Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 12
Borgarafundur 3. maí n.k.
Borgarafundur Fjarðarpóstsins og Útvarps Hafnarfjarðar verður
haldinn 3. mái n.k. í Gafl-lnn. Hefst hann kl. 20.00 og verður í beinni
útsendingu í Útvarpi Hafnarfjarðar.
Fundarefni: Almenningasktur og þjónusta Landleiða
Athugið: Tökum á móti fyrirspurnum fyrir fundinn og á honum skrif-
lega og munnlega.
Áskrifendasöfnun í fullum gangi
Vinsamlegast hringiö í síma 651745 eöa
651945 (símsvari eftir lokun skrifstofu) og
tryggið ykkur Fjarðarpóstinn.
Sparisjóðurinn:
JónasR.
ráiinn
Jónas Reynisson við-
skiptafræðingur var þann 15.
aprfl sl. ráðinn sparisjóðs-
stjóri. Hann hefur gegnt starfi
aðstoðarsparisjóðsstjóra og
sem staðgcngill Þórs Gunn-
arssonar frá því í maí 1987.
Jónas er 27 ára. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands vorið 1981 og
fjórum árum síðar prófi frá
viðskiptadeild Háskóla
íslands. Eiginkona Jónasarer
Hanna Lára Helgadóttir.
Gönguhópurinn Háeyri:
Gönguhópurinn Háeyri á baka-
leið úr Jósepsdal sl. sunnudag.
Göngumenn voru, eins og sjá má,
vel búnir og skóaðir og létu kulda-
bola ekki angra sig.
Hundruðustu gönguferðimi
fagnað í Skíðaskálanum
Hafnfírski gönguhópurinn Háeyri hélt hátíðlega hundruðustu
gönguferð sina sl. sunnudag. Gengin var venjubundin sunnudags-
ganga, að þessu sinni frá Litlu kaffístofunni við Sandskeið upp í Jós-
epsdal og að lokinni göngunni var snæddur kvöldverður í Skíðaskálan-
um í Hveradölum.
Gönguhópurinn samanstendur
af niðjum föðurs Geirs Gunnars-
sonar alþingismanns, en hann hét
Gunnar Ingibergur Hjörleifsson
frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka.
Gunnar var sjómaður, fæddur 7.
ágúst 1892, og fórst með togaran-
um Sviða 2. desember 1941.
Tugmilljónatjón í brnna:
Áttatíu tom af vatni
flutt til slökkvistarfs
Tugmilljóna tjón varð í bruna
á Hjólbarðaverkstæðinu að
Drangahrauni 1, aðfararnótt sl.
mánudags. Rannsókn á tildrög-
um brunans stendur yfir, en Ijóst
er að tjón er tilfinnanlegt.
Tryggingaupphæð húsa er 35-
36 millj. kr., en þau eru tryggð
hjá Samvinnutryggingum Vá-
tryggingaupphæð véla og ann-
arra innanstokksmuna hjá
Almennum tryggingum er um 33
millj. kr. Ekki er ljóst, hversu
mikið af vélbúnaði o. fl. er
nýtanlegt. Vatnsskortur háði
mjög störfum slökkviliðs. Fljót-
lega kom í ljós, að vatnshanar
voru vatnslitlir eða vatnslausir
og því tekið það ráð að flytja
vatn með flutningabíl. Voru flutt
80 tonn af vatni á brunastað.
Meðfylgj andi mynd var tekin um
hádegið á mánudag og þá rauk
enn úr rústunum.
Gönguhópurinn dregur nafn sitt
af Litlu Háeyri og kallar sig
Gönguhópinn Háeyri. Hópurinn
hóf gönguferðir sínar fyrir tæpum
tveimur árum og fer hvern sunnu-
dag, að undanskildum hásumar-
tímanum, í einnar til tveggja
klukkustunda gönguferð. Yfir-
leitt er farið snemma að morgni og
komið heim fyrir hádegi.
Við hittum hópinn á bakaleið
úr Jósepsdalnum á sunnudaginn.
Geir Gunnarsson gekk í farar-
broddi og við spurðum hann á
meðan við biðum eftir síðustu
göngumönnunum til myndatöku
um tildrög þess að fjölskyldan hóf
þessi heilbrigðu ættartengsl.
Hann sagði að upphafið mætti
rekja til jarðarfarar, en þá voru
menn á einu máli um að gaman
væri að hittast oftar en aðeins við
slíkar athafnir. Ákveðið hefði þá
verið að hefja reglubundnar
gönguferðir og mjög vel hefði tek-
ist með framkvæmdir. Auk hollr-
ar útiveru gefst ættingjum tæki-
færi á að fylgjast með og spjalla
saman um lífið og tilveruna.
Geir hefður haldið gestabók
yfir allar gönguferðirnar og kem-
ur þar fram að samtals hafa um 60
manns tekið þátt í þeim frá upp-
hafi og nær hópurinn yfir þrjár til
fjórar kynslóðir. Á sumrin eru oft
valdar leiðir sem eru léttar fyrir
eldra fólk og ungviðið. Hópurinn
hefur þegar lagt að baki allar
gönguleiðir í Hafnarfirði og á
Suðurnesjum og leitar í auknum
mæli út fyrir bæjarmörkin. Þá er
leigð rúta til fararinnar. Þeim bar
þó saman um, að ganga mætti
sömu leiðirnar mörgum sinnum
því þær breyttu sífellt um svip eft-
ir árstíma og veðri. Á dagskrá er
m.a. gönguferð á Vífilfell í sumar.
Fjarðarpósturinn óskar göngu-
hópnum til hamingju með merkan
áfanga. Við notum tækifærið og
komum einnig á framfæri þessari
bráðsnjöllu hugmynd um ættar-
tengsl í öðru formi en veisluhöld-
um við oftast fátíð tækifæri svo
sem fermingar, giftingar og jarð-
arfarir.
1. maí Útvarpið
Samkvæmt heimildum
Fjarðarpóstsins eru uppi hug-
myndir hjá verkalýðsfélögun-
um að færa hátíðarhöldin 1.
maí inn í Útvarp Hafnarfjarð-
ar.
Mun hugmyndin byggð á
dræmri þátttöku í útihátíðar-
höldunum síðustu árin. Ekki
liggur fyrir endanleg ákvörð-
un.