Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Blaðsíða 11
Sjómannadagurínn 50 ára:
Hátíðahöldin
sameiginleg með
Reykvíkingum
Sjómenn fagna 50 ára afmæli Sjómannadagsins að þessu
sinni, en sjómannadagurinn er samkvæmt venju fyrsta sunn-
udag í júní. I tilefni af þessu merkisafmæli verða hátíðarhöldin
sameiginleg fyrir Hafnarfjörð og Reykjavík, en svo var einnig
fyrstu 15 árin í starfi Sjómannadags. I tilefni afmælisins afhend-
ir Hafnarfjarðarbær Hrafnistu í Hafnarfirði fánastöng að gjöf,
einnig heimsækir forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heim-
ilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Það var í morgun, fimmtudags-
morgun, sem fánastöngin var
afhent. Á morgun, föstudag,
heimsækir forseti íslands Hrafn-
istu í Hafnarfirði og síðan Hrafn-
istu í Reykjavík og heilsar upp á
heimilisfólk. Að lokinni heim-
sókninni verður hátíðarfundur kl.
17 í Háskólabíói. Þar ávarpar Pét-
ur Sigurðsson formaður Sjómanna-
dagsráðs fundinn, ennfremur
forsætisráðherra.
Á laugardaginn verða undan-
rásir í róðrakeppni, sem Slysa-
varnarfélag íslands annast, en það
fagnar nú 60 ára afmæli sínu.
Á sjómannadaginn sjálfan,
sunnudag, hefjast hátíðarhöldin
kl. 9 með hátíðarathöfn við Foss-
vogskirkju þar sem helgað verður
minnismerki um óþekkta sjó-
manninn. Þar verður flutt nýtt lag
Sigfúsar Halldórssonar sem nefn-
ist Þakkargjörð og lagður verður
blómsveigur að minnismerkinu.
Heiðursvörð við athöfnina standa
menn frá Landhelgisgæslunni og
frá dönsku varðskipi, sem er í
Rey kj avíkurhöfn.
Hátíðarhöldunum verður síðan
fram haldið fyrir framan Hafnar-
húsið við Reykjavíkurhöfn. Þar
flytja fulltrúar útgerðarmanna og
sjómanna ræður, ennfremur
Steingrímur Hermannsson, sem
nú gegnir störfum sjávarútvegs-
ráðherra í fjarveru Halldórs
Ásgrímssonar. Hafnfirskir og
reykvískir sjómenn verða heiðr-
aðir og þrír menn hljóta gull-
merki.
Afmælisveisla
Glæsileg afmælisveisla fyrir hafnfirsk börn í tilefni af
80 ára afmæli bæjarins föstudaginn 3. júní (á morgun)
kl. 16-19 við Miðvang.
Bjóðum upp á grillaðar Öndvegis-pylsur, íspinna frá
Kjörís og nýtt appelsín frá Sanitas.
Gerum okkur glaðan dag!
uMMmmm
VÖRUMARKAÐUR
Sjómannadagurinn 50 ára
LAUGARDAGURINN
4. JÓNÍ1988
Kl. 10.00 Fulltrúar Sjómannadagsráðs
heimsækja höfuðstöðvar Slysavamafé-
lags íslands í tilefni af 60 ára afmæli
félagsins og 50 ára afmæli Sjómanna-
dagsins.
Kl. 10.00-12.00 Keppni á seglskútum frá
Fossvogi til Reykjavíkur.
Kl. 13.00 ForkeppniíkappróðriíReykja-
víkurhöfn. Margar sveitir keppa.
Kl. 13.00 Sýning og kynning á skipum
og búnaði í Reykjavíkurhöfn.
Kl. 14.00 Sýningaratriði björgunar-
sveita Slysavarnafélags íslands. Fjöl-
breytt sýningaratriði með hinum marg-
víslega útbúnaði Slysavamasveitanna,
ásamt Þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Kl. 16.00 Forkeppni í kappróðri haldið
áfram og stefnt að því að því verði lokið
umkl. 17.00.
SÖLUBÖRN ATHUGIÐ
Sjómannadagsblaðið og merki
dagsins verða afhent í sölugámum
við Reykjavíkurhöfn.
HRAFNISTA REYKJAVÍK
Kl. 13.30 Sýningáhandavinnuvistfólks
Hrafnistu í föndursal á 4. hæð C-álmu.
Sýningin er opin bæði á laugar- og
sunnudag kl. 13.30 til 17.00.
Kl. 14.00-17.00 Kaffisala í borð-og sam-
komusal Hrafnistu Reykjavík. Allur
ágóði rennur til velferðarmála heimil-
ismanna Hrafnistu Reykjavik.
Dagskrá
51. sjómanna
dagsins
í Reykjavík og
Hafnarfirði
4. og 5. júní
HRAFNISTA HAFNARFIRÐI
Kl. 10.00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik-
ur létt sjómannalög við Hrafnistu Hafn-
arfirði.
Kl. 11.00 Sjómannamessa í Víðistaða-
kirkju i Hafnarfirði. Prestur er séra
Sigurður Helgi Guðmundsson. Kór Víði-
staðakirkju syngur.
Kl. 14.00 Kaffisala í borð- og samkomu-
sal. Jafnframt verður sýning og sala á
handavinnu vistfólks. Allur ágóði rennur
til ferða- og skemmtisjóðs Hrafnistu
Hafnarfirði.
SJÓMENN OG VELUNNAR-
AR SJÓMANNADAGSINS
Sjómannahóf verður haldið að Hótel
íslandi sunnudaginn 5. júni og hefst kl.
19.00.
Miðaverð á hófið er kr. 1.900.- Miða- og
borðapantanir eru í anddyri Hótels
íslands frá kl. 11.00 laugardag og sunnu-
dag.
SUNNUDAGURINN
5. JÓNÍ1988
Kl. 09.00 Nýr minnisvarði um Óþekkta
sjómanninn vígður í Fossvogskirkju-
garði. Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup
vigir minnisvarðann. Kór undir stjórn
Guðna Þ. Guðmundssonar og undirleiks
Guðrúnar Guðmundsdóttur flytur sjó-
mannasálm og tónverk Sigfúsar Hall-
dórssonar. Þakkargjörð við ljóð sr.
Sigurðar Helga Guðmundssonar. Full-
trúar frá Landhelgisgæslu íslands
standa heiðursvörð, einnig frá danska
gæsluskipinu Hvidbjörn.
kl. 11.00 Minningarguðsþjónusta í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Ólafur
Skúlason, vígslubiskup predikar. Sr.
Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur
þjónar fyrir altari. Sjómenn aðstoða við
messuna. Dómkórinn syngur undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar.
Kl. 11.00-12.30 Baujurall á vegum Snar-
fara og Siglingasambands íslands út af
Kirkjusandi og Skúlagötu.
Kl. 13.00 Skemmtisigling um sundin við
Reykjavík með Hvalbátum og hafrann-
sóknarskipum, fyrir þþa sem keypt hafa
merki Sjómannadagsins. Börn yngri en
12 ára þurfa þó að vera í fylgd með full-
orðnum. Farið verður frá Faxagarði í
Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefjast kl.
13.00 og siðasta ferð verður farin kl.
16.00.
Sérstök athygli fólks er vakin á því að
vera í hlýjum fötum. Bátar frá Snarfara
munu fylgja skipunum. Ferðir geta fallið
niður ef veður verður mjög slæmt.
Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
létt sjómannalög, stjómandi
Kl. 14.00 SAMKOMAN SETT. Þulur og
kynnir dagsins er Hannes Þ. Hafstein,
framkvæmdastjóri S.V.F.Í.
ÁVÖRP:
A: Fulltrúi rfldsstjómarinnar, Stein-
grimur Hermannsson, utanrikisráðherra
í fjarveru sjávarútvegsráðherra.
B: Fulltrúi útgerðarmanna, Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Granda hf.
C: Fufltrúi sjómanna, Pétur Sigurðsson,
formaður Sjómannadagsráðs.
D: Garðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannadagsins heiðrar aldraða
sjómenn með heiðursmerki Sjómanna-
dagsins.
SKEMMTANIR DAGSINS
Kl. 15.00 Kappróður í Reykjavíkurhöfn.
Úrslitakeppni karla- og kvennasveita,
sem kepptu í forkeppni á laugardag.
Koddaslagur fer fram á ekjubrú Akra-
borgar. Þátttakendur gefi sig fram á
staðnum.
Björn Thoroddsen, flugstjóri mun sýna
listflug yfir Reykjavíkurhöfn.
Danska seglskipið Georg Stage og fær-
eysku skipin Johanna og Westward Ho
verða til sýnis, bæði á laugar- og sunnu-
dag mifli kl. 13.00 og 17.00.
Veitingar verða til sölu á hafnarsvæðum
á vegum björgunarsveitarinnar Ingólfs.
Einnig fer fram sala á merki dagsins og
Sjómannadagsblaðinu.
11