Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 46
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30
„Saga Film og Þorvaldur hefja væntan-
lega handritsvinnu fyrir þættina núna á
næstu dögum. Þeir eiga auðvitað réttinn
og aðkoma mín verður bara eins mikil og
þeir óska,“ segir Ragnar spurður hver
næstu skref verði í þróun sjónvarpsþátta
eftir bókum hans þremur, Snjóblindu,
Myrknætti og Rofi. „Mér þætti mjög
gaman að fá að taka þátt í handritsgerð-
inni en við höfum ekki enn sest niður og
rætt tilhögunina á því. Ég geri ráð fyrir
því að það verði fenginn vanur höfundur
til að semja handritið því það er auðvitað
sérhæfð vinna sem ég hef aldrei tekið þátt
í. Það yrði samt mjög lærdómsríkt fyrir
mig að hafa hönd í bagga með gerð þátt-
anna og eins þætti mér vænt um að fá að
hafa einhver áhrif á þróun þeirra. Hins
vegar treysti ég þessum góðu mönnum
fullkomlega til að gera þetta vel.“
Þorvaldur Davíð ætlar sjálfur að leika
Ara, aðalpersónu bókanna. Samræmist
hann þínum hugmyndum um þá pers-
ónu? „Ég hef þekkt Þorvald í mörg ár
og við göntuðumst með það þegar ég
var að byrja að skrifa þessar bækur að
það þyrfti að gera eftir þeim bíómyndir
og hann yrði að leika Ara. Síðan þróast
þetta þannig að það verður úr og mér
finnst hann passa fullkomlega í hlut-
verkið.“
Sögusvið bókanna er Siglufjörður, verða
þættirnir teknir upp þar? „Það er planið,
já, enda skiptir staðsetningin miklu máli í
sögunum.“
Ert þú ættaður frá Siglufirði? „Já,
afi minn og amma bjuggu þar og pabbi
var alinn þar upp þannig að ég var þar
á hverju sumri og meira og minna oft á
ári. Afi og amma eru reyndar fallin frá
en húsið þeirra er þarna ennþá og fjöl-
skyldan hefur aðgang að því.“
Ferðu norður til að skrifa sögurnar?
„Ég hef gert það, já. Nýjasta bókin, Rof,
er tileinkuð minningu afa og ömmu. Mér
fannst kominn tími til að heiðra minn-
ingu þeirra því þau voru mjög hvetjandi
á sínum tíma þegar ég var að byrja að
skrifa, löngu áður en þessar bækur komu
til.“
Hvað finnst Siglfirðingum um þessi
morð sem þú ert að láta fremja í bænum?
„Það er eiginlega sama hvern maður
hittir, það eru allir mjög jákvæðir. Enginn
virðist taka þetta nærri sér, sem betur
fer.“ Þykjast menn ekki þekkja ákveðnar
persónur úr bæjarlífinu? „Jú jú, sjálfsagt,
en ég hef nú passað mig á því að hafa
þetta allt saman skáldskap og ekki haft
ákveðnar manneskjur í huga við sköpun
sögupersónanna. Hins vegar þekkja menn
staðhættina vel og margir sem búið hafa
á Siglufirði hafa komið að máli við mig og
sagst hafa flust aftur í bæinn við lestur-
inn. Mér þykir mjög ánægjulegt að heyra
að svo vel hafi tekist til að endurskapa
staðinn. Ég hef líka reynt að takmarka
fjölda morða innan bæjarmarkanna, notað
svæðið í kring og haft Siglufjörð sem mið-
punkt. Sem manni ættuðum þaðan þykir
mér mjög skemmtilegt að hafa átt þátt
í því að koma Siglufirði á kortið í bók-
menntaheiminum.“
Þú vinnur enn þá fulla vinnu sem lög-
fræðingur. Hvað eru margir klukku-
tímar í sólarhringnum hjá þér? „Þeir eru
nú bara tuttugu og fjórir en þetta er svo-
lítið púsluspil, ég verð að viðurkenna það.
Maður vakir fram eftir þegar maður er
í stuði til að skrifa, vinnur allar helgar
og sleppir því að horfa á sjónvarp. Það er
lúmskt hvað maður græðir mikinn tíma á
því að slökkva á sjónvarpinu og setjast við
tölvuna í staðinn. Þetta er bara spurning
um að skipuleggja sig.“
Vinnurðu eitthvað við sakamál sem lög-
fræðingur? „Nei, ég hef aldrei fengist við
sakamál. Hef verið að vinna við félaga-
rétt og kenni námskeið um höfundar-
rétt í HR. Ég held það sé bara betra að
hafa þessi tvö starfssvið gjörólík, þá
kemur maður ferskur að bókunum. Ég á
góða vini í hópi lögfræðinga sem fást við
svona mál og er duglegur að leita bæði til
þeirra og lögreglumanna til að passa upp
á að klúðra engu varðandi störf lögreglu-
manna til dæmis, svo þetta verði ekki of
ótrú verðugt.“
Ertu byrjaður á nýrri bók? „Já, það er
ekki seinna vænna.“ Og um Ara þá? „Já,
ég get ekki alveg slitið mig frá honum.
Hann er eiginlega orðinn hluti af fjöl-
skyldunni.“
Ég hef þekkt Þorvald í mörg ár og við göntuðumst með það
þegar ég var að byrja að skrifa þessar bækur að það þyrfti að
gera eftir þeim bíómyndir og hann yrði að leika Ara.
Siglfi rðingar almennt jákvæðir
í garð allra morðanna í bænum
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur í samstarfi við Sagafi lm tryggt sér kvikmyndarétt á þremur spennusögum Ragnars Jónas sonar
og til stendur að gera eft ir þeim sjónvarpsþætti með Þorvald Davíð í hlutverki Ara. Hvernig horfi r þessi hugmynd við höfundinum?
PÚSLUSPIL
Ragnar segir það
krefjast mikillar
skipulagningar að skrifa
meðfram fullri vinnu
sem lögfræðingur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JOHN GRISHAM er
bandarískur lögfræðingur
sem nýtir reynslu sína úr
réttarsalnum óspart. Hann
sérhæfði sig í refsirétti og
starfaði sem lögfræðingur
í áratug áður en fyrsta
skáldsaga hans, A Time
to Kill, kom út árið 1989. Hann sló í gegn
tveimur árum síðar með sinni annarri
bók, The Firm. Alls hefur hann gefið út 25
bækur, sem hafa selst í hátt í 300 millj-
ónum eintaka. Tíu bækur hans hafa verið
kvikmyndaðar í Hollywood. Einna þekkt-
astar eru þær tvær fyrstnefndu, sem og The
Pelican Brief.
SCOTT TUROW er
bandarískur lögfræðingur.
Hann hefur skrifað átta
skáldsögur meðfram lög-
mannsstörfum sínum og
hafa þær selst í yfir 25
milljónum eintaka. Þrjár
bóka hans hafa verið kvik-
myndaðar en þeirra þekktust er sjálfsagt
Presumed Innocent frá árinu 1987 með
Harrison Ford í aðalhlutverki. Rétt eins og
hjá Grisham hverfast bækur Turow gjarnan
um lögfræði og réttarsalinn.
ALEXANDER MCCALL
SMITH er Skoti fæddur
í Suður-Ródesíu (nú
Simbabve). Hann er lög-
fræðingur að mennt og
kenndi lögfræði í Botsvana
á 9. áratugnum áður en
hann varð lagaprófessor við
Háskólann í Edinborg. McCall Smith hóf rit-
höfundarferil sinn sem barnabókahöfundur
og hafði gefið út um þrjátíu slíkar bækur
áður en hann sló í gegn með bókaröðinni
um Kvenspæjarastofu númer eitt, þar sem
segir frá Precious Ramotswe, slyngasta
spæjaranum í Botsvana.
ANNA FUNDER, ástralskur
mannréttindalögfræðingur,
sló í gegn með bók sinni
Stasiland árið 2004, þar
sem segir frá hlutskipti
fólks austan við járntjaldið
í Þýskalandi á tímum kalda
stríðsins. Stasiland, sem
hefur verið þýdd á íslensku, fjallaði um
raunverulega atburði en í fyrra gaf Funder
út sína fyrstu skáldsögu, All that I Am, sem
gerist í Þýskalandi nasismans og hefur
hlotið mikið lof og viðurkenningar.
LÖGMENN Í RITHÖFUNDASTÉTT
Friðrika
Benónýsdóttir
friðrikab@frettabladid.is
MENNING