Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 12
12 FJARÐARPÓSTURINN —ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR— Þrekmiðstöðin í júní $1. urðu þær breytingar á rekstri Þrekmiðstöövarinnar að Regin Grímsson og kona hans Ellen Björnsdóttir tóku við rekstri stöðvarinnar. Tíðindamaður Fjarðarpóstsins brá sér upp á Dals- hraun um daginn og tók þau hjón Strax við innkomuna í stöðina er augljóst að miklar endurbætur á starfseminni hafa átt sér stað og enn standa frekari lagfæringar fyrir dyrum. Þau hjónin voru fús að segja frá helstu breytingum. Fyrst má þar nefna tvo upplýsta tennisvelli utan dyra og er annar þeirra að auki með snjóbræðslu. Úti í garði er einnig kominn nýr heitur pottur með vatnsnuddi. Eins á þar að koma nýr gufuklefi með vatnsgufu eða það sem mætti kalla „turkish bath“. Verður sá klefi til- búinn nú seinna í nóvember. Við þessa breytingu stækka búnings- klefarnir nokkuð en þeir eru stund- um alltof þröngir. í tækjasal er ætlunin að bæta við lyftingatækjum og koma fyrir mörgum speglum á veggjum. Eins og glögglega sést þegar komið er inn í Þrekmiðstöðina hefur anddyrið tekið miklum stakkaskiptum. Var á gestum að heyra að sú breyting hefði heppnast sérstaklega vel. í desember verður svo tekinn í notkun 3ji salurinn fyrir veggja- tennis. Hvað varðar aukna þjónustu má nefna sjúkraþjálfara og vaxta- ræktarþjálfara auk íþróttakennara í tækjasal. Einnig er á boðstólum Karate- námskeið fyrir byrjendur tvisvar í viku. Á sunnudögum verður aðstaða fyrir kylfinga að slá kúlur sírar og eftir áramót verður golfkei. isla. Kennari verður John Nolan. Dansstudíó Sóleyjar mun verða með dansleikfimi í Þrekmiðstöð- inni eftir áramót. Það má nefna það að þeir sem stunda veggjatennis fá ókeypis kennslu. Eins eru námskeið í tennis og er Christian Staub, lærður tenniskennari, leiðbeinandi á þeim. Auk alls þess sem hér er nefnt að framan er boðið upp á leikfimi fyrir konur og karla. FH trónir á toppnum Að lokum fimm umferðum á íslandsmótinu í handknattleik hafði FH hlotið 10 stig og var með örugga forystu. Haukar eru hins- vegar við hinn enda deildarinnar nteð 3 stig. Leikir Hafnarfjarðarliðanna til áramóta verða sem hér segir: 13. nóvember: Þróttur - Haukar 23. nóvember: KR - Haukar 27. nóvember: FH - Þróttur 3. desember: FH - Haukar 7. desember: Haukar - Víkingur 9. desember: Stjarnan - FH Þá má minna á Evrópuleiki FH um aðra helgi, gegn ísraelsku hand- knattieiksliði. Áður en þessu handboltaspjalli lýkur er rétt að geta ósiðs sem fer vaxandi meðal áhorfenda í íþrótta- húsinu, en það eru reykingar á áhorfendapöllunum. Allir vita að þær eru bannaðar, skilti þar að lút- andi má sjá víða í húsinu. Samt er stundum svælt svo ótæpilega að reykjarmökkurinn liggur í loftinu. Þá hefur stundum borið nokkuð á ölvun meðal áhorfenda og er það ekki síður til skammar. Áhorf- endur og starfsfólk hússins! Tökum höndum saman og stöðv- um þennan ósóma. Athugið! Opnunartími: Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga Sunnudaga kl. 9-22 kl. 14 - 22 kl. 9-22 kl. 14 - 22 kl. 14 - 19 kl. 9-17 kl. 10 - 15 Mánud. og miðvikud. Kl. 9.00 Alm. kvennaleikfimi. Kl. 9.50 Jane Fonda (byrj.). Kl. 10.40 Jane Fonda (framh.). Kl. 18.10 Alm. leikf. kvenna. Kl. 19.00 Jane Fonda (framh.). Kl. 19.50 Jane Fonda (byrj.). Kl. 20.40 Jane Fonda (byrj.). Föstud. Kl. 18.10 Jane Fonda Þriðjud. og fimmtud. Kl. 19.00 Almenn leikimi karla. GOYU RYU KARATE Lærið sjálfsvörn og slökun. Karatae er alhliða líkamsþjálfun. Kennarar: Ómar ívarsson 1. dan. Árni Einarsson 2. dan. Karate: Þriðjud. kl. 19.50 og 20.40 Laugard. kl. 14.50 og 15.40 Innritun hafin í síma 54845 Þrekmiðstöðin Dalshrauni 4, sími 54845 Kentuclnr Fríed Chicken Kjúklingar sem allir reynaaðlíkjaeftir KJÚKUNGASTAÐURINN REYKJAVÍKURVEGI 72 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 53371 C.oi Sanders ongmai >♦■( ipe Kgntucky Fned Ghicken

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.