frá öllu mannlífi. Jú, kannski þvælast hlauparar fyrir fæstum með þessu móti. Fæstum bílum það er að segja. Menn geta keyrt Nesveginn ótruflaðir. En mikið asskoti er þetta leiðinlegt. Eini maðurinn sem yrti á mig, að sjálfboðaliðun- um undanskildum, sat fastur í bíl í Vatnagörðum og muldraði eitt- hvað í áttina til mín, með sígar- ettu í annarri. Ég ímynda mér að hann hafi sagt: „Áfram, Pawel, þú getur þetta!“ Ég er þó ekki viss. Lynghaginn Allir sem einhvern tímann hafa reimað á sig skóna og hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu hljóta að kannast við þá upplifun að hlaupa í gegnum Lynghagann. Þar koma íbúarnir allir fram á stétt með dollur, skilti og tónlist og hvetja fólk til dáða. Svipuð stemning tekur svo aftur við þegar hlaupið er í gegnum Lindarbraut úti á Sel- tjarnarnesi. Djasshljómsveitir, pepp tónlist úr hátölurum, fólk að kæla hlaup- ara með garðslöngum í heitu veðri. Stuð. Það er auðvitað engin hlaupaleið meitluð í stein. Alltaf má reyna að gera betur. En reynum þá að gera betur. Ef gera á götuhlaup í Reykjavík betri þarf að fjölga Lynghögunum og Lindarbraut- unum á leiðinni en ekki að fækka þeim. Jafnvel þótt það þýði „tafir á umferð“. Best heppnuðu almennings- hlaupin erlendis eru einmitt eftirsótt vegna þeirrar stemn- ingar sem skapast meðal hlaup- ara og áhorfenda. Góð götuhlaup eru eins og samfelld röð Lyng- haga og Lindarbrauta. Það á til dæmis við um maraþonhlaup sem haldið er á hverju hausti í bænum Berlín í norðausturhluta Þýska- lands. Flestum þekktum götum bæjarins, til dæmis Unter den Linden, 17. júní stræti og Kur- fürstendamm, er lokað bróðurpart laugardags og sunnudags. Varlega áætlað búa tvær milljónir manna á því svæði sem þær lokanir ná yfir. En samt eru það hinir rúm- lega 40 þúsund keppendur sem njóta forgangs þá helgi. Þá er for- gangsraðað í þágu mannlífs, ekki umferðar. 8.777 klukkustundir Liðið ár taldi 8.784 klukkustundir. Af þeim var Nesveginum kannski lokað fyrir akandi umferð í um sex tíma í tengslum við Reykja- víkurmaraþonið: Hinar 8.778 klukkustundir ársins fengu bíl- stjórar að hafa Nesveginn út af fyrir sig. Lífið færi auðvitað ekki á hliðina þótt sú tala færi niður í 8.777. Nú hef ég heyrt að einhverjir ökumenn hafi keyrt á sjálfboða- liða sem stýra umferð í tengslum við svona hlaup og ég hef sjálfur séð bíla reyna að brjóta sér leið í gegnum þvögu fólks, flautandi á allt og alla. Það er engin ástæða til að beygja sig undir svoleiðis ribbalda hátt. Ef götum er lokað tvisvar á ári vegna hlaupa og þær lokanir eru auglýstar með góðum fyrirvara geta þeir sjálfum sér um kennt sem þurfa að bíða í hálf- tíma til að aðrir geti notið göt- unnar. Þeir geta þá huggað sig við að fá að hafa hana út af fyrir sig hinar 8.777 klukkustundir ársins. Að trufla ekki umferð Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Ef gera á götuhlaup í Reykjavík betri þarf að fjölga Lynghögunum og Lindarbrautunum á leiðinni en ekki að fækka þeim. Jafnvel þótt það þýði „tafir á umferð“. Raunveruleg meðferð kvörtunarmála land- læknisembættisins REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR SSD DISKAR AF MÖRGUM STÆRÐUM OG GE RÐUM 13.990 21.990 60GB SSD DISKUR 120GB SSD DISKUR Hágæða Force 3 SSD diskur frá Corsair. 525MB á sekúndu leshraði og 490MB skrifhraði. Eigum á lager mikið úrval af SSD diskum frá Corsair, OCZ, Samsung og SanDisk. frá Samsung með þriggja kjarna MDX stýringu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.