Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 20
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi. visir.is Á síðustu þremur áratug- um hafa þjóðarsöfn í Evr- ópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breyt- inga. Hnattræn áhrif, til- koma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðar- safna, sem hefur falið í sér endurskilgreiningu á hlut- verki þeirra og niðurskurð í fjár- veitingum. Nýverið lauk samevrópsku rann- sóknarverkefni sem kallast EuNa- Mus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endur skilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikil- vægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hug- myndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niður- stöðum, þar sem spurt er spurn- inga á borð við hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishug myndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir og ekki síst hver er reynsla gesta af þjóðar söfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins. Í víðu samhengi Það sem hefur einkennt EuNaMus- verkefnið er tilraun til þess að horfa á Evrópu í víðu samhengi. Fræði- menn hafa því einbeitt sér að því að skoða lönd utan Evrópusam- bandsins, eins og Ísland, og dregið fram einkenni og áherslur sem er mikilvægt að hafa til hliðsjónar við endurmat á hlutverkum þjóðar- safna. Forsvarsmaður verkefnis- ins, Peter Aronsson, prófessor við Háskólann í Lundi, hefur haldið því fram að best sé að kalla þjóðarsöfn menningarlegar stjórnarskrár, þar sem þau eru efnislegar birtingar- myndir á þjóðarhugmyndinni á hverjum tíma. Menningarleg stjórn- arskrá er þar með nokkuð flóknara viðfangsefni en pólitískar stjórnar- skrár, þar sem verið er að semja slíkan sáttmála á mun lengri tíma, með mun fleiri fulltrúum og með öðrum aðferðum. Dæmi um slík ferli væru Þýska þjóðminjasafnið í Nürnberg (stofnað 1850) og Þjóðminjasafn Íslands (stofnað 1863), en bæði söfnin hafa starfað þennan tíma við breytilegar póli- tískar aðstæður. Á þeim tíma sem stofnanirnar hafa starfað hefur hins vegar ríkt óumdeilt samkomulag um að þær séu fulltrúar fyrir gildi sem kenna megi við þjóðirnar. Um miðjan desember síðast liðinn var haldinn lokafundur rannsókna- verkefnisins í Búdapest, en þar voru settar fram nokkrar fullyrð- ingar sem verkefnisstjórar telja að sé mikilvægt að leiða hugann að þegar kemur að framtíðarskipan mála þjóðarsafna. Sjálfstæðar í sköpun Þjóðarsöfn verða að vera stofnanir sem eru sjálfstæðar í sköpun sinni. Ef hægt er að tala um einkenni þjóð- arsafna er það að þau taka breyt- ingum. Breytingarnar eiga sér stað í tengslum við pólitískar hræring- ar innan þjóðríkja, á milli þeirra og ekki síst í tengslum þeirra við fyrr- verandi nýlendur. Lýðfræðilegar breytingar í formi vinnuafls eða aukinnar ferðaþjónustu, aukning á tilfinningu um mikilvægi trúar- bragða, hnattvæðing og kreppuá- hrif, allt hefur þetta áhrif á þjóð- arsöfn. Þau svara breytingunum hvert með sínum hætti og er ekki hægt að segja að til sé ein ákveðin lausn á því hvernig söfn takast á við eða eigi að takast á við þessi atriði. Þjóðarsöfn eru rekin af almannafé sem pólitískir valdhafar skammta þeim. En til þess að þjóðarsöfn hafi traust almennings er mikilvægt að þau hafi og sýni sjálfstæði sitt frá valdhöfum hverju sinni. Að öðrum kosti er hætta á að almenningur missi trúna á söfn sem þátt takendur í mótun framtíðarinnar. Þjóðarsöfn verða að yfirvinna þjóðernislegar hindranir. EuNa- Mus-hópurinn stóð fyrir viða mikilli skoðanakönnun á hugmyndum gesta safna um þessar stofnanir. Eitt af því sem flestir voru sammála um var að þjóðarsöfn væru lykilstofn- anir í því að sýna fram á þjóðgildi. Mörgum þjóðarsöfnum, s.s. í Austur- Evrópu, hefur hins vegar mistekist á þessu sviði, að sýna fram á hvernig gömul þjóðgildi eiga sér nýjan bún- ing. Gamlar hugmyndir um þjóð- gildi eru því hafðar í forgrunni, í stað þess að takast á við samtíma- legar áskoranir sem hafa breytt eða ógnað eldri gildum. Vettvangur umræðna Þjóðarsöfn geta verið vettvangur til umræðna um skoðanaágrein- ing. Þjóðarsöfn geta leikið stórt hlutverk í því að vera vettvangur fyrir nýjar hugmyndir um þjóðina og tengsl þeirra. Söfnin geta efnt til opinnar umræðu um einingu, mismun, átök, ógnanir og vonir sem miða að því að þjóðin nái fram stöðugleika og breytingum. Að mati EuNaMus-hópsins hafa þjóð- arsöfn ekki verið nægilega dugleg við að nýta sér og þar með þróa þessa möguleika í starfsemi sinni. Fyrirmyndirnar eru hins vegar til staðar og má þar nefna Þýska þjóðar safnið í Berlín, sem tekist hefur á við sameiningarmál Þjóð- verja eftir fall Berlínarmúrsins og nú síðast vaxandi spurningar um hvaða þýðingu Evrópusambandið hefur fyrir hugmyndir Þjóðverja um sig sem sérstaka þjóð, borgara- legar skyldur þeirra og réttindi. Af þessari yfirferð má sjá hvernig þjóðarsöfn hafa leikið og leika enn mikilvægu hlutverki fyrir þjóðir Evrópu. Forsvars- menn EuNaMus-verkefnisins hafa hins vegar sagt að næsta skref sé að koma þekkingunni á framfæri, til yfirvalda, faglegra stjórnenda safna og almennings. Vonandi hafa Íslendingar tækifæri til að kynna sér rannsóknina og íhuga vel þær fullyrðingar sem reifaðar eru hér að framan – og í lengri útgáfu af þessari grein á vefnum. Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusam- bandinu fara nú hamför- um í áróðri sínum gegn aðildar viðræðunum sem nú standa yfir. Af ein hverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræð- urnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir blogg- arar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn ein- stakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbak- aðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undan förnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglu- gerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er ein- föld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhags- lega miklir hagsmunir eru í húfi. Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjöru- tíu ár og hefur reynst vel. Varð- andi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglu- gerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samn- inginn. Staðreyndin er sú að báðir samnings aðilar reyna að ná mála- miðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hags- muni okkar. Af samningatækni- legum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sér- lausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildar- samningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ung- verjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ung- verja sem ég er algjörlega ósam- mála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Stað- reyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all“ samningur. Hver aðildarsamn- ingur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni. Samningar og sérlausnir Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyris- sjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðs- félagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir von- brigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breyt- ingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurek- endum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til sam- þykktar eða synjunar og sjóðsfé- lagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boð- aðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðs- félagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyris sjóður hafi ekki átt fyrir skuldbind ingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund millj- ónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki and- mælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starf- semi Gildis. Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þús- und milljónum króna, 4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið, 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undan- farin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athuga- semdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun fram- kvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að vald- hafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjapp- aða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélag- inn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmda- stjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónar- mönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl. Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyris- sjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóð- stjóri sem sagði af sér. Einn valda- maðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skulda- bréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefni- lega stjórnarmenn, varafor maður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánar- laun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstak- linga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blað- ið veltir sér upp úr mein- fýsnu slúðri og skætingi um þessa einstaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endur tekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV á eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, upp- gjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum til fellum er um háar fjárkröfur og alvar- legar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutn- ing sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál. Er óhróður DV falur? MENNING Sigurjón Baldur Hafsteinsson dósent við HÍ ➜ Þjóðarsöfn verða að vera stofnanir sem eru sjálf- stæðar í sköpun sinni. Ef hægt er að tala um einkenni þjóðarsafna er það að þau taka breytingum. ESB-AÐILD Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna ➜ Engin aðildarsamn ingur er eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninga- nefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninga- nefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. ➜ Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfi r ekki and- mælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis. LÍFEYRISSJÓÐIR Jóhann Páll Símonarson sjómaður FJÁRMÁL Ólafur Hauksson almannatengill ➜ Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.