Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Side 2

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Side 2
2 FJAROARPÓSTURINN FJflRDfH pbstunnn Útgefandi: Fjaröarfréttir sf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldsson Guömundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Simar: 651745 51261, 51298, 53454 Útlit: Fjaröarpósturinn Setning filmuvinna og prentun: Prisma: sími 651614 MEÐ FARARHEILL í FARTESKINU! Fátt hefur aukist meö öðrum eins undrahraða hér á íslandi og bílaeign almennings og þar með umferð á akvegum landsins. Á síð- ustu árum hefur þess líka gætt, að sífellt fleiri verða á einn eða annan hátt fórnarlömb umferöarinnar. Það er sorglegt um að hugsa, að um leið og nútímamaðurinn færir sér í nyt sjálfsagöan hlut eins og bifreiðina virðist hann í auknum mæli ekki ráða of vel sinni öku- ferð. í sumum tilfellum missir öku- maöurinn tökin á sjálfum sér og lætur skynsemina og aðgát lönd og leið. Hestaflafjöldi bílsins og gáleysi ökumannsins ráða stefn- unni og því miður endar hún oft þannig aö ekki verða hræðilegar afleiðingar umflúnar. Og þrátt fyrir það, aö athygli vegfarenda allra verði alltaf að vera vel skörþ þegar út í umferðina er komið, þá velturákaflega mikiö á því að öku- menn líti á farartækin sín sem vandmeðfarna griþi, griþi sem eru viðsjárverðir sé ekki beitt réttum tökum. Árið 1987 er ár átaks trygg- ingarfélaga í því að bæta umferð- armenningu landsmanna. Sú menning er oft ekki uþþ á marga fiska og mætti jafnvel fremur nefna ómenningu. Það sem af er þessu ári hefur, þrátt fyrir sérstak- lega hagstæð akstursskilyrði, verið allt of mikið um óhöpp í umferð- inni og þau mörg mjög alvarleg. Þetta umferðarátaksár virðist því ekki fara allt of vel af stað. Þessu verða allir sem umferðinni tengj- ast að breyta. Það er ekki sæmandi siðmenntaðri þjóð að vera svo upptekinn að sjálfri sér og dægur- dyntum, að ekki megi helga um- ferðinni heilli hugsun og bæta þar með margtsem miðurfer. Fjarðar- pósturinnn skorar á Hafnfirðinga að láta ekki sitt eftir liggja í því, að bæta umferðarmenninguna og gera með því stórátak er fækki svo um munar sorglegum umferðar- slysum og óhöppum. Ökum með fararheill í farteskinu! ohh Frá Hafnarfjarðarhöfn: Aflabrögð báta í janúar og febrúar 1987 og spurðum út í umferð skipa og vörumagn á árinu 1986. Það sem einna helst stendur upp úr yfirliti ársins 1986 er hve komur fiskibáta (annarra en togara) jukust mikið eða úr 430 árið 1985 í 621 árið 1986. Það var meiri hreyfing á þeim en oft áður. Heildarvörumagn á árinu 1986 var 264.000 tonn sem er svipað og árið 1985. Heildarkomur skipa fóru nú í fyrsta skipti yfir 1000 komur eða alls 1076 á móti 842 skipakomum á árinu 1985. Það er verið að taka bjóðin í land hjá Sigurjóni Arnlaugs. Snæfari kom út úr élinu og lagði að Óseyrarbryggjunni. JANÚAR: Línubátar: Hringur 98.5 tonn í 6 róðrum Sigurjón Arnlaugs 94.5 tonn í 6 róðrum Þórsnes 41.3 tonn í 8 róðrum Stakkavík ÁR 56.1 tonn í 3 róðrum Helguvík ÁR 20 18.3 tonn í 6 róðrum Snæfari RE 76 62.5 tonn í 4 róðrum Netabátar: Sandafell 17.7 tonn í 7 róðrum Anna 10.8 tonn í 9 róðrum Fossberg ÁR 31 3.6 tonn í 5 róðrum Trillur: Freyr 1.9 tonn í 3 róðrum Margrét 24.1 tonn í 15 róðrum Faxaberg 45.1 tonn í 14 róðrum Gullfari 31.6 tonn í 10 róðrum Einir HF 202 er á trolli og landaði einu sinni í janúar 29.8 tonnum. Frystitogarinn Venus var eini togarinn sem landaði í janúar. Hann var með 210 tonn eftir 29 daga á sjó þar af voru 147 tonn flök. FEBRÚAR: Línubátar: Hringur 113.8 tonn í 9 róðurum. Sigurjón Arnlaugs 118.9 tonn í 10 róðrum. Stakkavík 87.9 tonn í 6 róðrum. Þórsnes 56.6 tonn í 13 róðrum. Snæfari 87.6 tonn í 8 róðrum. Trollbátar: Einir HF 202 114.2 tonn í 4 róðrum. Haukur Böðvars ÍS 22.7 tonn í 3 róðrum. Náttfari RE 75 36.4 tonn i 1 róðri. Togarar: Víðir 506.2 tonn í 3 veiðiferðum. Otur 361.2 tonn í 3 veiðiferðum Heiðrún 90.2 tonn í 1 veiðiferð. Við höfðum samband við Sigurð Hallgrímsson yfirhafnsögumann naaan mmi * Tl Netabátar: Guðrún 46.2 tonn i 14 róðrum. Sandafell 37.5 tonn í 11 róðrum. Fossberg 13.5 tonn í 11 róðrum. Hafnarvík ÁR 113 17.4 tonn í 1 róðri. Trillur: Faxaberg 4.9 tonn í 5 róðrum. Freyr 17.1 tonn i 12 róðrum. Gullfari 6.0 tonn í 4 róðrum. Máni 1.4. tonn í 1 róðri. Margrét 7.5 tonn í 10 róðrum. Anna 3.8 tonn í 3 róðrum. Full búð afnýjum vörum. VERIÐ VELKOMINH HANDVl&KNl Mémgtöndurvöru REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 54660

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.