Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN — FYRIRTÆKI í FIRDINUM — Bókbær — ný bókaverslun í bænum 22. júlí sl. opnaði ný bókaversl- un, BÓKBÆR, að Reykjavíkurvegi 60. Hlutafélagið Bókbær hf. rekur verslunina, en aðaleigendur þess eru Guðjón L. Sigurðsson, Eggcrt Ólafsson, og eiginkonur þeirra. í stuttu spjalli við Fjarðarpóst- inn kvað einn eigendanna, Guðjón L. Sigurðsson, Bókbæ versla með bækur og ritföng í eins fjölbreyttu úrvali og húsnæðið leyfir. „Við höfum ekki möguleika á að sér- hæfa okkur á einhverju sviði og getum ekki legið með stóran lager vegna takmarkaðs húspláss“, sagði Guðjón. „Hins vegar bjóðum við upp á góða pöntunarþjónustu og getum utvegað viðskiptavinum okkar flest það lesefni sem þeir óska eftir, á tiltölulega stuttum tíma.“ En hvernig hafa viðskiptin geng- ið og hverjareru framtiðarhorfurn- ar? „Fyrstu vikurnar voru skiljan- lega mjög rólegar, en í september gengu viðskiptin skínandi vel. Síðustu vikurnar hefur hins vegar aftur dregið úr þeim, enda ekki við örðu að búast, — flestir hafa sjálf- sagt látið kaup á ódýra kjötinu ganga fyrir bókakaupum. Ég er samt mjög bjartsýnn á framtíðina. Næstu mánuðir eru vertíð bóksal- anna og ég reikna fastlega með að við njótum góðs af því. Bókbær er eina bókaverslunin í þessum bæjar- hluta og ég vona að almenningur og fyrirtæki hér í nágrenninu notfæri sér okkar þjónustu. Þá tel ég okkur vera vel í sveit sett í hópi ágætra verslana hér við Reykjavíkurveg- inn, held reyndar að bókabúð hafi einmitt vantað hér áður og komi til með að auka á fjölbreytni verslan- anna.“ Vió þökkum nú Guðjóni fyrir spjallið, og hvetjum Hafnfirðinga til að reyna viðskiptin við Bókbæ. HNOSS — ný gjafavöruverslun 4. nóvember sl. opnaði ný verslun að Dalshrauni 13. Þetta er gjafavöru- verslun, sem hlotið hefur nafnið HNOSS. Eigendur verslunarinnar eru þeir sömu og reka verslunina Myndina og heildsölufyrirtækið JÓGA. HNOSS hefur fyrst og fremst gjafavörur á boðstólum, glervörur, tré- vörur, keramik o.fl. Er hér yfirleitt um handunna vöru að ræða, þannig að engir tveir munir eru eins. Á næstunni mun verða boðið upp á úrval af jólavörum, svo sem jólaseríum, stjörnum og aðventuljósum. Þá má geta þess að í HNOSSI verða til sölu málverk og um þessar mundir eru þar til sýnis og sölu málverk og teikingar eftir þá Birgi Schiöth og Gunnar Þorleifsson. Verslanirnar HNOSS og MYNDIN, sem eru hlið við hlið og reknar sam- hliða eru opnar alla virka daga frá kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnu- daga kl. 13-17. Væntanlega breytast opnunartímar þegar nær dregur jól- um og verður þá opið lengur. Fjarðarpósturinn óskar eigendum þessara glæsilegu verslana til ham- ingju með nýju búðina og góðs gengis í framtíðinni. Tvær nýjar dagbækur fyrir árið 1984 Útgáfan Fjöður hf liefur sent frá sér einkar vandaðar dagbækur fyrir árið 1984. Hér er mn að ræða viðskiptabók í stóru broti (21,5x26,5) og vasadagbók (9,2 X 17,6 cm). Bækurnar eru inn- bundnar í vandað band og prentað- ar á góðan pappír. I bókunum er gert ráð fyrir einni viku í hverri opnu, með tímasetningu (8.00 - 17.00) og minnislínum fyrir hvern dag. Þá er í bókunum mánaðartal ársins 1985, heimilis- og simaskrá, auk minnisblaða. Þessar dagbækur sem m.a. verða seldar í öllum bóka- búðum eiga örugglega eftir að koma sér vel fyrir þá sem vilja hafa reglu á hlutunum. NÝR EIGANDI SNYRTISTOFUNNAR STRANDGÖTU 34 Nýlega tók Sigríður G. Blöndal við rekstri snyrtistofunnar að Strand- götu 34 (uppi í Apótekshúsinu) af Rósu Jónasdóttur. Snyrtistofan býður upp á alla venjulega snyrtingu. Ennfremur er boðið upp á sérstaka afsláttarkúra í andlitsböðum og húðhreinsun. Þá er hægt að komast í Ijós á stofunni (samloku og sérstök andlitsljós). Nú er kynn- ingarafsláttur í Ijósabekk og 15 andlitsljós innifalin. Á stofunni hjá Sigríði vinna snyrtisérfræðingarnir Guðrún Hulda Guðmundsdóttir og Þórunn Jensen. Fjarðarpósturinn óskar Sigríði til hamingju með snyrtistofuna og góðs gengis í framtíðinni. Nýtt bakarhArnarbakarí Fyrir nokkru tók til starfa bakarí að Dalshrauni 13. Eigandi þess er Sigurður Örn Jónsson og nefnist það Arnarbakarí. Stefnt er að því að opna verslun í tengslum við bakaríið í þessum mánuði en þangað til geta menn kynnst gómsætum brauðum merktum ARNARBAKARI í hill- um Kostakaups. Fjarðarpósturinn mun síðar kynna þetta nýja fyrir- tæki nánar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.