Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 56
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40
TÓNLIST ★★★★ ★
Samúel Jón Samúelsson
Big Band
4 hliðar
EIGIN ÚTGÁFA
Samúel Jón Samúelsson er einn af
duglegri tónlistarmönnum lands-
ins. Á síðustu tveimur árum hefur
hann útsett og spilað á básúnu
með fjölmörgum hljóm sveitum og
listamönnum, til dæmis Hjálmum,
Moses Hightower, Stórsveit
Reykjavíkur, Sigurði Guðmunds-
syni og Memfismafíunni, Páli
Óskari og Ásgeiri Trausta. Sammi
heldur líka úti eigin átján manna
stórsveit og 4 hliðar er fjórða plat-
an hennar. Hún er tvöföld og hefur
að geyma tólf lög.
Umbúðirnar utan um 4 hliðar
eru mjög flottar. Diskarnir koma í
tveimur pappaumslögum sem eru
hönnuð eins og vínylplötuumslög,
með innra hulstri (nærhaldi eins
og það var gjarnan kallað hér áður
fyrr). Það eru í raun fjórar fram-
hliðar á plötunni, sem passar við
nafn plötunnar. Hönnunin vísar
mjög sterkt í plötuumslög með tón-
list sem tónlist Samma og félaga
sækir áhrif til; afróbít, fönk, latín,
djass …
Nafnið 4 hliðar vísar til hliðanna
fjögurra sem verða á vínylútgáfu
plötunnar en líka til fjögurra hliða
á tónlist Samma og hljómsveitar-
innar. Það er ekki skýr munur á
hliðunum fjórum en samt er fjöl-
breytnin töluverð og engin tilviljun
hvernig raðað hefur verið á plöt-
urnar. Hlið A hefst á frábæru lagi,
Ethiopian, svo kemur
lagið Afróbít sem var
unnið með Tony Allen
og loks Ordeo ad Chao
sem er sömuleiðis frá-
bært lag með flottum
gítarleik. Afróbítið
er nokkuð ráðandi
á plötunni en djass-
áhrifin eru líka sterk
(enda djassinn eitt af
hráefnunum í afróbít-
inu!). Nokkur lög skera sig úr, t.d.
hið hæggenga Dubnotic þar sem
orgelið er einkennandi, lokalagið
Peace sem er hrein ræktað djass-
lag og hið ellefu mínútna Felafal
sem er skemmtilega kaflaskipt,
byrjar á dæmigerðu afrógrúvi en
brotnar upp og endar á kafla þar
sem bítið hverfur og saxófónarnir
syngja eins og skips-
flautur.
Sammi hefur farið
vaxandi sem laga-
smiður og hljóm-
sveitar stjóri og tón-
listin á nýju plötunni
er sterkari en á síð-
ustu plötu, Helvítis
Fokking Funk, sem
kom út fyrir tveimur
árum. Fjölbreytnin er
meiri og hljómurinn betri. Á heild-
ina litið er 4 hliðar frábær plata
sem á eftir að styrkja Samma í
sessi og vonandi stækka hlust-
endahópinn. Trausti Júlíusson
NIÐURSTAÐA: Flottur kokkteill af
afróbíti, fönki og djassi frá Stórsveit
Samma.
Áhrif víða að á sterkri plötu
4 HLIÐAR „Sammi hefur farið vaxandi sem lagasmiður og hljómsveitarstjóri og
tónlistin á nýju plötunni er sterkari en á síðustu plötu …“
Leikstjórinn Quentin Tarantino
hefur tjáð sig um kvikmyndina
Prometheus, sem var að hluta til
tekin upp hér á landi.
„Ég varð fyrir dálitlum von-
brigðum með hana. Á hinn bóginn
var frekar flott að sjá stóra og
alvarlega vísindaskáldsögu epík
eftir leikstjóra á borð við Ridley
Scott,“ sagði hann í kvöldþætti
Craigs Ferguson. Tarantino bætti
því við að mörg heimskuleg atriði
hefðu samt verið í myndinni.
Nýjasta mynd leikstjórans,
Django Unchained, kemur í bíó
hérlendis 18. janúar.
Vonbrigði með
Prometheus
QUENTIN TARANTINO Leikstjórinn
varð fyrir vonbrigðum með Prometheus.
NORDICPHOTOS/GETTY
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
FÖSTUDAGUR: CHICKEN WITH PLUMS (14) 18:00, 20:00, 22:00
TAKE THIS WALTZ (14) 17:40, 20:00, 22:20 WADJDA (L)
18:00, 20:00, 22:00 SAFETY NOT GUARANTEED (L) 18:00
SEARCHING FOR SUGAR MAN (L) 22:00 DJÚPIÐ (L) (ENG.
SUBS.) 20:00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a.
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
- V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS
-EMPIRE
-H.S.S., MBL -T.V., SÉÐ OG HEYRT
-H.V.A., FBL
SÉÐ OG HEYRT/VIKAN
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLEÐILEG NÝTT BÍÓÁR 2013
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 6 L
THE HOBBIT 3D KL. 5.40 - 6.40 - 9 - 10 12
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10
CLOUD ATLAS KL. 9 16
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L
THE HOBBIT 3D KL. 3.40 - 4.30 - 7 - 8 - 10.20
THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 - 8 12
LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10
LIFE OF PI 2D KL. 8 - 10.45 10
GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.10 7 THE HOBBIT 3D KL. 3.20 - 6.30 - 10 12
LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.20 10
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L
JÓLAMYND 2012
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR
OG
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
JÓLAMYND 2012
-V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS-EMPIRE
JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR!
Í 2D OG 3D MEÐ
ÍSLENSKU TALI
-SÉÐ & HEYRT/VIKAN
Gleðilegt Nýtt Ár!
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
V I P
V I P
SINISTER KL. 8 - 10:20 - 11:30
SINISTER VIP KL. 11:30
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY3D
KL. 4:30 - 8
HOBBIT: UNEXPECTED KL. 4 -6 - 10
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY VIP
KL. 4:30 - 8
THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:40 - 5:50
SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 3:40
RED DAWN KL. 10:50
RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 3:40
AKUREYRI
SINISTER KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20
RED DAWN KL. 8
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 4
RISE OF THE GUARDIANS ENSTAL KL. 6
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 4 - 6
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
SINISTER KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
LIFE OF PI 3D KL. 8
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:30
RISE OF GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 3:40 - 5:50
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL KL. 3:20
SKYFALL KL. 10:40
KEFLAVÍK
SINISTER KL. 10
THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6
SINISTER KL. 10:40
HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D
KL. 4:40 - 8 - 11:20
HOBBIT: UNEXPECTED 2D KL. 3:40 - 7 - 10:20
LIFE OF PI 3D KL. 3 - 5:20- 8
THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30
SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 3
RISE OF GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 3
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
“PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS”
80/100
VARIETY
75/100
R. EBERT
STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM
THE HOBBIT 3D (48 ramma) 2, 6, 10
THE HOBBIT 3D 4, 7.30, 11
HVÍTI KÓALABJÖRNINN 2, 4, 6 - ISL TAL
LIFE OF PI 3D 8, 10.30
NIKO 2 - ISL TAL 2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
SÝND Í 3D
OG í 3D(48 ramma)
STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR!
GLEDILEGT NÝTT ÁR-
Dansarinn og leikkonan Julianne
Hough verður í forsíðuviðtali
febrúar- tölublaðs tímaritsins Cos-
mopolitan. Hough er 24 ára gömul
og er kærasta fjölmiðlaprinsins og
Idol-kynnisins Ryan Seacrest, sem
er 38 ára. Hún ræðir opinskátt um
samband þeirra í viðtalinu auk þess
sem hún opnar sig um misnotkun
sem hún varð fyrir á yngri árum.
Hough fluttist frá Utah í Banda-
ríkjunum til London þegar hún var
aðeins tíu ára gömul til að eltast við
dansferilinn og segir að litið hafi
verið á hana sem kyntákn frá þeim
tíma. „Þegar ég var tíu ára leit ég út
eins og ég væri 28 ára auk þess sem
ég var mjög munúðarfullur dansari.
Innra með mér bjó þó bara kvalinn
krakki sem þurfti að setja upp kyn-
þokkafullt andlit því það var vinnan
mín og líf mitt. Hjartað í mér var
samt sem áður í takt við saklausu
litlu stúlkuna sem ég var í raun.
Ég þráði bara að vera elskuð,“ er
meðal þess sem Hough segir í við-
talinu. Hún ræðir um manninn sem
misnotaði hana andlega og líkam-
lega og hræddi hana þannig að hún
þorði ekki að fara frá honum. Það
var svo þegar hún var 15 ára gömul
að hún fór á tónleika sem veittu
henni nægilegan innblástur til að
ganga burt og standa á eigin fótum.
Í dag er hún 24 ára gömul og virðist
heldur betur hafa náð tökum á lífi
sínu. Hún lék til að mynda á móti
Tom Cruise í myndinni Rock of
Ages á síðasta ári og fer með hlut-
verk í kvikmyndinni Safe Haven
sem er væntanleg á árinu.
Var ung álitin kyntákn
Kærasta Ryan Seacrest ræðir um misnotkun
OPNAR SIG Hough ræðir opinskátt um
samband sitt og Seacrest í viðtalinu,
auk þess sem hún opnar sig um mis-
notkunina sem varði í fimm ár.
NORDICPHOTOS/AFP