Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 16
FJflRDW Atvinnulausum fer fækkandi Nú um mánaðamótin eru á atvinnuleysisskrá 24 manns, þ.e. 13 konur og 11 karlar, er skiptist þannig: Verkakonur 8 Verkamenn 8 Verslunarkonur 4 Rafvirki 1 Bókagerðamaður 1 Iðnverkamenn 1 Iðnverkakonur 1 Skráðir atvinnuleysisdagar í október 1983, 567. Hjá konum 298 dagar og körlum 269 dagar. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um 25 frá síðustu mánaðamótum. Eins og um getur í síðasta mánaðaryfirliti er ekki um raunverulegt atvinnuleysi að ræða, að undanskildum nokkrum sem lausráðnir voru í Álverinu í Straumsvík og hafa ekki verið endurráðnir. Rétt er að geta þess að af ofan- greindum fjölda atvinnulausra eru 37,5% með læknisvottorð uppá það, að viðkomandi þoli aðeins létta vinnu. Allt bendir til þess að atvinnu- ástand verði eðlilegt fyrri hluta nóvember, en margir óvissuþættir eru í öflun hráefnis fyrir fisk- vinnslufyrirtækin og er nú þegar orðinn umtalsverður samdráttur. Sædýrasaf nið opnar á ný Hátt á annað þúsund manns heimsótti Sædýrasafnið um síðustu helgi, en þá var safnið opnað að nýju eftir u.þ.b. þriggja ára hvíld. Forráðamenn safnsins voru mjög ánægðir með þennan gestafjölda og kváðust bjartsýnir á góða aðsókn í framtíöinni. Safnið verður opið alla daga vikunnar frá kl. 10 - 19. Á virkum dögum býr safnið sig undir að taka sérstaklega á móti hópum skóla- nemenda. Er þá æskilegt að tímar séu pantaðir með einhverjum fyrir- vara svo að hægt verði að veita hópunum leiðsögn og gefa þeim kost á að fylgjast með fóðrun dýr- anna. Að sjálfsögðu fá skólanemendur hópafslátt á aðgangseyri að safn- inu. Fjarðarpósturinn fagnar opnun Sædýrasafnsins og hvetur bæjar- búa til að skreppa i heimsókn þangað. BÆJARMALA JLpunktar * Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir því við póst- og síma- málastjóra og samgöngu- og fjármálaráðuneytið, að nú þegar verði hafnar viðræður um hugsanleg kaup Hafnarfjarðar- bæjar á húseigninni Austurgötu 11 undir starfsemi Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Stefnt skuli að því að niðurstaða við- ræðna liggi fyrir áður en gengið verði endanlega frá fjárlögum ríkisins fyrir 1984. Jafnframt er þess farið á leit við samgöngu- og fjármálaráðherra að þeir afli heimilda til hugsanlegrar sölu fasteignarinnar. * Heilbrigðisráð hefur sam- þykkt að afturkalla stöðvun á rekstri söluturnsins, sem sam- þykkt var á fundi ráðsins 27. sept. 1983. Stefáni Jónssyni, Hverfisgötu 57, hefur verið veitt bráðabirgðaleyfi til þess að starfrækja sælgætis- og tóbaks- verslun, sem eingöngu hefur á boðstólum innpakkað sælgæti, innpakkaðan ís úr frysti ásamt gosdrykkjum. * Bæjarrád hefur úthlutað lóð- um til eftirtalinna: a. Jófríðarstaðavegur 17 og 19 (einbýli): 1. Björn B. Líndal, Kviholti 3. 2. Hörður Þórarinsson, Grænukinn 18. b. Móabarð 33 (einbýli): Jón Georg Ragnarsson, Selvogsgötu 9. Til vara Guðmundur R. Guðmundsson, Suðurbraut 14. Vallarbarð 25: Ragnar Höskuldsson, Reykjavík c. Klettagata 8 (einbýli): Ingvi R. Einarsson, Breiðvangi 24 d. Setberg (einbýli); 1. Jón Vignir Jónsson, Sævangi 15 2. Sigurður Ó. Jónsson, Sævangi H 3. Guðrún J. Sigurjónsdóttir, Hurc'ar- baki, Kjós. 4. Jón Marteinsson, Köldukinn 20 5. Páll Viggó Jónsson, Álfaskeiði 90 e. Setberg (raðhús): 1. Gísli Jón Höskuldsson, Reykjavikur- vegi 50 2. Sveinn Jónsson, Selvogsgötu 20 * Bæjarstjórn hefur sámþ. að umferð um Stakkahraun og Hjallahraun hafi aðalbrautar- rétt gagnvart aðliggjandi götum. Heilbrigðisráð mælir með heilsugæslustöd Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar hefur skilað til bæjaryfirvalda ítar- legri greinargerð um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu i Hafnarfirði og kostnað er fylgi við að breyta frá núverandi fyrirkomulagi yfir í heilsugæslustöðvarkerfi skv. lögum nr. 59/1983. í greinargerð hennar kemur fram að heilbrgðisráð telur að með heilsugæslustöð verði hægt að bæta þjónustu til muna. Bent er á, að ýmis þjónusta, sem nú er bundin einstaka dögum, verði látin í té alla daga, gæsluvaktir starfi allan sólar- hringinn og m.a. verði opið um helgar, og minniháttar slysaþjón- usta verði veitt. Hvað snertir kostnaðinn er sýnt að fyrir bæjarsjóð verði hann nokkuð meiri en hann er í dag. Óvissa ríkir þó um endanlega kostnaðarhlutdeild ríkis og bæjar, enda hefur enn ekki verið sett gjald- skrá af ráðherra, skv. lögum um heilsugæslustöðvar, þar sem kveð- ið er á um greiðslu sjúkrasamlaga fyrir rannsóknir og meðferð veitta á heilsustöð. Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar mælir einróma með því við bæjar- stjórn að tekin verði upp rekstur heilsugæslustöðvar skv. lögum þar að lútandi, enda leiði kerfisbreyt- ingin til bættrar þjónustu við bæjarbúa, þar sem m.a. telja megi að tilvísunum til sérfræðinga fækki en læknisverk á stöðinni sjálfri aukist að sama skapi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.