Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 5

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Qupperneq 5
® M B iiiinnn, 0 Opnun félagsmiðstöðvar frestað um viku: Dagskrá „opnunannkunnar' hefur þegar verið ákveðin Opnun félagsmiðstöðvarinnar við Strandgötu 1 hefur verið frestað um viku, eða til sunnudagsins 20. mars. Formleg opnun verður þá frá kl. 13-15. Að lokinni opnunarhátíðinni þar sem m.a. verða tilkynnt úrslit samkeppni grunnskólabarna úr 7., 8. og 9. bekk um nafn á mið- stöðina veðrur húsið opið almenningi kl. 15-19. Um kvöldið frá kl. 20- 23 verður diskótek fyrir unglinga f. 1975 og eldri þar sem unglingar sýna dans. Forstöðumaður nýju félagsmiðstöðvarinnar hefur verið ráðin Margrét K. Sverrisdóttir. Húsið verður opið almenningi til sýnis sunnudaginn 27. mars kl. 13-19. Eru þá foreldrar sérstak- lega velkomnir, að sögn Margrét- Félagsmiðstöðin er að Strandgötu 1. Opnun hennar hefur verið frestað um viku. Margrét sagði, að fyrsta vikan í starfseminni, „opnunarvikan" væri þegar skipulögð en hún er svofelld: Mánudaginn 21. mars: Opið hús fyrir unglinga sem eru í 9. bekk og eldri. briðjudaginn 22. mars: Hljóm- sveitin „Síðan skein sól“ skemmtir, en söngvari hennar er Helgi Björnsson sem áður söng með hljómsveitinni Grafík. r r r 0, PU HYRIHAFNARFJORÐUR: „Hafnfirðingar botnið braginn“ Við fyrriparta Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur bárust okkur eftirfarandi botnar, en við birtum þá í einu lagi með fyrripörtunum: Þeir eru frá Valnýju Benedikts- dóttur, Hverfisgötu 26: Hamarinn yfir Hafnarfirði heldur ætíð vörð. Léttir okkur lífsins byrði, Ijúf sé þakkargjörð. og: Haustkvöld mörg í Hellisgerði hef ég notið yndisstunda. Þó að blikni blóm á sverði, blítt er þar og gott til funda. \ -- Þökkum við Valnýju kærlega góða botna. Hörður Zóphaníasson tók áskorun Ragnheiðar með miklum krafti og bauð upp á nokkra fyrri- parta sem við völdum í samein- ingu tvo úr. Hann botnaði einnig fyrriparta Ragnheiðar svo: Hamarinn yfir Hafnarfirði heldur ætið vörð. Allar góðar vættir virði og verndi Hafnarfjörð. og: Haustkvöld mörg í Hellisgerði hef ég notið yndisstunda. Þar er eins og alltaf verði úrræði til heitra funda. Fyrripartar Harðar eru þessir: Hafnfirðingar botnið braginn. Braga strengi látið hljóma. og Um Hafnfirðinga sagðar eru sögur, sumar bara haganlega gerðar. Það er forsjálni að greiða á gjalddaga Rafveita Hafnarfjarðar Miðvikudagur 23. mars: Opið hús fyrir unglinga sem eru í 7. og 8. bekk. Fimmtudagur 24. mars: Hafn- firskar unglingahljómsveitir leika fyrir gesti. Föstudagur 25. mars: Diskótek og skemmtiatriði. Einnig verður skemmtun fyrir 10-12 ára krakka, sem nánar verð- ur auglýst síðar. Fjarðar- pósturinn - fréttnblað allra Halh- Brðinga Föstuvaka í Hafnar- fjarðar- kirkju Föstuvaka verður í Hafn- arfjarðarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprest- ur, flytur þá erindi. Sigfinnur hefur starfað mikið að málefnum deyjandi fólks og einnig með fólki sem orðið hefur fyrir ástvinamissi. Auk erindis Sigfinns verður söngur á föstuvökunni. Eiður Ágúst Gunnarsson, óperu- söngvari, syngur og Hlíf Sig- urjónsdóttir, fiðluleikari, leikur undir. Auk þess flytur kirkjukór Hafnarfjarðar- kirkju tónlist undir stjórn Helga Bragasonar. Hörður Zóphaníasson, hagyrð- ingur Fjarðarpóstsins að þessu Við þökkum Herði kærlega fyrir, en hann skorar á gamla húsvörðinn sinn, Ásgeir Jón Jóhannsson, að setjast á hagyrð- ingabekk í næsta tölublaði. Fjarðarpósturinn hefur ákveð- ið, að lengja skilafrest á botnum fram til hádegis á þriðjudögum, þannig að nú fá Hafnfirðingar enn betri tíma til reyna sig við stuðla, höfuðstafi og rím og við bíðum enn spennt eftir botnum. ÞEMA HÁRGREIÐSLU- OG SNYRTISTOFA REYKJAVÍKURVEGI64 - SÍMI51938 Bjóðum upp á alla almenna snyrtingu fyrir ungt fólk á öllum aldri ★ Andlitsböð ★ Fótaaðgerð ★ Vaxmeðferð ★ Litanir ★ Förðun ★ Gervineglur ★ Permanent ★ Klipping ★ Strípur ★ Blástur 10% afsláttur af húðhreinsun til 20. apríl Munið að panta tímanlega fyrír páska og fermingar! 5

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.