Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 19
FJARÐARPÓSTURINN 19 Síðan við komum heim höfum við haft til skiptis rjúpur og ham- borgarhrygg. Þetta eru siðir frá fjölskyldum beggja og tókum líka með okkur siði frá Englandi t.d. með jólakökuna. Fyrst bökuðum við hana með alveg yndislegri konu sem kenndi okkur á þetta. Þetta er kaka sem við bökum í nóvember og hellum síðan koníaki yfir af og til fram að jólum og hún síðan hulin glassúr. Enski búðingurinn Annar siður sem við höfum tekið upp er „English plum pudding", eða plómubúðingurinn okkar. Þetta er eftirréttur sem við sjóðum í marga klukkutíma og verður eins og besta kaka. Þessi búðingur fæst t.d. hjá vinum okkar í Pipar og Salt þeim Siggu og Poul frá Norwich. Krakkarnir okkar eru alsæl með plómubúðinginn en lengi eftir að við fluttum frá Englandi var Sigga óánægð með að klippa ekki Holly - grein, sem er sígrænt tré og það er siður í Englandi að klippa grein af Holly og skreyta hjá sér með. Síðan þegar Sigga fór að kenna í Engidalsskóla komst hún að því að einn samkennarinn, Fríða Ragnarsdóttir, sem á gróðurhús, á einmitt Holly plöntu og síðan þá hefjast jólin m.a. þegar þessi kenn- ari hefur fært okkur Hollygrein." En aðfangadagur í dag. Stóru spurningarnar eru yfirleitt um það hver sér um börnin og hver sér um matinn? Sigga er skreytirinn „Ja, ég er nú yfirleitt sendur í bíltúr með börnin og til að koma gjöfum áleiðis til vina og ættingja,“ segir Magnús. En nú koma hún Sigga í símann og bætti við:„ Á að- fangadag er ég svo heppin að æskuvinkonur mínar heimsækja mig yfirleitt á bilinu kl. 2 - 4 og þá sitjum við hér og nörtum í smákök- ur og skoðum sérríflöskuna mína. Fyrir mér er jólaaðventan mikil hátíð fjölskyldu og vina og yfirleitt föndrum við saman og bjóðum vin- um og ættingjum. Annars er desem- ber prófatími hjá Magga,“ segir Sigga. „Þá er yfirleitt vitlaust að gera hjá okkur fram yfir miðjan mánuðinn en svo fer að róast. Þá komum við upp þessum klassísku jólaljósum og fyrir mér byrjar jóla- mánuðurinn ekki fyrr en ég hlusta á ákveðna plötu, en Maggi gaf mér fyrstu jólin okkar ytra, plötu með skoskri söngkonu, Isla St. Clair, og við spiluðum hana einmitt í fyrsta skipti í dag, sl. sunnudag og þá fannst mér þessi hátíð vera að nálg- ast.“ „Annars," bætir Magnús við,“ er einn viðburður sem mér finnst nú- orðið vera orðinn býsna hátíðlegur. Þar sem ég kenni, í Menntaskólan- um við Sund, hafa nemendur tekið upp þann sið að safnast saman á sal og halda „litlu jól“. Þetta var ein- mitt síðasta kennsludag og mér finnst mjög hátíðlegt að sjá þetta fólk á aldrinum 16-20 ára, halda litlu jólin hátíðleg, syngja jólasálma og vera ósköp heilög í framan. Mér finnst þetta vera orðin sam- verustund sem er mér mikilvæg. Svo erum við Sigga líka mikið jólafólk," bætir Magnús við. „Þetta er jólaheimili og börnin njóta jól- anna með okkur og mér finnst ynd- islegt að finna piparkökulyktina um húsið og hlusta á jólalögin. Þetta er samverustund fjölskyldunnar og á að vera það. Svo er nú friðargangan okkur mjög mikilvæg og við förum alltaf í hana. Mér finnst mjög mik- ilvægt að stoppa ofurlítið í jóla- ösinni og hugsa til annarra." „Það sem mér finnst einna mikil- vægast," segir Sigga, „ er að nýta þennan tíma ársins til samveru- stunda með fjölskyldunni og vin- um. Við eigum oft samverustundir, skerum út Iaufabrauð fyrir jól og á aðfangadag eru foreldrar Magga og systir með okkur. Mér finnst þetta nauðsynlegur hluti jóianna, þ.e. samverustundirnar með fjölskyld- unni.“ En skreytið þið húsið mikið? „Já,“ segir Magnús. „ Við eigum þrjú börn sem nú eru 16 ára, níu ára og fimnt ára þannig að við höfum alltaf verið með minnst eitt barn á þessum helsta jólaaldri. Svo held ég að okkur þyki gaman að þessu sjálf. Annars er það Sigga sem er aðal- skreytirinn og setur alltaf punktinn yfir i-ið hjá okkur þessa tvo tíma sem hún fær að vera í friði á að- fangadag. Þá fara upp í gluggana og hillurnar margir yndislegir skraut- gripir sem lýsa upp þessa dimmu en þó björtu daga..“ Bestu jóla- og nýárskveðjur Reykjavíkurvegi 60 Sími 565-3939 Snyrtistofan Asrós Bæjarhrauni 2 - sími 555 2056 Fótaaðgerðir - Trimfomn - Andlitsböð Húðhreinsun - Litun - Plokhun Vaxmeðferð - Förðun og almenn snyrting Áslaug Sigurðardóttir Rósa Jónsdóttir snyrtifræöingur snyrtifræðingur GAMAKO h/t Hreinsunarþjónusta | Kársnesbraut 94 • 200 Kopavogur • Kt. 560694-2619 | Sími 564 4544 • Fax 564 4522 ............. Allar pípulagnir Stórar og smáar Viðhaldsþjónusta - nýlagnir Gleðileg jól lAmúav.Jónsion pípuiAcninGflmciiTARi SKÚTAHRAUNI 17A - 220 HAFNARFJORÐUR SÍMI 565481 1 • HEIMAS. 5650663 - BÍLASÍMI 85-23512 B0ÐS 84-50663 - FAX 5654810 l/YUU t SJÚKRAHÚSIÐ SÓLVANGUR j Os/uu1 öluim oistmön/mm, stan/sfóf/ti (j(j ue/unnuiHim c(jfeói/ey/HfJó/u Oíjj JiU'SU’/s /loma/ufi CÍ/'S. r Oskum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og / farsœldar á komandi ári EIMSKIP Opið um jólin Aðfangadag - Jóladag - annan í jólum kl. 10 - 14 Upplýsingar í símsvara 555 1600 {f/ecfifecjfjóf (HJ fu/'sœft fiomu/ufi úr HafnarHar á Strandgötu 34 Sími 555-1600 - 555 0090 Ósírnn Hdhfirðincjiim gieoiiegrajóia og farscemx á komandi ári STH Bestujóla- og nýárskveðjur Opiö Þorláksmessu 10-23, Abfangadag 9-12, 30. des. kl. 10-14, Gamlársdag kl. 10-14, 1. jan. '96 kl. 10-14 APÓTEK NORÐURBÆJAR Miðvangi 41 Sími 555 3966

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.