Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Qupperneq 8

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Qupperneq 8
8 FJARÐARPÓSTURINN Kosningabaráttan á Reykjanesi — síðari hluti umræðna sem Fjarðarpósturinn efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokkanna Síðari hluti umræðunnar hófst á spurningum sem fundarmenn vísuðu hver til annars. Kvennalistinn beindi eftirfarandi spurningu til allra þáttakenda: Hverjar telur þú vera ástæður þess að hefðbundin kvennastðrf eru eins illa launuð og raun ber vitni? * Svör hinna frambjóðendanna voru það lík að brugðið er á það ráð að taka saman það helsta sem fram kom í eitt svar: Kvennastörf hafa löngum verið vanmetin af fólki. Þetta á sér mjög gamlar rætur. Fyrst var það sá sem sterkastur var sem mest bar út být- um og síðan var þá menntunin sem miklu réð um afkomu fólks. Skýr- ingar á því hve mörg hefðbundin kvennastörf eru illa launuð á sér því að nokkru leyti sögulegar skýring- ar. Viðhorfin eru þó að breytast og með aukinni menntun á þetta enn eftir að breytast til batnaðar. Konur eru í vaxandi mæli að hasla sér völl í störfum sem eru betur launuð. Það er ekki langt síðan fyrsta konan lauk stúdentsprófi, og aukin menntun kvenna skiptir því miklu í náinni framtíð. Skattamál þurfa að taka mið af því að t.d. annað hjóna geti verið heima ef vilji og þörf er á því. Konur hafa ekki lengur þá „fyrirstöðu“ í þjóðfélaginu sem gætti fyrir nokkrum árum. Sá tími að karlar þóttu einir koma til greina í stjórnunarstörf er liðinn en þetta hefur þó tekið langan tíma og enn er margt óunnið á þessum sviðum. Sú staðreynd er fyrir hendi að konur eru nú í meirihluta háskóla- stúdenta og því er ljóst að viðhorfin hafa breyst mjög frá þvi sem áður var. Kjartan spyr Matthías: Formaður Sjálfstœðisflokksins hefur sagt að Júlíus Valdimarsson. hann telji ekki rétt að sameina líf- eyrissjóðina í einn öflugan lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn. Finnst þér ekki eðlilegt þegar skoðanir eru skiptar í jafn mikilvœgu máli, þá beri að leggja slíkan ágreining fyrir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvœði og láta hana hjálpa til við að taka ákvörðun? Matthías og Þorgils. Matthías: Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem lífeyrissjóðnum ráða eigi að fá að segja til um þetta. Þessi hugmynd hefur verið á dagskrá í ein 15-20 ár og ég held að sú nefnd sem nú er að ljúka störfum hafi skoðað þetta mál vel. Ég álít að það sé alþingi og alþingismenn sem eigi að taka ákvörðun um þetta deilumál. Hins vegar þarf að finna lausnir ef ágreiningur er milli flokka eða innan flokks. Ég sé að þú hefur í grein komið með hugmynd sem ef til vill hefur ekki verið nægilega skoðuð af þeim sem um þetta mál hafa fjallað, en ég er ekki þeirrar skoðunar að við fáum neina lausn í þjóðaratkvæði og tel að þingið eigi að ákveða um þessi mál. Júlíus spyr Steingrím: Framsóknar- flokkurinn kennir sig við manngildi og heldur því mjög á lofti. Ég spyr hvort flokkurinn hyggst beita sér fyrir því hvort farið verði eftir til- 1 Þorgils Axelsson. lögum alþjóða gjaldeyrissjóðsins um efnahagsráðstafanir hér á ís- landi. Þessi sjóður er ábyrgur fyrir því að valda fátækt um allan heim og er m.a. ábyrgur fyrir því að hér á landi verða menn að vinna myrkranna á milli til þess að hafa í sig og á. Steingrímur: Ég vil nú í fyrsta lagi segja það að við leggjum mikla áherslu á manngildið, en okkur er löngu orðið ljóst að manngíldið er miklu meira en draumsýn ein eins og mér virðist einkenna dálítið Flokk mannsins. Gott mannlíf byggist á því að atvinnulífið sé öflugt, efnahagslífið sé gott og þannig mætti áfram telja. Ég hef aldrei tekið nokkurt mark á alþjóða gjaldeyrissjóðnum og ég er meira að segja ekki búinn að lesa síðustu skýrslu frá sjóðnum. Steingrímur spyr Kjartan: Þegar þú varst sjávarútvegsráðherra þá varst þú m.a. með þá hugmynd að hér þyrfti að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi en efla önnur sem ættu lífsvon. Ertu enn þessarar skoð- unar? Einnig langar mig til þess að vita hvort þú ert ekki sammála því að sú breyting sem orðin er á bæjar- útgerðinni fyrrverandi sé mjög já- kvæð. Taprekstur hættur og fyrir- tækið virðist vera að komast á jafnari sjó. Kjartan: Já ég er enn þeirrar skoð- unar að það sé betra að hafa færri öflug fyrirtæki heldur en að hafa mörg á hausnum, en ég vil ekki eyða þeim öllum eins og þið hafið verið að gera. Um Bæjarútgerðina er það að segja að auðvitað fagna ég því að í þeim húsakynnum skulu nú vera rekstur sem mér er sagt að gangi vel og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað, enda hef ég sjálfur komið Kjartan Jóhannsson. þar við annað veifið. En hvort rétta Ieiðin hafi einmitt verið valin í þessu tilviki skal ég ekki dæma um, en ég er fegin að þarna fer fram góð atvinnustarfsemi. Geir spyr Matthías: Telja má að 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjördæmi sé baráttusæti listans. Getur flokkurinn ætlast til þess að kjósendum í Reykjanes- kjördæmi, að þeir tryggi frambjóð- enda í 5. sæti listans þingsæti, þegar fyrir liggur, að úrvalslið flokksbundinna Sjálfstæðismanna úr öllu kjördæminu felldi sjálft þennan frambjóðanda í prófkjöri úr 2. sæti listans í 6. sæti? Matthías: Mitt svar er það að kjós- endur í Reykjaneskjördæmi velja til alþingis út frá þeim sjónarmiðum hverjum þeir treysta best til að sinna málum og koma fram stefnumálum þess fólks sem er í Sjálfstæðis- flokknum. Röðun á lista er að mínum dómi ekki það sem kjós- endur sem slíkir hafa að leiðarljósi þegar komið er að kjörborðinu. Það erú málefnin sem ráða. Hins vegar er það að sjálfsögðu 6. sætið en ekki það 5. sem er baráttusætið hjá okkur! Matthías spyr Kjartan: Telur Kjartan að sú mikla skattahækkun sem Alþýðuflokkurinn leggur til að verði lögð á atvinnufyrirtæki komi til með að styrkja eigin fjárstöðu þeirra? Kjartan: í fyrsta lagi er ekki um neina gífurlega skattaaukningu að ræða og í öðru lagi er það alltaf spurning hvernig eigi að skipta milli launafólks og fyrirtækja. Við erum með mjög rúmar afskriftir og frá- dráttarmöguleika, og ég tel að mörg fyrirtæki geti lagt meira af mörkum en þau hafa gert. Geir Gunnarsson.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.