Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Page 6

Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Page 6
6 FJARÐARPÓSTURINN — HEILSUHORNIÐ — Spurt um kosningar KONULÆRIN Frá alda öðli hafa konulærin verið mikið umhugsunarefni. A 19. öldinni má sjá í málaralistinni túlk- un Renoir á kvenlegri fegurð. Á þeim tíma speglaðist fegurðin í bústnum, þéttholda konum með stórar rasskinnar og gild læri. Á tíma tækni og velmegunar hafa gildu lærin hins vegar orðið konum áhyggjuefni og þær talið gildleik- ann vera í öfugu hlutfalli við yndis- þokkann. Um álit karlmanna á þessu máli verður ekki fjallað að sinni. Á síðustu árum hafa augu rann- sóknarmanna m.a. beinst að fitu- dreifingu líkamans og þá ekki síst þessu sérstaka fyrirbæri, einkenn- um konunnar að hafa tilhneigingu til að safna fitu á neðri hluta líkam- ans. Það er því ekki úr vegi að skýra í örstuttu máli frá helstu niðurstöð- um þessara athugana. Sýnt þykir að fita, sem safnast á rasskinnar- og læri lýtur öðrum lögmálum en fita annars staðar á líkamanum og þetta á sérstaklega við um konur. Fita á þessum stöð- um á það til að aukast með aldrin- um og sérstaklega eftir að konur hafa eignast börn. Einnig er það sérstak við þessa fitu að það virðist mjög erfitt að ná henni af aftur t.d. með megrun eða íþróttum. Einnig hefur komiö í Ijós að þessi fita er ekkert sérlega hættuleg hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma eða sykur- sýki. Hún virðist einnig meira háð öðrum efnaskiptum en önnur fita. T.d. kemst mikil hreyfing á þessa fitu þegar konur hafa börn á brjósti. Það hefur því verið sett fram sú kenning að orkan í þessari fitu sé einhvers konar næringar- forði fyrir mjólkurframleiðslu. Þessar staðreyndir gætu e.t.v. orðið nokkur huggun fyrir þær konur, sem berjast við aukakílóin, sem staðsett eru á þessum stöðum og Kvenleg fegurð eða orkubú brjóst- mylkinga? Teikningu gerði Ása Ólafsdóttir, Hafnarfirði. jafnframt ábending til karlanna um það að þessi fita er mun hagstæðari en sú sem þeir safna stundum, sem bjarghring í kringum miðjuna. Jóhann Ág. Sigurðsson Grval fermingargjafa! Postulínsbrúður á góðu verði. j, Drykkjarkönnur frá | Kolbrúnu Kjarval merktar | fermingarbarninu ef óskað er. c Reykjavíkurvegi 50 sími 54110 JE Þegar Fjarðarpóstsmenn litu við á kjörstöðum sl. laugardag var kjör- sókn heldur dræm. Okkur tókst þó að króa af nokkra kjósendur og spurð- um um álit þeirra á kosningum sem þessum. Einnig reyndum við að hnýsast í skoðanir þeirra á opnun útsölu í bænum. Sigurbjörg Hjartardóttir: Mér finnst það sjdlfsögð mannréttindi að úr þessum mdlum sé skorið ú þennan hútt og mér finnst að allir œttu að nota þann rétt. Það er svo ekkert leyndarmúl að ég er fylgj- andi opnun útsölu í bœnum. Púlmar Ögmundsson: Mér finnst rétt af bœjaryfirvöldum að leggja þetta svona fyrir og fú úlit bœjar- búa ú múlinu. Ég er að sjúlfsögðu með því að hér sé opnuð utsala. Sveinn Magnússon: Mér finnst eðli- legt að kjósa um þessa hluti, en ég er alveg ú móti því að opna hér út- sölu. Hulda Runólfsdóttir: Jú, mér finnst það úgcet rúðstöfun að bæjarbúar taki úkvörðun um svona múl í kosningu. En þetta er leynileg kosning og því gef ég auðvitað ekki upp hvað ég kaus! Guðmundur Ásgeirsson: Mér finnst úgœtt að lúta kjósa um þetta. Ég vil lúta opna hér útsölu. Við eigum ekki að þurfa að fara I Reykjavík til að kaupa vín. Jóhanna Linnet: Ég ersammúla því að bcejarbúar sjúlfir skeri úr um það hvort hér verði úfengisútsala. Ég segi JÁ. Auglýsingasimar Fjarðarpóstsins: 651745 • 51261 • 51298 ■ 53454

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.