Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 2
2 FJ ARÐARPOSTURINN ??? BÆJARBÚAR SPYRJA ??? Hvað líður í Bláfjöll? Skíflaáhugamaður spyr: Hvað líður lagningu Bláfjalla- vegar og hvenær má búast við að Hafnfirðingar geti farið um hann til skíðasvæðanna í Bláfjöllum? Þorgeir Ibsen fulltrúi Hafnarfjarð- ar í Bláfjallanefnd og Stefán Krist- jánsson, framkv.stj. nefndarinnar: Syðri hluti vegarins, þ.e. frá Hafnarfirði stendur þannig nú að búið er að ryðja upp vegarstæðið nema um það bil 4'/2 km. Búiðerað gera hluta hans akfæran en gengið er út frá því að næsta sumar verði vegurinn allur akfær til Bláfjalla. Niðurskurður til framkvæmda hefur einnig bitnað á þessu verki en við vonum að þessar áætlanir standist. veginum Hvað verður um „Garðarslund"? Náttúruunnandi, sem óttast að gróðurlundur séra Garðars heitins Þorsteinssonar í Hvammahverfinu sé í mikilli hættu vegna bygginga- framkvæmda í nágrenni hans, spyr hvort ekki sé áformað að vernda hann frá eyðileggingu. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri: Skv. gildandi skipulagi er gert ráð fyrir því, að ekki verði hróflað mikið við stærstum hluta lundar- ins. Fyrirhugað er að snyrta hann og bæta þegar framkvæmdum um- hverfis hann lýkur. Gerðar hafa verið ákveðnar ráðstafanir til þess að vernda lundinn í framtíðinni. — PÓSTHÓLF 57 — Varðveitum „Siggubæ" — bætum umgengni í Hellisgerði Kæri Fjarðarpóstur! Um leið og ég þakka fyrir ágætt blað, þá langar mig til þess að gera nokkrar athugasenrdir við þann lið í „Bæjarbúar spyrja“ sem fjallar um Siggubæ. Þar skýrir Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, frá þvi að gert sé ráð fyrir að bærinn hverfi, hann þrengi að umferðinni um götuna og því verði hann ekki til frambúðar á þessum stað. Ég bý í næsta nágrenni við Siggu- bæ og mér finnst umferð um Hellis- götuna alveg nógu hröð fyrir og er sannfærð um að hún verður enn meiri og margfalt hættulegri ef gatan breikkar frá því sem nú er. Ég trúi því ekki að menn vilja bjóða þeirri hættu heim með því að rífa bæinn. Mér finnst því mun skynsam- legra að bærinn verði látinn standa þarna sem minning um þá tíma sem liðnir eru. Honum þarf að halda við en það hefur ekki verið gert. Bærinn gæti jafnframt þjónað sem hluti minjasafns. Hægt væri að koma fyrir áhöldum og húsbúnaði frá þeim tíma sem bærinn var byggður, þ.e. frá fyrsta tug aldar- innar. Ég vona að fleiri bæjarbúar séu á þeirri skoðun að mikill sjónarsvipt- ir væri ef bærinn yrði rifinn. Það kemur mér einnig á óvart að bæjar- yfirvöld virðast ekki hafa eignar- heimild til hússins og ekki hefur enn verið tekin afstaða til erfða- skrár frú Sigríðar Erlendsdóttur. Eitt mál enn vil ég minnast á. Umgengni í Helligerði mætti vera betri en hún er. Oft er börnum og unglingum kennt um og satt er það að þau þurfa að læra að umgangast gróðurinn. En í sumar sá ég tvisvar sinnum fullorðið fólk fara út úr Hellisgerði með fangið fullt af blómum sem það hafði slitið upp í garðinum. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og ég vona að ég eigi ekki eftir að sjá slíkt aftur. Ég tók mynd af tveimur frúnr við þetta athæfi og ég sá að þær urðu nú ekki hrifnar af því. Ekki ætla ég að birta þessar myndir en mér finnst það lágkúrulegt ef Hellisgerði fær ekki að vera í friði, slíkt augnyndi sem það er. GAFLARI. Jón Sveinsson: Til umhugsunar Þótt þessi fyrirsögn hafi verið valin, liefði sennilega hetnr att við að hún hefði verið: „Til umhugsunar og að- gerða'*. Já þess gerist nú brjn þörf, að fólk vakni til umhugsunar og aðgerða ein- mitt núna, og licfi ég tvennl í huga þegar ég segi þetta. I. l’að er kunnara en frá þurfti að segja, að núna þessa dagan öðrum fremur, gengur alda meðal barna og unglinga í Hafnarfirði, með allskyns snefilefni, öðru nafni „sniff". Þetta þori ég og vil fullyrða, þar sem ég rek verslunina Lækjarkot og nærri hvern einasta dag konia börn og ungl- ingar i búðina til mín, til þess að kaupa allar mögulegar tegundir af þynnum og lími, þau jafnvel hnupla þessum vörum. II. Þá má nefna krass og krot á eigur fólks og liins opinhera, ásaml skemmdarfýsn. Hafi einhver sem þessar línur lielur lesið fram að þessu, vcrið í vafa um, að hér er um rélla fyllyrðingu að ræða, þá vil ég biðja hinn sama um að hugsa sig tvisvar um. Þetta eru ineinsemdir sem við ágætir Hafnafirðingar þurfum að sameinast um að uppræta. Það verður ekki gert með þvi að ráðast á afleiðing- una, en svo vil ég nefna börnin og ungl- ingana sem eru þjáð af hiniini tveim fyrrgreindu meinum. Nei við þurfum að ráðast af alefli gegn orsökinni. Klestir munu því sam- mála að betri árangur fæst með þvi. Nú kann einlner að spyrja hver sé orsökin? Ef til vill sýnist sitt hverjum, en sjálfur er ég þess fullviss að liiin liggur að miklu leyti hjá okkur sein eigum að teljast full- orðin og uppalendur barna. Hver er svo leiðin út úr þessum ógöngum? Því er einnig fljótsvarað, hún er að við sameinumst um að ráða bót á þessu. Hvernig? Jú livað varðar fyrra atriðið, þá feti fleiri í fótspor okkar í Lækjarkoti og hætti að selja börnum og iinglingum þau efni, sem þau nota til þess að „sniffa" af. Varð- andi siðara atriðið, þá stöndum við vörð um eigur fólks, ekki bara okkar lieldur lika annarra, þannig að sjái ein- liver þörf til að áminna um betri umgengni, þá verða þeir fullorðnu sem nærri eru að styðja þann sem vill vanda um, en ekki vera afskiptalausir eða jafnvel hneykslast i orði eða æði á afskiptaseminni. Þið sem hafið lagt á ykkur að lesa þetta pár, viljið þið ekki með mestu vinsemd a.m.k. hugsa um þetta. Hvað sem öðru líður þá þýðir ekki lengur fyrir okkur liina almennu borg- ara að sitja þegjandi aðgerðarlausir og liugsa sem svo: Þetta er ekki mitt vanda- mál, mér keinur þetla ekkert við, aðrir eiga að leysa þetta. Aðrir hverjir, vill ég spyrja? Málið er ekki svona einfalt. Nú duga engin vettlingatök lengur lieldur verðum við almennir borgarar, upp- alendur og aðrir að standa saman með opinberum aðilum svo sem lögreglu, kennurum og fleirum, sem liafa fram að þessu látið sig þessi mál varða. Ég ætla ekki að hafa þessi orð min fleiri að sinni, en vil hvetja alla til um- hugsunar og aðgerða þó ekki væri nema gegn þessum tveim vandamáliim. Sem lokaorð vil ég biðja foreldra að senda ekki börn sín í búdina til niín til að kaupa þessi framanlöldu „sniffefni", nema þá að gera okkur í Lækjarkoti viðvart áður. Með vinsemd og virðingu Jón Svcinsson Norðurvangi 11. Hafnarfirði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.