Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Andstaða íbúa í næsta nágrenni Skiphóls við starfsemi æskulýðsmiðstöðvar þar Mánudaginn 9. mars var haldinn fundur með íbúum í nágrenni Skip- hóls og fulltrúum bæjarins þeim Guðmundi Árna Stefánssyni bœjarstjóra, Árna Guðmundssyni æskulýðs- og tómstundafulltrúa og Þóri Jónssyni formanni œskulýðs- ráðs. TUgangur fundarins var að kynna fyrir íbúunum tillögur um Skiphól sem æskulýðsmiðstöð og heyra viðhorf þeirra til málsins. Við hringdum I Karl Auðunsson einn af íbúunum sem sóttu fundinn og spurðum hann fyrst að því hvað hafi komið fram á fundinum. Þeir lýstu því fyrir okkur hvernig þeir hugsuðu sér þetta. Það á að útbúa tröppur meðfram Reykja- víkurvegi og hleypa þarna inn 200- 300 manns. Ég hélt nú að húsið Hjördís Guöbjörnsdóttir, skóla- stjóri, haföi samband viö blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri varðandi Skiphólsmálið: „Ég vil taka það fram að ég er sannarlega ekki á móti því að reist verði æskulýðsmiðstöð. Hins vegar er það óskiljanlegt að mönnum komi til hugar að slík miðstöð verði þar sem Skiphóll er nú. Ég ætla ekki að ræða verðið eða þann kostnað sem því fylgir að gera endurbætur á húsnæðinu. Það finnst mér skipta minnstu máli miðað við þá geigvænlegu slysa- hættu sem þeim börnum og ung- lingum er búin sem þarna leggja leið sína. Samkvæmt tillögum, sem því miður hafa farið leynt, a.m.k. átti ég í erfiðleikum með að afla mér teikninga, þá á að leggja mik- inn stiga af 2. hæð hússins og þaðan niður á skyggnið og síðan meðfram húsinu út að Reykjavíkurvegi. Hvernig í ósköpunum dettur mönn- um þetta í hug? Þarna er umferð hröð og ef eitthvað er um að vera að kvöldlagi geta þarna verið hundruð unglinga. Það þarf ekki að vera mikið um pústrur til þess að einhver hrasi út á götuna með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Auðvitað geta slys og óhöpp ávallt átt sér stað hvar sem er, en það ætti að vera óþarfi að bjóða hættunni heim með þessari staðsetningu á æslulýðsmiðstöð. Ég vil taka það skýrt fram að hér er ekki um neina pólitíska skoðun að ræða. Þetta á ekkert skylt við slíkt. Sem móðir og uppalandi hlýt ég að mótmæla því að börn og ung- tæki ekki þetta marga. Allir íbúarnir sem mættu á fund- inn voru andvígir því að gera Skip- hól að æskulýðsmiðstöð. Okkur líst verst á það að inn verður aðeins hleypt „edrú“ krökkum. Við sögð- umst ekkert vera hræddir við þá sem væru inni, heldur þá sem hanga fyrir utan. Reynslan frá Tónabæ sýnir það að þar er alltaf allt vit- laust fyrir utan. Hvað gerist nœst? Ég veit það ekki. Við lýstum því bara yfir að við værum mjög andvíg þessu svo er bara að sjá hvað skeð- ur. Þessu nœst hringdum við í Guð- mund Árna bæjarstjóra og spurð- um hann fyrst hvað hafi verið kynnt á fundinum. slysagildru sem þarna blasir við öllum þeim sem hugsa vilja. Ég vil skora á bæjarbúa að taka höndum saman og mótmæla því sem þarna er að gerast. Við höfum ótal staði sem henta mun betur en hornið á þessari miklu umferðargötu, þar sem hraðinn er oft ógnvænlegur. Hvað segir umferðarnefnd um þessa ráðstöfun? Hvað segir bygg- ingarnefnd um stiga sem á að taka við hundruðum unglinga ef nauð- syn ber til. Ég er viss um að menn hafa ekki gert sér grein fyrir hvað þarna er mikil hætta á ferðum. Ég er þess fullviss að við viljum öll, sem í þessum bæ búum, standa vörð um öryggi barna okkar og unglinga. Leiðrétting v/Bæjarmálapunkta þ. 5. mars sl. Haukur Sigtryggsson hefur verið ráðinn Rekstrar- og innkaupafull- trúi Æskulýðs- og tómstundaráðs. Starf þetta er ekki eingöngu bundið við æskulýðsheimilið að Flata- hrauni eins og skilja má af Bæjar- málapunktunum þ. 5. mars sl. Starfssvið resktrar- og innkaupa- fulltrúa æskulýðsmála nær til allra starfstaða æskulýð- og tómstunda- ráðs, s.s. klúbbastarfa í skólum, hverfamiðstöðva, æskulýðsheimilis og tómstundaheimilis, auk annarra starfa sem æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi kann að fela honum. Það er kannski rétt að geta þess að þarna voru boðaðir til fundar íbúar Kirkjuvegs, vestri hluta Austurgötu og Hverfisgötu og neðanverðan Reykjavikurvegar en þetta eru í kringum 50 aðilar. Á fundinn mættu um 15 ein- staklingar. Á fundinum var kynnt fyrirhuguð starfsemi æskulýðsmið- stöðvar í Skiphól og reynt að gera íbúum grein fyrir því hvernig sú starfsemi fer fram og hvernig hug- myndin er að koma í veg fyrir hugsanlegt ónæði af þeirri starf- semi fyrir næstu nágranna. Þetta verður m.a. gert með nýjum út- og inngang á húsinu við Reykjavíkur- veg. Hver voru viðbrögð íbúanna? Þau voru svona upp og ofan. íbúarnir hafa slæma reynslu af rekstri í þessum húsakynnum frá því að þarna var vínveitingarekstur með tilheyrandi hávaða. En við lögðum á það ríka áherslu og bentum á að hér væri um allt annars konar starfsemi að ræða. Starfsemin stæði ekki langt fram á miðjar nætur og þaðan af síður yrði áfengi haft um hönd þarna. Staðinn koma til með að sækja krakkar á aldrinum 12-16 ára og starfsemin verður því með allt öðrum blæ en þarna hefur verið áður. Ég held að flestir íbúanna hafi haft skilning á því, en vegna fenginnar reynslu af starfsemi í húsinu þá hafi sumir þeirra einhverjar áhyggjur af þessu. Það var á það bent að ef af kaup- unum á Skiphól verður þá verður gengið úr skugga um það að þessir íbúar bæjarins og allir aðrir njóti friðhelgis. Ef upp koma þarna vandamál Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir nýja íslenska söngleikinn eftir Magneu Matthíasdóttur og Benoný Ægisson í Bæjarbíói Leikstj.: Andrés Sigurvinsson SÝNXNGAR: Fimmtudaga, og sunnudaga kl. 20.30 MIÐAPANTANIR ÍS50184 allan sólarhringinn Miðasalan opin frá kl. 18.30 sýningardaga TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI verða illleysanleg þá verður að grípa á því með einum eða öðrum hætti. En menn ætla samt að það verði ekki. Fulltrúarnir í æskulýðsráði lögðu á það áherslu að þarna væri um uppbyggjandi starfsemi að ræða en ekki neina „sukkstaði". í viðtalinu við Karl Auðunsson hér að framan sagðist hann mest vera hræddur við þá sem söfnuðust fyrir utan en ekki þá sem inni væru. Hyggist þið leysa þetta með því að hafa innganginn Reykjavíkurvegs- megin? Já. En ef það verður reynslan að þarna safnast saman einhver tiltek- inn hópur sem fær ekki inngöngu vegna áfengisneyslu eða einhvers annars, ég Ieyfi mér nú að efast um að það sé hin almenna regla hjá 12-16 ára unglingum, þá verður náttúrulega að taka á því vanda- máli, ekki með neinu lögregluvaldi heldur af okkar starfsfólki í æsku- lýðsráði. Ég hef nú það mikla trú á hafn- firskri æsku að ég held að þetta verði hverfandi vandamál. Hvers vegna var frestað að ganga frá kaupunum á Skiphól? Vegna þess að samþykkt var til- laga um að kynna íbúunum þessi fyrirhuguðu kaup. Smáauglýsingar HÚSNÆÐI ÓSKAST Óska eftir 4ra-5 herbergja Ibúö eða húsi sem næst Noröurbraut frá og meö 1. mai. Uppl. I slma 54981. ATVINNA ÓSKAST 29ára stúlkaóskar eftir vinnu eftir kl. 18:00 á daginn. Hefur reynslu I ræstingu, afgreiöslu- og skrif- stofustörfum. Uppl. I slma 65 16 86 eftir kl. 18:00 fimmtudag og föstudag. ÍBÚÐ ÓSKAST Óskaeftiraðtakaáleigu einstakl- ingslbúö frá 1. aprll n.k. Uppl. I slma 94-3745. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung hjón meö2börn Óskaeftir3ja herbergja íbúð frá miðjum mal eöa fyrr. Reglusemi og öruggum greiðslum heitið. Uppl. I slma 51539. LEÐURVIÐGERÐIR Bjóðum upp á leðurviðgerðir á fatnaði. Erum að Suðurgötu 45, ■3150261 „Ég álít óverjandi að stefna fjölda barna og unglinga að einni mestu umferðargötu bæjarins" segir Hjördís Cuðbjörnsdóttir lingar hér í bæ, þurfi að búa við þá

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.