Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 7

Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 7
ð, Hafnarfjarðarkaupstað, á 80 ára afmæli þess: „Bæjarbúar eru ánægðir“ Það gustaði af henni Disu verkstjóra í Hellisgerði, enda í mörg horn að líta. Hún virtist hafa yfirsýn yfir allt sem verið var að gera í garðin- um. Hún vann sjálf við niðursetningu á stórum trjám við innganginn frá Reykjavíkurvegi á sama tíma og hún leysti úr spurningum verktaka og stjórnaði vinnuhópum vítt og breytt um garðinn. Þetta var árdegis á mánudag og allt átti að vera tilbúið fyrir afhendingu Hellisgerðis á miðvikudag, þ.e. í gær. Dísa, sem heitir reynar Ásdís Konráðsdóttir, sagði að verið væri að vinna að verulegum lagfæring- um í garðinum, m.a. lagningu steintrappa o.fl. Pétur Jónsson landslagsarkitekt hefði teiknað breytingarnar og farist það vel úr hendi. Hún kvaðst mjög ánægð með árangurinn og ekki fannst henni síður til um garðfram- kvæmdirnar við Hafnarborg. Aðspurð um Hafnarfjörð hafði hún enda fyrst á orði, að bærinn hefði áreiðanlega staðið sig sveit- arfélaga best í fegrunar- og hrein- sunarmálum. Dísa hefur búið í 31 ár í Firðin- um og kvaðst hvergi annars staðar vilja búa. „Hér er allt við hendina. Það er hægt að ganga eftir allir þjónustu, opinberri sem verslun- arþjónustu, þannig að það er alls ekki nauðsynlegt að eiga bíl. Þá er hér ósnortin náttúra í góðu sam- ræmi við íbúðabyggð, þannig að börn alast hér upp með kindur og hesta í nágrenninu. Þetta er áreið- anlega eitt af fallegri bæjarstæð- um á landinu", sagði hún. Afmælisgjöf til handa bænum? „Ánægðir bæjarbúar, eins og ég tel að þeir séu“, sagði Dísa að lok- um og var síðan hlaupin til að sinna verktökum og bæjarstarf- smönnum. landi gott mannlíf “ innan seilingar, bæði þjónusta og væri til handa Hafnarfirði og verslun, þannig að hægt er að fara Hafnfirðingum í tilefni af afmæl- fótgangandi allra erinda." inu sagði hann: „Áframhaldandi Aðspurður í lokin hver ósk hans gott mannlíf.“ „Þaö er ekkert sveitar- félag betur sett en við“ HAFNFIRÐINGAR Til hamingju með afmælið Kristín Árnadóttir á gangi í blíðunni í miðbœnum. unn lengst til hægri. tivera bænum“ sem allar eru í bæjarvinnunni, voru önn- ludagsmorgun. Undirbúningur undir há- anna við gróðursetningu og hellulagnir. i álits á Hafnarfirði. Sigurður Þorleifsson sagðist eiginlega vera innfluttur Hafnfirðingur, þegar við stoppuðum hann á hraðferð á hominu hjá Sparisjóðnum. Að vera innfluttur Hafnfirðingur þýðir að hafa gifst inn í Fjörðinn, sam- kvæmt útlistun bæjarstjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar, nýverið. Sigurður sagðist hafa flutst í bæinn fyrir 20 árum og ætti því afmæli um leið og bærinn. Hann sagði einnig að honum líkaði vist- in vel og hefði Fjörðurinn verið í stöðugum vexti síðan. „Þegar ég flutti var nýjasta blokkin við Álfa- skeið. SíðanhefurNorðurbærinn, Hvammarnir og nú síðast Set- bergi byggst upp. Mér er upp- byggingin ofarlega í huga vegna starfa minna,“ sagði hann enn- fremur. Við spurðum því Sigurð hver framtíðarsýn hans væri varðandi frekari uppbyggingu. Hann svar- aði. „Við höfum í dag möguleika á að taka við allri aukningu á höfuðborgarsvæðinu. Landsvæði er nægt og við getum boðið upp á bestu lóðir á svæðinu vegna veðursældar og útsýnis. Við eig- um nóg af lóðum í Setbergi, í Ásalandi og á Hvaleyrarholtinu, ennfremur nóg af iðnaðarlóðum. Þá er Hafnarfjörður orðinn mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu bæði með tilliti til vegakerfis og þjónustu. Það er ekkert sveitar- félag betur sett en við varðandi atvinnu og flutninga." skiptimiða o.fl. Til að hressa upp á mannlífið töldu þær mjög brýnt að fá kaffihús í miðbæ- inn, eins og t.d. Hressó í Reykjavík. Ef þær gætu valið afmælisgjöf handa bænum? „kaffihús í miðbæinn“ voru þær sammála um. Reykjavíkui" „Þetta er rólegur bær og mannlegur“, sagði Kristín Árnadóttir, er hún var stöðvuð á morgungöngu í Strandgötunni. Kristín hefur búið í Hafnarfirði í 32 ár, en bjó áður í Stykkishólmi. Kristín sagði ennfremur, að þjónusta í Firðinum hefði batnað mjög mikið seinustu árin, en bætti við: „... en við Hafnfirðingarsækjum all- tof mikið til Reykjavíkur og oftast að óþörfu." Aðspurð í lokin um afmælisósk til bæjarins sagði hún: „Betri Sigurður bætti því við, að mjög mikilvægt væri að sínu mati að stjórnvöld bæjarins hefðu ætíð í huga að bjóða upp á allar gerðir lóða í einu, þannig að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Aðspurður í lokin um afmælis- ósk til handa bænum sagði hann: „Ég vona að þeir sem eru stjórn- endur nú og verða framvegis hafi þroska til þess að skapa hér aðstöðu til að fólk komi hingað og festi sér bústað. “ Ásdís Konráðsdóttir „Sækjum of mikiÖ til Við spurðum í lokin, hvort þær hygð- ust búa áfram í Hafnarfirði, það er þeg- ar þær stofnuðu eigin heimili. Kristjana sagði strax já. Þórunn svaraði því til að henni liði vel í Hafnarfirði, en Dóra sagðist ætla að búa í Reykjavík. Sigurður Þorleifsson í góða veðrinu í miðbœnum fyrr í vikunni. Fjarðar- pósturinn -fréttablað allni Hafn- Brðinga 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.