Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Page 5

Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Page 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 ættaður frá Húsavík og þar stofn- aði afi minn leikfélagið á staðn- um. Eg get svo bætt því við að feðgarnir Sigurður og Hallmar, leikarar, eru frændur mínir. Evrópukeppnin næsta vetur — Frá fortíðinni hverfum við og horfum nú fram á veginn. Hvað hyggstu fyrir í framtíð- inni? Eg reikna með að vera áfram með Stavangerliðið næsta vetur. Liðið er ungt og enn í mótun og ég hef áhuga á að fylgja eftir vel- gengninni að undanförnu. Við höfum þegar tryggt okkur sæti í Evrópukeppni, svo að ýmislegt freistar mín. Lengra fram í tím- ann hugsa ég ekki í bili, en það kemur margt til greina, t.d. knattspyrnuþjálfun. — Hefurðu e.t.v. hug að hverfa aftur á fornar slóðir og þjálfa hjá FH? FH er ekki efst á óskalistanum að sinni. Næstu árin langar mig að halda áfram að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það verður hér heima eða erlendis. Hins vegar er mér ljúft að geta þess að ég tel mig vera FH-ing númer 1, 2 og 3 og innan FH á ég minn stærsta og traustasta vinahóp. — Að lokum, Helgi. Er það rétt sem gárungarnir segja, að þú sért jafn frægur í Noregi og sjálfur Fleksnes? Það veit ég ekkert um. Eg hef ekki hugmynd um hve frægur Fleksnes er! Sumarið 1984 vann FH 2. deildina í knattspyrnu. Helgi Ragnarsson var þá liðsstjóri og aðstoðarþjálfari. Hér er hann ásamt bræðrunum Viðari og Halldóri Halldórssonum, Inga Birni Albertssyni, þjálfara og Helga Gunnarssyni. Úr lögreglusamþykkt Hafnarfjardar Um útivistartíma barna og unglinga Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almanna- fœri eftir kl. 20:00 og ekki eftir kl. 22:00 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með full- orðnum, aðstandendum sínum eða umsjónar- mönnum. Börn yngri en 15 ára mega ekki vera á almanna- fœri eftir kl. 22:00 tímabilið 1. september til 1. maí og ekki eftir kl. 23:00 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að rœða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþrótta- samkomu eða frá annarri viðurkenndri œskulýðs- starfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess er þjónustuna veitir. Aldur barna skv. grein þessari skal miðast við fæðingarár. Lögreglan í Hafnarfirði Glæsilegir skartgripir til fermingargjafa DEMANTAHÚSIÐ REYKJAVÍKURVEGI 62 SÍMI 651313

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.