Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9
FJAROARPÓSTURINN 9 Þá var spurt um hvaða hugmynd- ir flokkarnir gerðu sér um fylgi í alþingiskosningunum. Geir: Við Alþýðubandalagsmenn teljum að komandi kosningar snú- ist um það hvort flokkurinn fái tvo menn kjöra. Ég tel að við höfum góða von með að ná því marki. í síðustu sveitarstjórnarkosningum fengum við alls um 5000 atkvæði i kjördæminu og það er einmitt sem við þurfum nú til þess að ná tveimur mönnum. í síðustu skoðanakönn- un Helgarpóstsins kom fram að okkur vantaði um 200 atkvæði til þess að Ólafur Ragnar yrði kjörinn. Við höfum því ástæðu til þess að vera bjartsýn. Júlíus: Það er dálítið snemmt að tala um möguleika minn til þess að komast á þing. Það eru fáir sem vita að ég er í framboði í kjördæminu. Ég er hins vegar mjög bjartsýnn nú vegna þess að nú verður kosið um menn fremur en flokka. Við höfum átt erfitt að koma okkar skoðunum á framfæri en ég vona að nú verði breyting á. Þegar ég segi að fólk líti fremur á manninn en flokkinn þá er skemmst að minnst hvernig Jón Baldvin reif upp Alþýðuflokkinn og nú þegar hann hefur lækkað flugið og sett í staðinn fyrir sig helstu efnahagsráðgjafa ríkis- stjórnarinnar, þá lækkar fylgið um leið. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að ég hafi minni möguleika en þeir sem hér sitja til þess að verða kjörin á þing. Þorgils: Við förum bjartsýnir af stað. Það er eins og við höfum verið „ungamaskína" að búa til þing- menn fyrir aðra flokka og við ætlum okkur að hafa áhrif. Það ríkir sem sagt bjartsýni í okkar röðum. Matthías: Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir. Við teljum að náðst hafi góður árangur í þessu stjórnarsam- starfi og þar hafi gætt áhrifa sjálf- stæðismanna. Ef við náum þeim styrk sem við höfðum í seinustu kosningum þá sitjum við með 6 menn inn á þingi. Hitt liggur ljóst fyrir að skoðanakannanir gefa ekki þá niðurstöðu og það sýnist mér vera aðvörun um það að menn liggi ekki á liði sínu og vinni vel þennan tíma sem er til stefnu fram að kosn- ingum. Kjartan: Við höfum fyrst og fremst þessar skoðanakannanir við að styðjast. Þar sýnist mér vera að Framsóknarflokkurinn sé öruggur með einn þingmann, Alþýðubanda- lagið einn og Kvennalistinn einn. Það er síðan ýmist að við erum með þrjá eða fjóra þingmenn í skoðana- könnunum og Sjálfstæðisflokkur- inn með fjóra eða fimm. Ég held að baráttan standi fyrst og fremst milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í þessu kjördæmi um þessi sæti,þ.e. 4. sæti hjá okkur og 5. sæti hjá þeim. Ég vænti þess að hvað við viljum í þeim efnum liggi alveg ljóst fyrir! Sigrún: Við höfum eins og aðrir aðeins skoðanakannanir við að styðjast. Þar kemur í Ijós að við erum með eitt traustasta fylgi allra Anna Ó. Björnsson. flokka. Hinir flokkarnir hafa sveiflast þetta upp og niður meðan við höldum okkar fasta fylgi. Það fylgi fer frekar vaxandi og ekki síst hjá því unga fólki sem þegar hefur gert upp hug sinn. Stór hópur ungs fólks á hins vegar eftir að gera upp hug sinn og ég efast ekki um að við eigum töluverðan fjölda þar, þann- ig að við erum afskaplega bjartsýn- Að lokum var spurt hvernig flokkarnir hyggðust haga kosn- ingabaráttunni. Matthías: Við verðum með kosn- ingabaráttuna með hefðbundnu sniði. Við þurfum þó að aðlaga okkur að þeim breyttu tímum sem orðið hafa frá síðustu alþingiskosn- ingum, og á ég þar við frjálsa fjöl- miðlun. Þessi hópur sem hér er hefur ekki hist fyrr og því hefur ekki verið tekin nein afstaða til sameiginlegra funda. Það verður auðvitað að ræða þegar þar að kemur. Við verðum að sjálfsögðu með kosningaskrifstofu og blaða- útgáfu eins og verið hefur og verið er að ganga endanlega frá skipu- lagningu kosningabaráttunnar þessa dagana. Kjartan: Við erum þegar komin í gang með kosningaundirbúning- inn. Opnaðar hafa verið 3 kosn- ingaskrifstofur og blaðaútgáfa að sjálfsögðu aukin en hún hefur verið nokkur. Fundahöld á vegum flokksins verða í kjördæminu. Kosningaundirbúningurinn verður því með svipuðum hætti og verið hefur hjá okkur í Alþýðuflokkn- um. Sigrún Jónsdóttir. Sigrún: Baráttan verður með svip- uðum hætti og síðast hjá okkur. Við höfum þegar opnað kosninga- skrifstofu hér í Hafnarfirði. Við erum að velta fyrir okkur blaða- útgáfu og vinnustaðafundum. Geir: Kosningabaráttan er þegar hafin hjá okkur. Við höfum opnað tvær kosningaskrifstofur og fleiri verða opnaðar. Við höfum haldið kynningarfundi í kjördæminu og einn fjölmennasta fund flokksins í kjördæminu héldum við í Grinda- vík fyrir skemmstu. I vinnslu er kynningarrit sem borið verður í hvert hús í kjördæminu. Júlíus: Við verðum með landsfund í Tónabíói í dag og það á eftir að koma á óvart þegar fjölmiðlar sjá að þar verður fullt hús af áhuga- sömu fólki. Við höldum vinnu- staðafundi og tölum við fólk. Það er okkar aðferð. Þorgils: Hjá okkur verður lands- fundur í næsta mánuði og þar hefjum við kosningabaráttuna. í undirbúningi er blað og þegar höfum við opnað kosningaskrif- stofu. Steingrímur: Við frambjóðendur Framsóknarflokksins höfum þegar átt fundi með fulltrúaráðum og öðrum trúnaðarmönnum í öllum sveitarfélögum þessa kjördæmis. Einn ágætan opinn fund höfum við haldið í Hlégarði. Kosningastarfið er þannig hafið af fullum krafti. Kosningastjóri hefur verið ráð- inn. Hann hefur aðsetur í Kópa- vogi. Kosningastjórar í einstökum sveitarfélögum eru sumstaðar þegar ráðnir, eða verða ráðnir á næstunni. Heimsóknir í fyrirtæki og stofn- anir eru hafnar. Þannig hef ég, sem skipa 1. sæti listans, ásamt ýmsum frambjóðendum flokksins öðrum, þegar verið í heimsóknum í Kefla- vík, Mosfellssveit og Hafnarfirði. Þessum heimsóknum mun mjög verða fjölgað á næstu vikum. Loks höfum við hafið öfluga útgáfustarfsemi, bæði með blaði fyrir kjördæmið í heild og í svæða- og bæjarblöðum. Steingrímur Hermannsson. ar. Anna, Kjartan og Steingrímur. Þorgils, Júlíus og Geir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.