Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 18

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 18
18 FJARÐARPÓSTURINN Friðargangan eitt það mikilvægasta - Magnús Þorkelsson, forsprakki sundmannanna, fjallar um sín jól „Ja, ég vcrð nú að játa að að ég fæ alltaf sting í magann og hjart- að og verð voðalega heilagur í mér, fvrst þegar Ragnheiður Asta, eða hver sem er á vakt seg- ir: Ríkisútvarpið óskar lands- mönnum öllum gleðilegra jóla - og svo ekki síður þegar messan í dómkirkjunni er að verða búin og orgelspilið í Heims um ból setur klukknahljóminn af stað.“ Þetta sagði nú sjálfur formaður harðjaxlanna í Sundfélagi Hafnar- fjarðar, Magnús Þorkelsson, forn- leifafræðingur og kennslustjóri í Menntaskólanum við Sund. Kona hans og betri helmingur er Sigríður Gunnlaugsdóttir, kennari í Set- bergsskóla, dóttir Gunnlaugs og Sigrúnar (áður í Fornt húsgögn). Þau eiga í dag 3 börn, 16 ára, níu ára og fimm ára. Og jólin eru því ekkert smámál á þessu heimili. Magnús og Sigga hófu sinn bú- skap fjarri ættingjum og vinum og RÚV í Nottingham með lítið jóla- tré. Þetta var þegar námslánin voru greidd út í tveimur hlutum og þau voru ósköp blönk. „Astandið var þannig að milli jóla og nýárs flúðum við til Norwich, þar sem vinir Gísla bróð- ur hennar Siggu bjuggu, Sigríður Þorvarðar og Paul Newton. Við átt- um fyrir lestarmiðunum en ekki mikið meira og við vorum þess vegna hjá þeim hjónum fram yfir áramót. Þetta var nú reyndar bara fyrstu jólin en við vorum mörg jól ytra. Jólamaturinn var nú samt yfirleitt sá sami, hamborgarhryggur a la mömmu Siggu, og hún mágkona mín, (Berglind Asgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri í dag) var nú býsna dug- leg við að útvega okkur íslenskt kjöt. Aðfangadagskvöldið var alltaf jafn skrítið þarna ytra því við urð- um alltaf heilög í framan kl. 6 á að- fangadag en lífið gekk alltaf sinn vanagang í kringum okkur. Það var t.d. alltaf venjuleg sjónvarpsdag- skrá og stundum heyrðum við fagn- aðinn frá partíunum allt í kringum okkur. Samt upplifðum við okkur sem ein í heiminum og fannst yfir- leitt dásamlegt hjá okkur. „Sænsku Lúcíulögin koma mér í jólaskap,“ - Árni Guðmundsson, formaður STH „Fyrstu jólin okkar héldum við í Gautaborg og það voru mjög sér- kcnnileg jól því þá vorum við í fvrsta sinni fjarri ættingjum.“ Seg- ir Arni Guðmundsson, æskulýðs- fulltrúi og formaður Starfsmanna- félags Hafnarfjarðarbæjar, sem ásamt konu sinni, Ingiríði Oðins- dóttur, hélt sín fyrstu sjálfstæðu jól í námsmannaíbúð í Gautaborg en þar kom einnig Rögnvaldur bróðir hennar eins og sést á myndinni. „Við áttum ekkert jólaskraut og jólatré keyptum við á aðfangadags- morgun eftir mikla leit að verslun sem seldi slík tré. Músíkin í útvarp- inu var ekki rétt og ættingjar og vin- ir fjarri og margir jólasiðir Svía frá- brugðnir okkar. T.d. fannst okkur að- fangadagskvöld ekki vera eins heil- agt og við áttum að venjast því t.d. sýndi sjónvarpið sakamálamynd þetta kvöld í Svíþjóð. Við fengum nú samt jólastemning- una með því að sjóða hangikjöt og höfðum það sem jólamat. Svo fór að- fangadagurinn hjá okkur í að búa til skraut og reyna með vini okkar Hall- dóri Kristinssyni, stórmúsíkant, að skreyta íbúðina og gera jólalegt." En nú, mörgum árum og þremur bömum síðan, er jólahald fjölskyld- unnar komið í að verulegu leyti hefð- bundnar skorður. Ami hefur yfirleitt reynt að treina sér nokkra sumarfrís- daga fram að jólum til að geta átt há- tíðina í ró og næði rneð sinni fjöl- skyjdu. A aðfangadag fer hann síðan í / r HATIMRMAm fyrir Hafnfirðinga lo Fimmtudagur 21. des. frá kl. 09.00-20.00 Föstutudagur 22. des. frá kl. 09.00-22.00 Laugardagur 23. des. frá kl. 10.00-23.00 Sunnudagur 24. des. frá kl. 09.00-12.00 Laugardagur 30. des. frá kl. 10.00-20.00 Sunnudagur 31. des. Gamlársdagur-lokað FJARÐARKAUP HF Trönuhrauni 8, sími 555 3500 Láttu kjötið frá qleðja bmyðtaukana iffir háttöamar hefðbundinn jólatúr til að heimsækja ættingja og dreifa bögglum með bömin á meðan frúin fær að snúast í eldhúsinu. Gæs eða svín „Við höfum yfirleitt haft gæs en ætlum að bregða út af vananum núna og hafa svínalæri. Þetta með matinn er alveg frá oklcur sjálfum og ekkert frá foreldrum. 1 fyrstu fékk ég gæsir frá vinum og kunningjum en nú ætl- um við sem sagt að hafa svín en matseldin er ekki á mínum lierðum, ég sé um böminn þennan lengsta dag ársins." Arni sagði að það hefði verið dá- lítið skrítin jólin í Gautaborg að heyra ekki þessi klassísku jólalög í útvarpinu og eins hefði hann saknað jólkveðjum til sjómanna í útvarpinu. Hjá honum nú, eins og virðist reynd- ar vera hjá flestum öðrum, byrja jól- in ekki fyrr en ríkisútvarpið hefur hringt jólin inn á hefðbundinn hátt og mun fleiri virðast njóta jólamessunn- ar heima við en í kirkju, því kirkju- klukkur útvarpsins og jólamessa er nauðsynlegur þáttur í jólahaldi flestra viðmælenda okkar. „Svo fannst mér þessi sænsku jólalög frekar skrítin enda meira í ætt við þjóðlög. Þess vegna skildum við aldrei í fyrstu hvers vegna sænskir vinir okkar eða íslendingar við nám ytra, féllu alveg í trans við þessi jóla- lög en núna frnnst rnér jólastemning- in koma með þessurn lögum. Þrestir syngja á Thorsplani Reyndar byrja jólin hjá mér þegar ég heyri Karlakórinn Þresti flytja „Heims um ból“ á Thorsplaninu þeg- ar kveikt er á jólatrénu. Bæðin syng- ja þeir þetta listivel og svo hefur stemningin fest sig í sessi hjá mér. Síðan fömm við í skötu til foreldra minna á Þorláksmessu. Eg veit að þetta er nú kannski ekki uppáhalds- matur bamanna en þau koma nú samt með mér, en pabbi er mikill skötumaður og þetta er siður sem er áunninn frekar en meðfæddur." A aðfangadag er ég mikið með bömin en við emm ekki farin að heimsækja kirkjugarðana eins og margir en ætlum að gera það núna. Ég og konan höfum alltaf kosið að vera heima hjá okkur á aðfangadag en amma heitin vildi alltaf hafa alla sína fjölskyldu hjá sér á jólunum og þar var alltaf mikið jólaboð á að- fangadagskvöld. A jóladag erum við síðan hjá for- eldrum mínum í hádeginu og tengda- foreldrum þegar líða tekur á daginn svo hjá okkur er þetta mikil fjöl- skylduhátíð." Stjórn og starfsfólk St. Jósefsspítala sendir öllum íbúum Hafnarfjarðar og nágrennis bestu jólakveðjur og innilegar þakkir fyrir góðan stuðning og ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFNARFIRÐI

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.