Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN starfsfólk st. Jósefsspftala: Spítalann þarf að reka áf ram á sama grundveiii Nú þegar Ijóst er aó St. Jósefs- spítali verður seldur bíða Hafnfirð- ingar spcnntir eftir því að fá fréttir af framvindu mála. Verður spíal- inn rekinn áfram með svipuðu fyrirkomulagi, eða munu væntan- legir kaupendur frekar kjósa að sérhæfa Itann á einhverju sviði? Og hvað segir starfsfólk spítalans um þessi mál og hvert er álit þeirra á framtíð spítalans? Við spurðum Sigurgeir Guð- mundsson, forstjóra, Gunnhildi Sigurðardóttur, hjúkrunarfor- stjóra og Jósef Ólafsson yfirlækni lyflækningadeildar nokkurra spurninga varðandi söluna á St. Jósefsspítala. Við spyrjum Sigurgeir fyrst um stöðu mála í dag og hvort viðræður um sölu séu komnar eitthvað á veg. Það er yfirlýst að eigendur ætla sér að selja og að viðræður standa yfir við ríkisvaldið. Þær viðræður eru ekki konrnar það langt að hægt sé að spá nokkru um niðurstöðu, enda held ég að óhætt sé að fullyrða að menn flýti sér hægt í þessu máli. Hver hafa verið viðbrögð bœjar- yfirvalda? Eins og komið hefur fram hafa bæjaryfirvöld komið á framfæri þeirri skoðun sinni að það sé mikið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga að starfsemi spítalans haldi áfram með svipuðu sniði og sinni fyrst og fremst þörfum Hafnfirðinga. Þá hafa bæjaryfirvöld farið fram á að fá að fylgjast með viðræðum eig- enda spítalans og heilbrigðisráðu- neytisins. Ég er óneitanlega glaður yfir þessari einrómu afstöðu bæjar- stjórnar og vona að hún fylgi henni eftir þegar hlutur bæjarins kemur til umræðu í sambandi við söluna. Jósef: Ég er þeirrar skoðunar, og tek þar með undir orð Guðmundar Guðmundssonar formanns spítaia- stjórnar á fundi fyrir skömmu, að einmitt nú þurfi bæjarstjórinn að láta reyna á það með formlegri umsókn til ríkisins að fá að kaupa spítalann með ríkinu. í lögum um heilbrigðisþjónustu er kveðið á um 15% eign sveitarfélaga og 85% rík- isins á heilbrigðisstofnunum. í anda þeirra laga verður bæjar- stjórnin að móta stefnu sína, ef hún ætlar ekki að láta íhlutunarrétt sinn um framtíð spítalans ganga sér úr greipum. Með þvi eina móti tryggir hún áfram áhrif heimamanna á Eiríkur Jóhannesson hefur starfað við spítalann í áratugi. reksturinn með sömu markmiðum og verið hafa, sem er ómissandi þáttur í heilbrigðiskerfi svæðisins. Er það samdóma álit starfsfólks að spítalann eigi að reka áfram á svipaðan hátt og hingað til? Já, það er óhætt að segja það. Við höfum kappkostað í okkar starfi að uppfylla þær kröfur sem samkvæmt lögum eiga að gilda um deildaskipt sjúkrahús. Við teljum okkur nú þegar hafa náð því marki og bíðum eftir viðurkenningu þar að lútandi. Reyndar höfum við fengið óbeina viðurkenningu frá Háskólanum sem farinn er að senda til okkar læknanema í þjálf- un. í lögum er kveðið á um deilda- skipt sjúkrahús í hverju héraði og ef rekstri St. Jósefsspítala verður breytt er hætt við að ganga verði framhjá þessum lögum, auk þess sem uppbyggingarstarf okkar er unnið fyrir gýg. Hér látum við þessu spjalli lokið. Við þökkum þeim Sigurgeiri, Gunnhildi og Jósef fyrir góðar móttökur og vonum að óskir þeirra um framtíð St. Jóscfsspitala verði að veruleika. REYKJAVÍKURVEG 66 222 HAFNARFJ. Glæsilegir videoskápar. Gott verö!!!! Fataskáparnir frá Axel Eyjólfssyni eiga alls staðar við. Allar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. Kynnið ykkur úrvalið.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.