Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Side 1

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Side 1
FIMMTUDAGUR FJhRDhR ^^npósturinn 18. FEBRUAR YFINGAR OG ATÖK VIÐ AFGREIÐSLU FJÁRH AGSÁÆTLU N AR Útvarp Hafnarfjörður með tímamóta- útsendingu frá bæjarstjórnarfundi Sjalfstæðismanna á gjaldaliðum voru m.a. hækkanir í félagsmálum um kr. 10 millj.; í fræðslumálum 31 millj. og í íþrótta- og æskulýðsmál- um um 22 milljónir. í lok bæjarstjórnarfundarins sem stóð í 12 klukkustundir var fjárhagsáætlunin samþykkt í heild sinni með 6 atkvæðum gegn 4 en 1 sat hjá. í næsta tölublaði Fjarðarpósts- ins hin nýja fjárhagsáætlun bæjar- ins til ítarlegrar umfjöllunar m.a. með viðtölum við fulltrúa flokk- anna. Fundur bæjarstjórnar bar með sér nokkrar ýfingar og átök. Mátti m.a. sjá á fundargerð bæjarráðs frá 11. þessa mánaðar að undiralda var þung en þá gengu eftirfarandi bók- anir milli fulltrúa meiri- og minni- hluta: I Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar fyrir árið 1988 var til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn s.l. þriðjudag. Fýrir fundinum lágu breytingar- tillögur meiri- og minnihluta og báru þær með sér mismiklar til- færslur frá því frumvarpi sem lagt var fram í síðasta mánuði. Breytingartillögur meirihlutans fólu fyrst og fremst í sér ýmsar til- færslur á rekstrargjöldum, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Má sem dæmi nefna hækkun rekstrargjalda vegna félagsmála um kr. 3,9 millj.; til fræðslumála 2,1 millj.; til opinna svæða 3 millj. og til annarra mála 1,9 millj. Breytingartillögur fulltrúa Frjáls framboðs snerust fyrst og fremst um nokkra liði rekstrar og gjald- færðrar fjárfestingar. Athyglisverð- asta breytingartillaga F.f. var að bæjarsjóður léti af áformum um rekstur útvarps og lækkaði þar með útgjöld um 1,1 milljón. Breytingartillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru viða- mestar og báru meðal annars með sér grundvallarbreytingu á tekju- öflun bæjarsjóðs. Þar lögðu þeir m.a. til að álagningarprósenta fast- eignagjalda verði óbreytt frá fyrra ári og töldu að lækkunin næmi um kr. 50 milljónir í heild. Þá álíta fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins að útsvarstekjur væru vanáætlaðar um 21 milljón. Veigamestu breytingartillögur Jóhann G. Bergþórsson óskar bókað varðandi fjárhagsáætlun 1988: „Bráðabirgðaupgjör bæjarsjóðs pr. 31. 12. 1987, sem óskað var eftir 25. janúar 1988 og boðuð var fram- lagning á sl. mánudag hefur enn ekki borist og nú tilkynnt að sé væntanlegt n.k. mánudag eða þriðjudag, auk ýmissa annarra upplýsinga sem beðið hefur verið um og ekki verið veittar eða veittar nú á þessum fundi. Skortur þessara upplýsinga er þess valdandi að ekki reyndist unnt að leggja breytingar- tillögur Sjálfstæðisflokksins fram í dag en væntanlega hægt n.k. mánu- dagí‘ Guðmundur Árni Stefánsson óskar bókað: „Staðhæfing JGB um upplýs- ingaskort af hálfu embættismanna bæjarins eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Yfirgripsmiklum fyr- irspurnum bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í tugum liða hefur verið svarað ítarlega, fljótt og vel. Það er því aðeins tylliástæða sem JGB tínir nú upp til að afsaka til- löguleysi bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Hitt skal undirstrikað að vita- skuld munu embættismenn bæjar- ins veita kjörnum fulltrúum á öll- um tímum þær upplýsingar sem um er beðið og tiltækir eru“ Jóhann G. Bergþórsson óskar bókað: „í tilefni af bókun bæjarstjóra verður að harma að þrátt fyrir skriflegar sannanir um hvernig skriflegum fyrirspurnum bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varð- andi ýmsi málefni er varða fjár- hagsáætlun bæjarins, hefur ekki verið svarað eða svarað út í hött, skuli bæjarstjóri láta frá sér fara slíka bókun. Vinnubrögð sem þessi hitta þá sjálfa fyrir er viðhafaf Þá hefur eflaust valdið miklu um hressilegan bæjarstjórnarfund, að Útvarp Hafnarfjörður var með beina útsendingu frá afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Mátti glöggt merkja að bæjarfulltrúar gerðu sér grein fyrir „nærveru" bæjarbúa og létu því gamminn geysa ótæpilega í umræðum. Út- varp Hafnarfjörður á þakkir skild- ar fyrir gott framtak. fasteignasala REYKJAVÍKURVEGI 62 Svrtnn Slguijónuon, tðluitj. Valgalr KrMinuon, hrl. A ÖLDUSLÓD - RAÐHÚS, Voi- um a<3 lá I einkasölu 170m2 raðh. á tv. hœðum, auk ein- stakl.Qo. á jarðh. Bllsk. Útsýnisst. Uppl. aðeins á skritst. EINKA- SALA. Verð 8,8 millj'. A SÆVANGUR - EINBÝLI, 5 herb. lóOm2 einb. á tv. hœðurn Húsið er jámkl. timburhús og stendur á írábœrl. góðum stað. Verð 5.5 millj. A SUÐURHVAMMUR - RAÐHÚS, Glœsil. raðhús á tv. hœðum, auk bflsk. Alh. frág. að utan. lokh. innan. Teikn. og upplýs- ingar á skritstoíu. A FLATAHRAUN - SkrHstOÍU- húsnœði, 200m2 nýtt skriíst. húsn ath. tllb. undir trév. A MIÐVANGUR, 65m2 2ja herb. íbúð í lyítuhúsl. s-svalir. falleg tbúð. A HVALEYRARBRAUT - iönaö- arhúsncBdl, Teikn. á skrifstofu. A HRINGBRAUT, 90m2 4ra herb. míðhœð I þrib. Bflskúrsr. EINKASALA. Verð A2 millj. A FAGRAKINN, 84m2 3ja herb. ib. í risi. A SLÉTTAHRAUN, Góð óOm2 2ja herb. íbúð á 3ju hœð. EINKA- SALA. Verð 32 mfllj. A NORÐURBRAUT - SÉRHÆÐ, Falleg 5 herb. 120-130m2 neðri hœð í tvfb. - bflskr. Verð 5,5 - 5.6 millj. A SUÐURGATA - EINBÝLI, 225m2 einb. á þremur hœðum. Sérst. útsýnisst. Uppl. á skrlfst. A KLAUSTURHV AMMUR - RAD- HÚS, Stórglœsilegt raðhús á tv. hœðum alls um 250m2. Arinn 1 stoíu. EINKASALA. Verð 8.8 mfllj. A ÁLFASKEIÐ - SKIPTI, 5 herb. 127m2 endaíbúð á þriðju hœð, bílskúr. Æskfleg skipti á 3-4 herb. fbúð á 1. hœð.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.