Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Qupperneq 2
Björgunarsveitin Fiskaklettur.
Síga eftir 10 þúsund eggjum áriega
Lofthræðsla er nokkuð, sem
björgunarsveitarmenn í Björgun-
arsveitinni Fiskakletti verða að
skilja eftir heima á vorin, þegar
þeir halda í árlega ijáröflunarferð
sína í Krísuvíkurbjarg. Þar síga
þeir og spranga utan í þverhníptu
bjarginu og draga í búið um tíu
þúsund svartfuglsegg árlega. Með
bjargsiginu segjast björgunar-
sveitarmenn sameina tvennt,
ágæta æfingu og ekki síður drjúga
fjáröflun.
Hafnfirðingar geta næstu daga
keypt svartfuglsegg í verslunum
bæjarins og treysta má á gæði
þeirra, því öll eru eggin skyggð og
tekin undan fuglinum á vísinda-
lega útreiknuðum tíma. Við
heimsóttum þá Fiskaklettsmenn í
bjargir um síðustu helgi og höfðu
þeir þá tekið um átta þúsund egg
af þeim tíu þúsund sem þeir taka
hverju sinni. Þeir sögðu varpið að
þessu sinni mjög svipað og undan-
farin ár.
Aðspurðir sögðust þeir fara
þrjár ferðir í bjargið, en fuglinn
verpir á ný, eftir að eggin hafa ver-
ið tekin, þannig að aðeins er tekið
tvívegis undan sumum fuglanna.
Þeir félagar notuðu þennan dag-
inn þrjá bíla til að slaka og hífa
mennina niður í bjargið. Þeir geta
verið allt frá nokkrum mínútum
upp í klukkustund í bjarginu í
ferð og útkoman nam nokkrum
tugum og upp í á annað hundruð
egg í hverri ferð.
í Fiskakletti eru nú 30 A-félag-
ar og 8 B-félagar, þ.e. þeir sem
ekki eru í fullu starfi. Sveitin er nú
22 ára og mátti sjá í þessari stuttu
Hrikaleiki bjargsins leynir sér ekki. Jón Birgir Þórólfsson sígur en honum til aðstoðar eru, talið frá vinstri,
Dagur, Halldór og Jökull.
heimsókn til þeirra á bjargbrún-
ina, að þar í sveit eru menn nú öll-
um hnútum kunnugir ef neyðar-
kall berst undan Krísuvíkur-
bjargi. Bæjarbúar geta hins vegar
næstu daga sameinað dýrindis
eggjamáltíð styrk sínum til Fiska-
kletts með því að kaupa svartfugls-
egg í næstu matvöruverslun.
Myndirnar hér með voru
teknar, er björgunarsveitarmenn
voru heimsóttir sl. sunnudag.
Björgunarsveitarmenn á bjargbrúninni. Taliðfrá vinstri til hægri. tfremriröð: Guðný Agla og Halldór. Efri
röð, standandi eru: Kristbjörn óli, Jón Birgir, Björn, Bjarni, Jökull, Dagur, Sigurður Öli og Þröstur.
Hörður skóla-
stjóriáný
Hörður Zophaníasson hefur
sagt lausu starfi sínu sem skóla-
fulltrúi og tekur við skólastjóra-
starfi við Víðistaðaskóla á ný n.k.
haust. Þá hefur staða yfirkennara
við Öldutúnsskóla verið auglýst
laus til umsóknar, en Rúnar
Brynjólfsson sem gegnt hefur
stöðunni hefur tekið við starfi for-
stjóra Skjóls, dvalarheimilis aldr-
aða í Reykjavík.
Hörður sagði aðspurður, að
hann hefði tekið sér launalaust
leyfi frá skólastjórastörfum til að
gegna stöðu skólafulltrúa. Hann
sagði að honum hefði líkað starfið
ágætlega en hins vegar saknað
skólans og krakkanna.
Leikfélagið flutt úr Bæjarbíói
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur félagið lýsti sig reiðubúið í bréfi samning ljósi breyttra forsenda falið að taka upp viðræður við
sagt upp leigusamningi sínum við sínu til viðræðna um nýjan leigu- og var bí jarstjóra Leikfélagsmenn.
bæjarfélagið vegna breytinganna
á anddyri Bæjarbíós.
Þá hefur Bandalag íslenskra leik-
félaga ritað bæjaryfirvöldum bréf
vegna málsins þar sem lögð er
áhersla á að samningar takist um
áframhaldandi notkun L.H. á
Bæjarbíói. Leikfélagið flutti úr
húsinu sl. þriðjudagskvöld.
Þessi bréf voru tekin fyrir á
bæjarráðsfundi 26. maí sl. Leik-
2
Vilja akstursleið út á Krísuvíkurbjarg
Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur leitað heimildar bæjaryfirvalda til að lagfæra núverandi troðning,
sem liggur frá þjóðvegi að Krísuvíkurbjargi.
Býðst stjómin til þess að greiða kostnað framkvæmdanna að fengju samþykki Náttúmverndarráðs.
Bæjarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti og fól bæjarverkfræðingi að líta eftir verkinu fyrir hönd bæjar-
HRAUNHAMARmp
éé
va
FASTEIQMA- OQ
SKIPASALA
Reykjavíkurvegi 72,
Hafnarfirði - Sími 54511
Vegna mikillar sölu vantar aliar
gerðir eigna á skrá í Hafnarfirði,
Garðabæ og á Álftanesi.
Fagrih vammur. Giæsii. 295 fm einbýiis-
hús á tveim hæðum með tvöföldum bílsk. Efri
hæð er að mestu fullb. en neðri hæð er tilb. u.
trév. og getur þar verið 3ja herb. íb. Mjög gott
útsýni yfir Fjörðinn. Einkasala. Verð 11,3 millj.
Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb-
hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210
fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur
garður. Einkasala. Verð 9 millj.
Álfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32
fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. að innan fullb.
að utan. Mögul. að taka íb. uppí.
Túngata - Álftanesi. 170 fm einbhús
auk 50 fm bílsk. 4 svefnherb. Mikið áhv.. Verð
7,0 millj.
Suðurhvammur. Mjögskemmtil.220fm
raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Verð
5,2 millj. Aðeins tvö hús eftir og er annað þeirra
til afh. strax.
Hringbraut Hf. - tvíbýli. Mjog
skemmtil. 146 fm efri sérhæð auk 25 fm bílsk.
Einnig neðri hæð af sömu stærð ásamt bílsk.
Afh. fokh. að innan fullb. aö utan.
Stuðlaberg. Ca. 150 fm parhús á tveimur
hæðum. Afh. fullb. að utan og einangrað að
innan. Verð 6,2 millj.
Lyngberg - nýtt parhús. Giæsii. 141
fm parhús áeinni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er
til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb.
íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj.
Breiðvangur með bílsk. Giæsii.
og rúmg. _145 fm íb. á 1. hæð ásamt herb.
í kj. (innangengt). Góður bílsk. Verð 6,5
millj.
Fagrihvammur - Hf. Mjög skemmtíi.
2ja-7 herb. íbúðir 65-180 fm. Bílsk. geta fylgt
nokkrum íb. Afh. í apríl—júlí 1989 tilb. u. trév.
Verðfrá 2650-5650 þús.
Tjarnarbraut- Hf. Mikiðendum. i30fm
einbhús. Bilsk. Verð 7,0 millj.
Breiðvangur - laus 1.7. Mjög faiieg
117 fm 4ra-5 herb. íb. á 4. hæð. Áhv. hagstæð
lán 1,5 millj. Verð 5,5 millj.
Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5
herb. íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja
herb. íb. í Rvík. Verð 5,2 millj.
Hjallabraut. 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 3.
hæð. Verð 4,3-4,4 millj.
Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neðri
hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb.
u. trév. Verð 4,3 millj.
Kaldakinn. Ca. 90 fm 3ja-4ra herb.
miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl.
Einkasala. Verð 4,5 millj.
Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. efri hæð.
Verð 3,8 millj.
Hraunhvammur- Hf. Giæsii. sofm 3ja
herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj.
Holtsgata. Mjög falleg 3ja herb. risíb. lítið
undir súð. Parket á gólfum. Einkasala. Laus 1.
11. nk. Verð3,6 millj.
Vesturbraut - tvær íb. Tvær 75 fm 3ja
herb. íb. í sama húsi. Nýtt eldh. og nýtt á baði.
Lausar strax. Verð 3,3 og 3,1 millj.
Álfaskeið. Mjög falleg 57fm 2ja herb. íb. á
1. hæð. Bílskréttur. Lítið áhv. Verð 3,1 millj.
Hlíðarþúfur. 6 hestahesthús.
Helluhraun. 60fm iðnaðarhúsn.
Óskum Hafnarfjarðarbæ og
bæjarbúum öllum til
hamingju með 80 ára afmæli
Hafnarfjarðarbæjar
Sölumaður: Magnús Emilsson,
kvöldsimi 53274.
Lögmenn:
Guðmundur Kristjánsson, hdl.,
Hlöðver Kjartansson, hdl.