Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 1
FJflRDflR ^^Bpósturinn FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR Sparisjóðsstjóri ráðinn Er uppgjöf bæjarbúa algjör Hún rís hátt í þjóðfélaginu umræðan um það í hvað fjármunum sé varið og hvernig nýta megi þá sem best þannig að komi flestum til góða. Ráða- menn liggja sífellt undir gagnrýni fyrir að gæta illa almannafjár og sólunda því jafnvel til einskis nýtra hluta. En ef umræðan nálgast almenning í Ijósi orðtaksins „maður líttu þér nær“, þá er þar ýmsu ábótavant og veruleg þörf á lagfæringu með samstilltu átaki. Hér í Hafnarfirði hefur undanfarið ríkt hálfgerð óöld hvað það snertir að eigur manna, félaga og fyrirtækja hafa orðið ónotalega fyrir barðinu á einhverjum spellvirkjum sem vinna verk sín í skjóli myrkurs og e.t.v. í skjóli afskiptaleysis almennings. Glertjón í skólum bæjarins var á síðasta ári um 350.000r kr., í Hauka- húsinu um 200.000r kr. og víða annars staðar hafa verið unnar skemmdir á húseignum, bifreiðum, ljósastaurum o.fl. Nýjasta spellvirkjadæmið er að fjöldi rúða í Víðistaðakirkju hefur verið brotin. Þessari óheillaþróun verður að breyta og snúa vörn í sókn. Inni í blaðinu er nánar fjallað um þessi mál. Meðal efnis í þessu blaði: Nýr fiskvinnsluskóli * spurt um kosningar * Heiðursverðlaun * Skemmdarverk ♦ Orðið er laust * Spjallið Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur ráðið Guðmund Hauksson, viðskipta- fræðing, Háahvammi 1, Hafnarfirði, í starf sparisjóðsstjóra. Er hér um að ræða aðra sparisjóðsstjórastöðuna af tveimur, hinni gegnir Þór Gunnarsson. Guðmundur er 36 ára gamall, kvænt- ur Sigrúnu Kristinsdóttur og eiga þau 3 börn. Guðmundur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1968 og stú- dentsprófi frá sama skóla árið 1970, en nam utan skóla til stúdentsprófs og starfaði þessi tvö ár hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, við skrifstofustörf. Prófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands lauk Guðmundur í janúar 1976. Fyrri störf Guðmundar eru hjá Sel- tjarnarneshreppi frá 1971 til 1. sept. 1973, sem aðalbókari. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps fram til 1. sept. 1976. Frá 1. sept. 1976 til 31. des. 1981 skrifstofustjóri Málningarvöru- verksmiðjunnar Hörpu h.f. í Reykjavík, hafði á hendi skrifstofustjórn fyrirtæk- isins, fjármál og sölu og markaðsmál. 1. janúar 1982 hóf Guðmundur störf hjá Arnarflugi h.f. Fyrst sem forstöðumað- ur Hagdeildar og ári síðar sem fjármála- stjóri og staðgengill framkvæmda- stjóra. s., i ir---m Tv OÍT'bwil IJ/ M1 I:. ' itá • ‘f.x .1 [ .! WSÉÍiJL •* i* r H'■ k MMQMH . xmr □ VALLARBARÐ: 6 herb., 150 mJ einbýli á tv. heeöum. □ ÞÚFUBARÐ: Einbýli á tv. hæðum, bilskúr og gróðurhús. □ HRINGBRAUT: 146 ma einbýli, auk kj. Góður staður. □ HRINGBRAUT: 3-4 herb. 90 m! miðhæð I þrib. □ LINDARHVAMMUR: 8 herb. 200 ma efri hæð og ris, 37 m2 bllskúr. □ BREIÐVANGUR: 6 herb. 132 m2 endaíbúð á 3. hæð, s-svalir. □ ÖLDUSLÓÐ: 6 herb. 137 m2 góð sérhæö, innb. bllskúr. □ LAUFVANGUR: 4 herb. 115 m2 íbúð á 1. hæð, sér inng. □ KELDUHVAMMUR: 3-4 herb. 87 m2 Ibúð á jaröhæð, sér inng. LAUS 1. aprll. □ SUÐURBRAUT: 3 herb. 96 m2 Ibúð á 3. hæð, s-sv. bllskúrsr._ □ ÁLFASKEIÐ: 3 herb. 96 m2 Ibúð á 3. hæð, s-sv. bllskúr. □ ÁLFASKEIÐ: 2 herb. 60 m2 jarð- hæö, s-sv. bllskúr. □ MIÐVANGUR: 2 herb. 73 m2 Ibúð á 1. hæð, s-sv. □ SLÉTTAHRAUN: 2 herb. 60 m2 Ibúð á 1. hæð, s-sv. LAUS STRAX. □ HOLTSGATA: Falleg 2 herb. 45 m2 Ibúð á miðhæö. □ GARÐAVEGUR: Hugguleg 70 m2 (búö á jarðhæð. Sk. á 4 herb. mögu- leg. Vegna mikillar sölu undanfariö vanta^ailar^geröireigna^söluskrá^

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.