Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 15
FJARÐARPOSTURINN 15 EMRÐflR pöstunm Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Guömundur Sveinsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldsson (s.53454) Guðmundur Sveinsson (s.51261) Rúnar Brynjólfsson (s.51298) Ljósmyndarar: Jóhann Guöni Reynisson Ellert Borgar Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfiröi. FINNLANDSKYNNING HJÁ NORRÆNA FÉLAGINU Mánudagskvöldiö 14. nóv- ember kl. 20.30 verður fundur h já Norræna félaginu i Hafnar- firrti. I>ar niun Barbro Þórðar- son sýna kvikmynd frá Finn- landi og segja frá landi og þjóö. Þá mun kór Víðistaðasóknar syngja norræn lög, en kórinn hefur liug á að fara í söngför til Finnlands á sumri komanda. í sumar styrkti Norræna fé- lagið 4 hafnfirska unglinga á íþróttamót í Danmörku og munu þeir segja frá þeirri ferð á fundinum. Allir eru velkomnir á þennan fund Norræna félagsins, sem haldinn verður í Gaflinum. Formaður Norræna félagsins í Hafnarfirði er Vilhjálmur Skúlason. Málfreyjur Málfreyjudeildin íris í Hafnarfirði hefur hafið vetrarstarf sitt eftir sumarleyfi. Þið sem hafið áhuga á að þjálfa eigin hæfileika í framsögn og fundarsköpum, komið á fundi í deildinni sem eru haldnir fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar að Hjallahrauni 9 og kynnið ykkur starfsemina. Öilum er frjálst að sitja fundi án skuldbindingar. Þær sem skipa TILBOÐS- OKKAR- LEYFT- VERÐ VERÐ VERÐ U Upþ]^ CoOp 57.60 67.50 55.35 50292 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI 41 53159 stjórn deildarinnar þetta árið eru: Sólveig Ágústsdóttir forseti, Laufey H. Einarsdóttir 1. varafors- eti, Vigfúsína Clausen 2. varafors- eti, Kristín Pálsdóttir ritari, Alexía Gisladóttir gjaldkeri, Hulda G. Sigurðardóttir ráðsfulltrúi, Sigríð- ur Friðriksdóttir vararáðsfulltrúi og Elísabet Jónsdóttir þingskapa- leiðari. eftir Baltasar Eins og Hafnfirðingum er kunn- ugt mun Baltasar gera freskumynd- ir í hina fyrirhuguðu Víðistaða- kirkju. Fjáröflunarnefnd Víði- staðakirkju hefur nú ákeðið að gefa út röð grafíkmynda eftir Balt- asar af hinum fyrirhuguðu fresku- myndum. Gefnar verða út tvær myndraðir og verður minni mynd- röðinni komiö fyrir á einu kartoni Sigurjón Egilsson, einn af forsvarsmönnum íþróttafélags- ins Vörður, vill koma því á framfæri, að umsókn félagsins um aðild að ÍBH sé til þess gerð að hljóta þátttökurétt í mótum á vegum félaga innan ÍSÍ, — alls ekki til þess að fá tíma í íþrótta- húsum bæjarins. en hinni stærri væntanlega í möppu. Verö myndraðanna verða kr. 6.000.- og 12.000.- Hér er um merkan listviðburð að ræöa og verða án efa margir listunnendur til þess að tryggja sér eintak, en upp- lagiö veröur mjög takmarkaö. Er miðað við hámarksútgáfu á 50 ein- tökum af hverri myndröð. Mynd- raöirnar verða til afgreiöslu um mánaðamótin nóv.-des. og veröur tekiö á móti pöntunum hjá sóknar- presti eða í versluninni Parma. Athygli skal vakin á að myndirnar eru allar númeraðar og ef menn hafa áhuga á sérstöku númeri er rétt að hafa hraðann á. Þá mun fjáröflunarnefnd gefa lít jólakort með mynd úr þessari sömu myndröð. Er þar um að ræða þá mynd þar sem atburðum jólaguð- spjallsins eru gerð skil.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.