Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Side 2

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Side 2
- segir Egill Friöleifsson, stjómandi kórsins, í viðtali við Fjarðavpóstinn Óðum dregur nær því, að kór Öldutúnsskóla, sem getið hefur sér frægð víða um heim á síðustu árum, leggi í enn eina heimsreisu sína - í þetta skiptið að „heimsenda“ eins og ferðin hefur verið kölluð. Afangastaðirnir í ferð kórsins eru Hong Kong, Ástralía og Thailand, þar sem kórnum hefur verið boðið að taka þátt í kóramótum. Með þessari ferð sinni hefur kórinn náð þeim áfanga að syngja í öllum heimsálfum og er það vafalítið einstakt á meðal hérlendra kóra og þótt víðar væri leitað. Fjarðarpósturinn sneri sér til Egils Friðleifssonar, stjórnanda kórsins, og innti hann eftir því hvað ylli því eiginlega að litl- um barnakór frá Hafnarfirði á Islandi af öllum löndum væri boðið til svo fjarlægra landa. Orðspor „Ástæðan fyrir því að okkur er boðið til þessara staða er einfald- lega sú, að kórinn hefur getið sér gott orð á liðnum árum. Það góða orðspor hefur náðst fyrst og fremst með geysilega mikilli vinnu og ströngum æfingum. Efnisskrá- in vekur jafnan mikla eftirtekt, einkum á meðal tónlistarmanna. Þar er að finna samtímaverk, sem eru ákaflega erfið og snúin í flutn- ingi og satt að segja er hægt að telja þá barnakóra á fingrum ann- arrar handar sem fást við slík verk, auk þess sem íslensku þjóð- lögin þykja forvitnileg. Til mín berst jafnan fjöldi fyrirspurna um þessi verk og sjálfur hef ég farið utan, bæði til Evrópu og Ameríku sem leiðbeinandi á námskeiðum, þar sem nútímaverkin og túlkun þeirra hafa verið kynnt. Börnin hafa verið reiðubúin til að leggja mikið á sig og reyndar ekki bara þau heldur allir sem að kórnum hafa staðið.“ - Hvenœr leggið þið upp íþessa miklu ferð? „Við leggjum upp til Hong Kong þann 8. júlí næstkomandi og verðum í rúmar þrjár vikur á ferðalagi. í Hong Kong tökum við þátt í alþjóðlegu kóramóti ásamt m.a. Hong Kong Children's Choir, sem við sóttum heim fyrir sex árum. Koma okkar þangað vakti mikla athygli þá og við höf- um ítrekað fengið boð um að sækja Hong Kong heim aftur en ekki getað séð okkur það fært fram að þessu. Svona ferðalög eru dýr og krefjast mikillar undirbún- ingsvinnu." - Hafið þið kannski fengið fleiri boð að utan sem þið hafið ekki get- að þekkst? „Já, við höfum fengið boð um að koma hingað og þangað á hverju ári, t.d. frá Washington, Ungverjalandi og Barcelona sem aðeins nokkur dæmi séu nefnd. í mínum huga er það hreint ekki sama hvort okkur er boðið að koma með kórinn eða hvort við sækjum eftir því að fá að heim- sækja fjarlægar þjóðir." Mikill heiður - En ef við víkjum aftur að sjálfu ferðalaginu, hvert erferðinni hald- ið frá Hong Kong? „Þaðan höldum við til Can- berra, höfuðborgar Ástralíu, og tökum þátt í alþjóðlegu móti á vegum ISME - International Soc- iety For Music Education - sem eru samtök innan UNESCO. Það er okkur því mikill heiður að fá að taka þátt í þessu móti. Mótið er haldið annað hvert ár og okkur þykir það í senn skemmtilegt og forvitnilegt að vita til þess, að kór Öldutúnsskóla er til á kortinu hjá su fólki og ánægjan verður að ..jálfsögðu enn meiri við það að okkur er boðið á þetta mót. Við dveljum í vikutíma í Canberra og höldum síðan til Sydney, þar sem við tökum þátt í miklum hátíða- höldum sem Ástralir hafa skipu- lagt til þess að minnast þess að í ár eru 200 ár liðin frá landnámi Evr- ópubúa. Lokapunkturinn í ferð- inni er svo Bangkok í Thailandi en þar sem dagskrá dvalarinnar þar er ekki ljós er ekki rétt að fara nánar út í þann lið.“ - Nú er Ijóst, að skólahaldi verður löngu lokið þegar þið leggið af stað í þessa miklu ferð. Verður ekki erfitt að halda kórnum saman til œfinga í sumar? „Eg á ekki von á því. Þessir krakkar eru vanir því að leggja mikið á sig og æfa stíft. Sem dæmi um það get ég nefnt, að við æfðum alla daga í páskafríinu sjálfan páskadag. Við gerum okkur það alveg Ijóst, að til þess að vera vel undir ferðina búin þurfum við að æfa gífurlega mikið. Æfingin skapar meistarann og það „mottó" höfum við haft að leiðar- ljósi öll þau ár sem kórinn hefur starfað.“ - Nú er það alkunna, að börn eru námfús en er ekki erfitt að þjálfa upp góða barnakóra? „Jú, það er ákaflega erfitt en eins og reynslan hefur sýnt er það vel hægt með mikilli elju og ástund- un, jafnt stjórnanda sem barn- anna í kórnum. Það versta við að æfa barnakóra er að loksins þegar þeir eru orðnir „fullnuma" eru börnin vaxin frá manni. Kórinn okkar núna er þó skipaður t.d. mun yngri börnum var þegar við fórum í Kínaferðina og meðalald- urinn þremur árum lægri.“ Dýrt ferðalag - Það liggur Ijóst fyrir, aðferðin til Asíu og Astralíu kemur til með að verða kostnaðarsöm, hversu dýr er hún nákvœmlega? „Heildarkostnaður er um þrjár milljónir króna og af þeirri upp- hæð þarf kórinn sjálfur að leggja fram 2/3 hluta. Þriðjungur kemur beint frá kórmeðlimum og farar- stjórn en annar þriðjungur frá Kórsjóði svokölluðum sem sér um alls kyns fjáröflun. Við ætlum út í blaðaútgáfu, happdrætti og höf- um verið með söngskemmtanir og kökubasara svo fátt eitt sé nefnt. Tveir af samkennurum mínum hafa reynst okkur alveg einstak- lega hjálpsamir við þessa hlið málsins en það eru þeir Hörður Hilmarsson og Þórir Jónsson, auk þess sem skólastjórinn, Haukur Helgason, styður okkur með ráð- um og dáð. Mestu skiptir þó í heildarupphæðinni styrkur frá Hafnarfjarðarbæ upp á 880 þús- und krónur og 150 þúsund krónur frá Alþingi. Framlag Hafnarfjarð- arbæjar er í raun það sem gerir útslagið í þessari ferð. Án þess hefðum við aldrei lagt í þetta mikla ferðalag," sagði Egill Frið- leifsson að lokum. HRAUNHAMAR éé Ví FASTEIQriA- OQ SKIPASALA Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vantar allar gerðir eglna á skrá. Höfum til sýnis allar teikn. og bygg.lýsingar af íbúðum í fjöl- býlishúsum við: Suðurhvamm. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íb. í byggingu. Skilasttilb. u. trév. Afh. fráapríl- okt. ’89. og: Fagrahvamm. 2ja, 3ja og 4ra herb. ib. 65-108 fm. Einnig 6 og 7 herb. íb. 166-180 fm, hæð og ris. Bílsk. geta fylgt. Afh. tilb. undir trév. í maí til júní 89. Þvottaherb. og geymsla í hverri íb. Suðvestursvalir. Verð 2ja herb. frá 2-650 þús. 4ra herb. frá 4,1 milli og 6 herb. frá 5-650 þús. Bygg.aðili: Keilir hf. Norðurtún - Álftanesi Giæsii. ein- bhús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verð 9 millj. Jórusel - einb./tvíb. Nýtt 252 fm (nettó) hús á þremur hæðum. íbhæft en ekki fullb. Séríb. í kj. skipti mögul. á minni eign í Reykjavík. Verð 9,5 millj. Lyngberg - nýtt raðhús. Glæsil. 141 fm raðhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Breiðvangur - raðhús. Mjög fallegt 147 fm endaraðhús á einni hæð, auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. Húsið er mikið endurnýjað m.a. nýtt eldhús. Einkasala. Verð 9 millj. Álfaskeið í byggingu. Giæsii. i87fm einbhús. auk 32 fm bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. að utan í júlí-ágúst. Mögul. að taka íb. uppí. Verð 6,3 mmillj. Tjarnarbraut - Hf. Mikið endum. 130 im einbhús á tveim hæðum. Nýjar innr. Blóma- skáli. Bílsk. Einkasala. Verð 7 millj. Fagraberg. 130 fm eldra timburhús á 2 hæðum. Verð 5 millj. Stekkjarkinn. Mikið endurn. 155 fm 6 herb. efri hæð. Bílskréttur. Garðhús. Verð 6,6 millj. KeldUhvammur.Mjögfallegl115fm4ra herb. jarðh. Ný eldhinnr. Þvhús innaf eldh. Allt sér. Einkasala. Verð 5 millj. Öldutún. 117 fm 5 herb. efri hæð. Bílskrétt- ur. Verð 4,8 millj. Suðurhvammur sérh. og raðhús. Mjög skemmtil. 220 fm raðhús. Verð 5,2-5,4 millj. Einnig 110 fm 4ra herb. efrih. + bílsk. Verð 4,4 millj. 95 fm 3ja herb. neörih. Verð 3,3 millj. Afh. fokh. innan, fullb. utan eftir 4 mán. Teikn á skrifst. Hjallabraut. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 4. hæð. Gott útsýni. Lítið áhv. Einka- sala. Laus 1. sept. nk. Verð 5,3 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Áhv. 1150 þús. Verð 5,2 millj. Álfaskeið með bílsk. Nýkomin96tm3 herb. íb. á 1. hæð. Góður bílsk. Skipti mögul. Verð 4,4 millj. Oldusloð. Mjög falleg 80fm 3ja herb. neðri hæð. Nýjar innr. Verð 4 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., lítið undirsúð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Verð 4 millj. Vesturbraut - 2 íb. 75 fm 3ja he*. miðh. Verð 3,3 millj. og 3ja herb. risíb. Verð 3,1 millj. Vitastígur Hf. Mjög skemmtil 72 fm 2ja- 3ja herb. risíb. Mikið endurn. Áhv. 900 þús. Verð 3,2 millj. Álfaskeið m/bíls. Miög falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð. Einkasala. Verð 3,6 millj. Öldugata-Hf. Mjög falleg 62 fm 2ja herb. efri hæð. Verð 2,9 millj. Melabraut. 2000 fm húsnæði, hentugt fyrir fiskiðnað og þjónustufyrirtæki. 5,5 metra lofthæð. Góðar aðkeyrsludyr. Stapahraun. Nýtt iðnaðarhúsn. 144 fm á jarðh. og 77 fm á efri h. Stapahraun, iðn.húsn. 220 fm að grunnfl. á 2 hæðum, auk 120 fm á jarðhæð. Mögul. að kaupa í hlutum. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.