Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 16
Víðistaðakirkja vígð í haust? Sl. sunnudag var helgistund í Víðistaðakirkju. Þá var í fyrsta sinni til sýnis í heild hið mikla freskuverk Baltasar, sem nú er lokið. Næstu daga gefst almenningi kostur á að skoða kirkjuna og listaverkið því kirkjan verður opin milli 17 og 19 fram að 20. mars. Þá verður hafist handa við áframhaldandi innréttingar og verður að byrgja freskuna vegna þeirra framkvæmda. Mikill mannfjöldi var viðstaddur helgistundina, en þar skýrði sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, sóknarprestur, myndverkið, sem Baltasar byggir á Sæluboðum Nýja-testamentisins. Lóðamál í Suðurhöfn Árið 1983 var Skipafélaginu Víkur úthlutað 20.000 m2 lóð íSuð- urhöfninni. I ár bregður svo við að hafnarstjórn afturkallar 6.000 m! af þessari lóð og veitir Skipafélag- inu OK hana. Við hringdum í Viðar Halldórsson hjá Skipafélaginu Víkur og spurðum hann nánar út í þetta. Hvers vegna heldur þú að þessi úthlutun hafi verið afturkölluð? Fyrir því er aðallega tvær ástæð- ur. í fyrsta lagi vantar OK pláss og sótti stíft um að fá það, sem er svo sem eðlilegt. I öðru lagi höfum við kannski verið lengur en áætlað var að byggja það sem við ætluðum okkur að byggja. Það er nú ekki orðið mikið pláss eftir þarna á lóðinni. Þessi úthlutun skerðir hana dálítið mikið. Þetta er ekki bara 6.000 mJ af 20.000 m2 heldur líka helmingurinn af „front- inum“ á lóðinni, þ.e. því sem snýr að bryggjunni. Hvaða áhrif hefur þetta á starfs- semina hjá ykkur? f BÆJARMÁLA- JLpunktar * Svæðisstjórn um málefni fatl- aðra á Reykjanesi hefur beint þeim tilmælum til bæjaryfir- valda, að þau hlutist til um, að fullt tillit verði tekið til þarfa fatlaðra barna við hönnun og byggingu nýrra dagvistarheim- ila. * Bæjarráð hefur kosið þá Tryggva Harðarson og Jóhann Bergþórsson í nefnd sem vinni að endurskoðun á gildandi sam- starfssamningi Hafnarfjarðar- bæjar og íþróttafélaganna FH og Haukar. Samningurinn kveður á um styrki til verklegra framkvæmda og reksturs íþróttamannvirkja. * Lögreglufélag Hafnarfjarðar hefur í bréfi til bæjarráðs gert bæjaryfirvöldum grein fyrir ýmsum þáttum er snerta lög- gæslu í umdæmi lögreglunnar. í bréfinu kemur fram að bréfrit- arar sækjast eftir stuðningi kjörinna fulltrúa fólks á um- ráðasvæði við að þrýsta á um aukningu mannahalds. * Garðyrkjufulltrúi bæjarins, Kristján Gunnarsson og Pétur Jónsson, landslagsarkitekt hafa unnið tillögur og greinargerð um endurbætur á Hellisgerði. Bæjarráð hefur samþykkt að kynna Málfundafélaginu Magna greinargerðina. * í fjárlögum ríkisins fyrir yfir- standandi ár má sjá ýmsa fjár- veitingar sem sérstaklega eru merktar Hafnarfirði. Skulu hér ýmsar þessara fjárveitinga tíundaðar: 1. Lögreglustöð, 7 millj. 2. Sundlaug, §10 þús. 3. Víðist.skóli, 3.2 millj. 4. Öldutúnsskóli, 2.5 millj. 5. Undirb. nýs skóla, 5 þús. 6. Smáralundur, 1 millj. 7. Staðarhvammur, 780 þús. 8. Viöbygg. v/Sundh., 350 þús. 9. Æfingasv, í Kaplakrika, 300 þús. 10. FH, stúka í Kaplakr., 800 þús. 11. íþr.völlur Hvaleyrarh., 150 þús. 12. Keilir, stækkun golfv., 150 þús. 13. Hvaleyri v/landbrots, 500 þús. 14. Heilsug.st. v/Sólvang, 6 millj. 15. Sólvangur, hjúkr.heimili, 3 millj. 16. Hafnarfj.höfn, 9.7 millj. Það á auðvitað eftir að koma í ljós. Þetta hefur kannski engin áhrif til að byrja með en maður gæti trúað því að þegar fram í sækir þá þrengi þetta um báða aðilana. Lóðin þeirra í OK getur orðið of lítil fyrir þá fljótlega og hin of lítil fyrir okkur eftir ca 2-3 ár. Þannig að þið eruð ekkert ánægðir með þetta? Nei, í sjálfu sér ekki. Við vorum að vona að það væri hægt að finna einhverja aðra lausn á málinu. Er búinn að standa styrr um þetta mál lengi? í þrjá mánuði rúma. Á þeim tíma hefur verið reynt að leita leiða til að koma OK fyrir annars staðar. Höfðuð þið einhvern annan stað i huga? Þeir í hafnarstjórn þekkja höfn- ina auðvitað betur en við en það eru svæði þarna sem á eftir að fylla upp í. Við vildum frekar reyna að leysa málið í samvinnu við OK til að byrja með þar til einhver lóð væri tilbúin fyrir þá, en það gekk ekki.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.