Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Blaðsíða 1
Röð og regla eða öngþveiti? Lögreglan á suðvesturhorni landsins mun hvetja til þess í tilefni 29 ára afmælis H-dags- ins, þann 26. maí nk. að öku- menn aki innan leyfilegra há- markshraöamarka. Lögreglan fær í liö með sér ýmis félög tengd akstri og ökutækjum í þessu skyni. Með þcssum að- gerðum vill hún minna á mik- ilvægi þess að allir virði reglur um ökuhraða. Fróðlegt verður að sjá hvern- ig til tekst, en margir eru þeirrar skoðunar, að væru gildandi há- markshraðamörk virt leiddi þaö til öngþveitis í umferðinni og er nú eftir að sjá hversu sannspáir menn eru í þeim efnum. Hörðuvellir Foreldrar gagnrýna málsmeðferð - áhyggjur vegna óvissu í starfsmannamálum Skiptar skoðanir eru meðal foreldra og aðstandcnda barna á leikskólanum á Höróuvöllum um hvernig farið hefur verið með niðurstöður könnunar barnaverndarnefndar um meint harðræði gegn börnum á leikskólanum. Þeir foreldrar sem ekki skiluðu inn svörum eða athugasemdum til barna- verndarnefndar tclja að gengið hafi verið frant hjá þeim við að kynna þcim almenna niður- stöðu málsins. Því hafi það komið þeim í opna skjöldu þegar þau sáu fjallað um málið í fjölmiðlum og kæru til RLR í framhaldinu án þess að hafa fengið vitneskju um það áður. Samkvæmt upplýsingum fé- lagsmálastjóra Hafnarfjarðarbæj- ar, Mörtu Bergmann, eru mál sem þessi lögum samkvæmt trúnaðarmál viðkomandi barns og foreldra og með þau farið í samræmi við það. Sú sé skýring- in á því að niðurstöður hafi ekki verið kynntar fyrir öllum foreldr- unt barna á Hörðuvöllum en ein- ungis fundað með þeim sem sendu inn svör. Allir foreldrar barna á Hörðu- völlum voru boðaðir á fund í síð- ustu viku með þriggja daga fyr- irvara til þess að ræða stöðu mála og ekki síst þá óvissu sem ríkir varðandi starfsmannamál. Sam- kvæmt upplýsingum Fjarðar- póstsins mætti enginn úr hópi þeirra forcldra, sem sent höfðu inn svör eða athugasemdir til barnaverndarnefndar, á fundinn. Sá hópur foreldra mun hins veg- ar hafa hist á sérstökum fundi kvöldinu áður til þess að ráða ráðum sínum. Einn úr hópi foreldra sem var á hinum auglýsta fundi og Fjarð- arpósturinn ræddi við sagöi að sú óvissa sem nú væri framundan varðandi starfsfólk lægi ekki síð- ur þungt á fólki og foreldrar væru áhyggjufullir um hvað við tæki að loknum sumarleyfum, „því það er ekki æskilegasta staðan að börn komi í leikskól- ann að loknum sumarleyfum og á móti því taki starfsfólk sem það hefur aldrei séð áður,“ sagði þessi viðmælandi. Einnig er vit- að til þess foreldrar sem sótt hafa um flutning barna frá Hörðuvöll- um hafi beinlínis fengið neitun og það einfaldar ekki stöðuna. Magnús Baldursson, skólafull- trúi, sagði við Fjarðarpóstinn að þetta væri viðkvæmt og vand- meðfarið mál. „Eg skil vel áhyggjur foreldra. Formlega höf- um við ekki tekið við rekstri Hörðuvalla þótt við höfum haft faglega umsjón með hendi en ég get fullvissað foreldra um að við munurn leggja okkur fram um að þessi umskipti fari eins vel fram og mögulegt er.“ Bifreiðastöð Hafnarfjarðar HAFNFIRSKT já takk! Fjölbreytt dagskrá á næstunni Átta síðna aukablaö á vegum átakshópsins Hafn- firskt já takk fylgir Fjaröar- póstinum í dag. Þar er gerö grein fyrir ýmsu sem þegar hefur verið á dagskrá undir merkjum átaksins en ckki síst því sem framundan er á næstunni. Þar má nefna kynningu á Byggingardögum sem Meist- arafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði stendur fyrir dag- ana 24. og 25. maí í samvinnu við Samtök iðnaðarins. Sagt er frá Hafnardegi á vegum Hafnarfjarðarhafnar þann 31. maí ásamt sögulegum fróðleik unt Hafnarfjarðarhöfn og einnig ferðaþjónustudegi sem ber upp á sarna dag, 31. maí. I aukablaðinu eru ennfrem- ur birtar greinar nokkurra nemenda úr Flensborg um sitthvað er tengist hafnfirsku samfélagi. Fjarðarpósturinn cr prentaöur í 9.500 eintökum í dag og er blaðinu dreift í Garðabæ, Bessastaðahreppi, Voga og Vatnsleysuströnd. !/ " pi/./.u m/.'i ot. Hi"pi/./.u m/y ul. !H"pi/./u m// ul. Þú satÞir pizzu uó eigin vali og faró aóra fria. ífttmWA'r* 11 Tílbfcðin Þu pantarpizzu aó eigin shdo ekki vali og taró fria margaritu % o m o n I/ " rn/'i uf u HOO Þr. Ki' m/iut.u OOOÞr. !H " rn/'i uL ú tOOO Þr.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.